MATARGATIÐ

sunnudagur, september 30, 2007

Laugardagur til lukku. Eða þannig.

Fórum til Tilburg(ar) í gær. Þetta átti að vera þvííka verslunarferðin. Ætluðum að versla fullt af jólagjöfum og öðru dóti í einni búð. En...
Það tókst nú ekki alveg.

-Strax og við komum inn í bílastæðahúsið í miðbænum að þá keyrði einhver hlandfrussu stelpa aftan á okkur :(
-Emma var alveg snar, gólaði og gargaði alla ferðina.
-Fengum okkur að eta, en núðlurnar og kjúllinn voru svooo ótrúlega sterkt þannig að ekki var hægt að hakka það í sig :( ( og samt er ég svooomikið hrifin af sterkum mat)
- Ég fékk ofnæmiskast
- Malín pissaði og kúkaði á sig
- Emma datt og brasut einu stóru tönnina sína
- Einhver dúd miðaði á okkur byssu og hótaði okkur öllu illu.


hi hi...,ekki alveg.
Þetta hefði nú samt verið flott bæjarferð :)
En það var nú samt keyrt aftan á okkur, og maturinn var OFUR sterkur, og Músin pissaði á sig. En það er allt of sumt. Kannski þetta sé bara svona ósköp venjulegur laugardagur.
Hvað segið þið?

þriðjudagur, september 25, 2007

Mig langar í þetta hús. Það er til sölu og er staðsett í næstu götu við okkur. Kostar BARA 50 millur. Það er nú allt í lagi að láta sig dreyma ha?Leikfimis snúllan mín :) Er búin að fara núna 2 x í leikfimi með fullt af krökkum og finnst henni það algjört æði. Þarna fær hún að hlaupa um, hoppa, spranga, klifra, leika með bolta og hringi og margt fleira.
Þessi snúllilíus varð 11 mánaða síðasta föstudag.
Höfðum kósý kvöld voða næs.

Emman alveg stjörf að horfa á myndband með Malín(en Malín fékk sko að velja hvað horft yrði á :) ) i sjónvaprinu og svo var smjattað á poppi með.
Ltila stubba fór í skoðun í dag. Kerlunum þar fannst hún að sjálfsögðu með einsdæmum dugleg. Rölti þar um allt alein og óstudd :)


Mældist 73 cm og 8425 gr sem telst nú enginn obbi. Er aðeins fyrir neðan meðaltal en það er nú allt í góðu. Það er nú ekki mikið sem þetta dýr borðar flesta daga. Undan farna daga hefur hún lifað nánast eingöngu á búbbalingunum hennar mömmu sinnar.

mánudagur, september 24, 2007

Hvað er í matinn?


www.hvaderimatinn.is

Sniðug síða :)

Matur er mannsins megin


Matur er mannsins megin (The Truth about Food) er heimildamyndaflokkur frá BBC um þau áhrif sem mismunandi fæðutegundir hafa á fólk í lengd og bráð.

Rúv er að byrja að sýna þessa þætti í kvöld. Mæli með þeim. Þræl skemmtilegir og fróðlegir :)

sunnudagur, september 23, 2007

Frekar fyndið.


Hollendingar eru voða mikið fyrir það að gera mikið úr stórviðburðum eins og brúðkaupum og barneignum (sem er jú bara flott og skemmtilegt).
Roland og Evelien sem búa á móti okkur létu pússa sig saman um helgina. Á meðan þau voru í burtu á brúðkaupsdaginn að þá mættu nokkrir vinir þeirra á stórum vörubíl og settu upp þetta flotta skilti :)

Fyrr um morguninn voru einhver skildmenni að setja upp þvílíku jólaskreytinguna :)

Trampólín staðurinn.


Kerlingin bara eldspræk þessa dagana :)
Fórum í góðan hjóltúr í gær og svo tókum við aðeins til í blómabeðunum framan við húsið.

Í dag hjóluðum við öll saman á uppáhalds staðinn okkar sem við köllum trampólín staðinn. Þar getum við setið, étið og haft það næs á meðan stelpurnar leika sér á trampólínum, í sandkassa eða á rugguhestum.

Þetta er í fyrsta sinn sem við hjólum þangað. Höfum farið þarna oft og mörgum x á bíl og hefur það tekið svona um 20 mín eða svo. Vorum jafn fljot á hjólunum :) . Hjóluðum líka þvílíkt hratt. Ég fæ sennilega strengi í fyrramálið :) En það er nú alltaf svo hressandi.

Annars er veðrið alveg brilljant. Ótrúlega flott veður í gær og einnig í dag. Hitinn um 24 gráður og mjög bjart. Sólin meira að segja búin að láta sig oft í dag :) Var bara farin að sakna hennar.
Músin flott með headsett að spjalla við Önnu Karen frænku sína á skype. Algjörar snúllur

föstudagur, september 21, 2007

Sinterklaas mætir eftir rétt rúma 2 mánuði.


3 mánuðir til jóla og allt að verða vitlaust. A.m.k í Em-té súpermarkaðinum mínum. Þar er allt að fyllast að piparkökum, jólanammi og fleira gúmmilaði.

Ég get nú ekki sagt að ég sé farin að hugsa mikið til jólana, en.
Er nú samt að hugsa um að kaupa nokkrar gjafir um helgina svona ef heilsan á mannskapnum verður í lagi.
Yngsti stubbur er nefnilega veikur :(

Ofnæmi 303.

Jæja þetta fer nú að koma gott af ofnæmisfréttum. Þetta er síðasta færsla í bili a.m.k :)
Við mæðgur Malín og ég keyrðum á Elisabeth Ziekenhuis á þriðjudaginn. Ég er nú orðin aldeilis heimavön þarna. Rata bara hægri vinstri og ekkert mál :). Það er a.m.k mun auðveldara að rata þarna en á Landspítalanum og FSA.

Ég átti tíma klukkan þrjú hjá ofnæmislækni. Við mæðgur biðum í klukkutíma og vorum komnar inn á slaginu fjögur. Þar tók á móti okkur hin vænsta kona. Hún skoðaði mig í bak og fyrir og spurði mig svona um 300 spurninga. Að því loknu var ég send í blóðprufu þar sem tekin voru 7 glös takk fyrir. Ég bað hana um að láta athuga skjaldkirtilinn og blóðleysi svona aukalega, svona þar sem ég var á annað borð að þessu.
Út úr þessum prófum fæ ég vonandi einhver svör, en þó ekki fyrr en 18 oktober takk fyrir. En þá fæ ég símtalsviðtal við þessa konu.

Síðan bað hún mig um að fá tíma í afgreiðslunni í 2 önnur próf. Annað prófið er þannig að það er sprautað einhverju drasli á eða rétt undir húðina eins og t.d ferskum eplasafa og fleiru skemmtilegu. Svo þarf ég að bíða í eina 2 tíma til að athuga hvort eitthvað gerist sem verður örugglega rosalega spennandi. Hún sagði reyndar að það gætu komið mjög hörð viðbrögð þannig að það er eins gott að vera bara kyrr á spítalanum. Próf númer 2 er síðan eitthvað lungnapróf sem verður örugglega þræl magnað :)
Það ömurlegasta við þetta allt er að þetta á ekki að eiga sér stað fyrr en 21 nóvember takk fyrir. Óþolandi. Ég er bara pirruð.
En... svona er þetta bara. Eintóm bið og vesen.
6 des á ég svo að koma aftur og hitta hana til að fá út úr þessu öllu saman.

Það sem hún sagði mér samt í þessu viðtali þarna á þriðjudaginn var að þessi mikli svimi, jafnvægisleysi og doði væri ekki langvarandi eftirköst eftir ofnæmiskast. Það benti til þess að það væri eitthvað fleira að mér (eins og mig grunaði nú alltaf) Hinsvegar væri þessa mikla þreyta eðlileg þó það væru næstum 3 vikur liðnar síðan þetta gerðist. Eins gott að þetta komi ekki oft fyrir mann. Jæks.

Hún vildi síðan að ég fengi mér tíma hjá taugasérfræðingi ef þetta vesen lagast ekki. Og þá er nú komið að hneykslun dagsins... úff.
Mér finnst bara ótrúlega fáránlegt að sérfræðingur geti ekki vísað manni á annan sérfræðing. Nei nei. Ég þarf bara að byrja á byrjuninni aftur. FYRST þarf ég að fá tíma hjá heimilislækninum mínum (sem getur að sjálfsögðu ekkert gert í þessu og veit nú fyrir hvað er að angra mig) og HANN þarf að búa til beiðni handa mér þannig að ég geti fengið að hitta taugasérfræðing á þessu SAMA sjúkrahúsi og ofnæmisdoxinn vinnur á. Er ekki alveg að fatta þetta. Af hverju þarf þetta að vera svona svaðalega flókið?
Svo verður það pottþétt þannig að þar sem þetta er ekki "bráða tilvik" að þá fæ ég tíma eftir 6 mánuði.
Ætli maður verði ekki bara löngu dauður fyrir þann tíma? Ja maður spyr sig.

En ég er a.m.k komin með adrenalín neyðarsprautu þannig að ég get sparutað mig ef ég fæ slæmt kast.
Eitt fyndið. Þegar doxinn sagði að ég yrði ALLTAF að bera þennan blessaða penna (sprautu) með mér hvert sem ég færi og eins töflurnar mínar og nefspreyjið að þá segi ég ...en æjjj ég hef heyrt (hóstalmamariahjukrunarkonahosthost hi hi) að það sé svo hrikalega vond tilfining að fá svona adrenalín í sig. Og þá lítur hún á mig (örugglega rosa hneyksluð ) og segir. Það er a.m.k betra en að deyja. Úppps.

Ég má nú ekki gleyma að minnast á eldri grísinn minn hana Malín í þessari ferð. Hún er alveg einstakt eintak. Hún var búin að spurja mig nokkrum sinnum hvort hún mætti koma með mér á spítalann og svo loksins segi ég bara já já ok. Hélt ég yrði kannski í mesta lagi klukkutíma.
En svo tók þetta mun lengri tíma en það. Fyrsta klukkutímann á meðan við vorum að bíða eftir því að komast inn að þá dundaði hún sér við að skoða bækur og kubba ekkert mál. Svo þegar kom að því að hitta doxann að þá sat hún á gólfinu og skoðaði dót og sagði ekki orð. Svo var komið að blóðprufunni og þá stóð þessi elska hjá mér, strauk mér og kyssti á meðan hún hélt fyrir augun sín. Algjör rúsína :)
Það endaði svo með því að konurnar í afgreiðslunni kom til okkar þegar við vorum að fara og færðu henni bæði fallega mynd til að lita og eins einn bangsa sem heitir herra grasi (svona ofnæmisbangsi sem er með voða mikið gras á hausnum )
þær sögðu bara að þetta væri ótrúlegt barn sem ég ætti. Þær hefðu bara ekki orð á því hversu stillt hún væri eftir alla þessa bið. Læknirinn sagði það sama :) váá hvað dóttir þín er ótrúlega stillt og prúð :)

Góða helgi.

mánudagur, september 17, 2007

Útsvar.

Er nýr spurningarþáttur á RÚV. Við skötuhjúin horfðum á þetta í góðum gír á laugardaginn. Við skemmtun okkur mjög vel, a.m.k ég. Mér fannst t.d virkilega skemmtilegt að geta svarað nokkrum spurningum á undan liðinu í sjónvarpinu og það meira að segja rétt :) hi hi.

Það eru samt nokkrir hlutir sem ég verð samt að væla yfir.
Hvað er bara málið með þessa sviðsmynd hjá þeim? Ótrúlega bjánaleg og ljót og ekki er nafnið á þættinum skárra.

Það kom mér að óvart hvað Örn Árna er svaðalega lélegur leikari. Held svei mér þá að liðið hans hafi bara verið með eitt atriði rétt þegar kom að því að sýna leiktakta. Eða kannski að dúdarnir sem voru með honum í liði hafi verið svona ferlega sauðskir.
Fjölnir stóð sig mun betur eða liðið hans. Rúlluðu þessum hluta upp.
En svo fatta ég ekki alveg af hverju Örn var látin hlaupa á móti Fjölni. Þeir voru ekki alveg í sama grírnum :)

Hlakka til að sjá næsta þátt.

Eitt að lokum.
Ætli Sigmar sé nýkominn úr lazer aðgerð?
Ég verð nú að segja fyrir mína parta að mér finnst hann nú mun huggulegri með brillurnar. Kann bara ekki við hann svona berann :)

Algeng mynd sem ég fæ senda í tölvupósti frá ræktinni.


Liðið í ræktinni saknar mín grimmt. Held samt að ég sakni hennar (ræktarinnar) nú meira.
Ég er orðin svooo hrikalega þreytt á því að komast ekki í sportið.

Það er líka agalegt að vera að borga um 6000 kr á mánuði í fastar greiðslur til þeirra. Ég held að hvert skipti sem ég hef sportast síðustu 10 mánuðina (síðan að Emma fæddist) sé svoona um fimmtánþúsundkarlinn...vó
Bara brjálæði.
Ég hef nú reyndar mætt þarna töluvert oftar, en bara ekki til að sportast. Það er jú líka voða gott að geta sett stelpurnar upp í fría pössun til að fá sér einn kaffibolla, kíkt til tannlæknis eða bara farið í sturtu í friði :)

fimmtudagur, september 13, 2007

!#$%&_+#@!#$_+_(*$$@!$

Helv. doxinn er veikur.
Verd ad bida i viku i vidbot. ARG.

miðvikudagur, september 12, 2007


Hvað getur maður bara verið mikið krútt :)

þriðjudagur, september 11, 2007

7 ár


Síðan ég sat á mínum feita í TölvuMyndum á Akureyros.
Var sennilega að sörfa og hlusta á tónlist á meðan ég svaraði í símann öðru hvoru.
Vinnufélagi kom aðskvaðandi að borðinu og tjáði mér þær ótrúlegu fréttir að turnarnir 2 væru fallnir. Það hefðu 2 flugvélar flogið á þá.

Annar vinnufélagi(sem var þá minn kærasti og síðar eiginmaður :) ) fór strax að spjalla við þann fyrnefnda og fóru þeir að ræða þetta fram og til baka. Ég verð að játa fávisku mína en ég hristi bara hausinn og spurði bara, hvaða turna eruð þið eiginlega að tala um?

Eftir að ég sá mynd af þessu í sjónvarpinu að þá ..jú..ég kannaðist eitthvað við þetta, en samt.

Vona að það séu fleiri jafn sauðskir og ég :)

Annars finnast mér þessi ár ansi fljót að líða. Ég held svei mér þá að þetta séu merki um að maður sé orðinn gamall.

föstudagur, september 07, 2007

SO YOU THINK YOU CAN DANCE


JI DÚDDA MÍA.
ú ú ú ú úúúúú.
Ótrúlega flottir og skemmtilegir þættir. Þetta eru svona þættir sem maður getur sko ekki horft á einu sinni í viku :) er frekar glöð með að hafa horft á þetta í svona rispum.
Horfði á nokkra þætti í byrjun, en svo hafði ég ekki tíma. Nú hef ég hins vegar horft á eina 17 þætti á 3 dögum...hóst hóst...er búin að vera arfa slöpp..hi hi...og ekki getað þrifið eða lagað til á kvöldin :)
Topp 10 æði.
topp 6 æði æði æði..

Ótrúlega hæfileikaríkt fólk. Flott í öllu, getur allt.
Svo eru þessir karakterar sem eru í úrslitum svo frábærir. Allir svo næs og skemmtilegir. Ég er sko búin að grenja í hvert sinn sem einhver dettur út undanfarið.

Topp 4. Sakna eins úr topp 6 því hann var svo mikið rassgat, en samt allir verðugir sigurvegarar sem eftir eru.
Þessi 4 eru bara frábær. Vóóóó...

Er að horfa á úrslitin í þessum skrifuðum orðum.
Einn keppandi af 4 dottinn út. Frekar sátt :)

Gaman að sjá þegar dómarar og þjálfarar velja sín uppáhalds atriði. Skemmtilegt að sjá þetta allt aftur. Hefði samt valið allt önnur atriði sennilega. En.....

Topp 3. úúú..æjjj grenj grenj...

Úrslit.
jebb...búið
Datt þetta alveg í hug..
hefði verið sátt við báða aðila. (vil ekkert segja ef einhver á eftir að horfa :) veit ekkert hvar þetta er heima.)

Eitt að loooookum. ÆÐI ÆÐI ÆÐI..
Ji hvað mig ég væri tiiiil í að kuuuuuunna að daaaansa..

Fleiri ofnæmisfréttir

Hitti heimilislæknirinn áðan. Hann gat að sjálfsögðu ekki hjálpað mér mikið. Þeir gera það nú sjaldnast þessir dúdar. Sagði mér að taka ofnæmislyf alla daga svona til að reyna að fyrirbyggja þetta aðeins.

Talandi um þennan lækni að þá er hann með furðulegustu putta í heimi. Frekar fyndið. Þegar ég sá hann fyrst tók ég eftir þessum líka hrikalega stóra RISA putta á vinstri hendinni á honum. Puttinn er ekki bara pínu stærri en hinir heldur a.m.k helmingi stærri og jafnvel meira en það.
Í dag tók ég svo eftir því að gaurinn er ekki bara með einn heldur tvo svona hlunka RISA putta. Ég get svo svarið það, hann var ekki svona síðast þegar ég sá hann. Hann hlýtur að vera að rækta þessa puttalinga sína.

En aftur í ofnæmið.
Doxinn sagði að ég mætti búast við því að bíða í 4-8 vikur eftir því að hitta sérfræðing. Ég hringdi svo í sjúkrahúsið áðan og talaði þar við voða næs konu. Hún tjáði mér þær fáránlegu fréttir að það væri a.m.k hálfsárs bið. Ég gæti fengið tíma í mars, apríl. Ég sagði henni að sjálfsögðu að það væri bara ekki möguleiki fyrir mig að bíða svo lengi. Tjáði henni það svo að ég hefði fengið kast fyrir nokkrum dögum og það hefði þurft að hringja á sjúkrabíl fyrir mig. Þá varð staðan aðeins önnur. Kellan sagði bara...uuuu... geturðu kannski komið í næstu viku?
Ég var frekar mikið sátt :)

Annars er ástandið svipað. Er aðeins hressari, samt ennþá jafn fáránlega dofin, þó sérstaklega í andlitinu. Dagarnir einkennast allir af mikilli rússibanaferð. Mér líður allt í lagi í nokkrar mín., en svo fer mér að líða alveg ótrúlega asnalega. Fæ rosalega yfirliðstilfiningu, svima og fleira skemmtilegt. Þetta gerist ekkert endilega eftir að ég er búin að borða eitthvað heldur bara upp úr þurru.
Mér finnst ég vera farin að finna alltaf oftar og oftar viðbrögð við mat. Smakkaði pínu kókosmjólk í gær og fékk strax hálfgerða köfnunartilfiningu í hálsinn og kláða hér og þar. Eldaði hrísgrjónin upp úr henni og þá var allt í lagi að éta hana. Merkilegt allt saman.


Meira síðar.

sunnudagur, september 02, 2007

Gæti ég fengið 2 sjúkrabíla, 4 slökkviliðsmenn og einn lækni takk fyrir?

Þá erum við fjölskyldan komin heim frá Íslandi. Dvölin var skemmtilega að vanda en það er samt alltaf gott að koma heim aftur.
Síðasti dagurinn verður lengi í minnum hafður. Ég nörraStína Bína Lína lenti nú heldur betur í því. Við vorum boðin í kvöldmat til Ölmu og Gumma. Þar fengum við að sjálfsögðu dýrindis máltíð. Nýveidda bleikju með ýmsu gúmmulaði. Í desert buðu þau svo upp á fína köku sem innihélt m.a hnetur, döðlur banana og ýmislegt annað. Þessi kaka er ekkert bökuð heldur er þetta bara svona hrákaka sem er voða holl :)
Eftir fyrsta bitann fór ég að finna svona ofnæmisviðbrögð eins og ég finn þegar ég set ávaxtabita upp í mig. Sviði og kláði upp í gómnum og pínu svona kitl. Ég hugsaði með mér að ég gæti nú ekki verið með ofnæmi fyrir þessu þar sem ég hef alltaf getað borðað banana en það eru einu ávextirnir ásamt Hollenskum bláberjum sem hafa ekki pirrað mig. Eftir bita númer 2 var mér farið að líða ansi mikið illa. Þurfti að standa upp frá borðinu og labba um gólf. Það var orðið erfiðara að anda og mér ég þurfti að flýja út á svalir því mér var orðið eitthvað svo heitt og mér leið bara ALLS ekki vel. Alma sem er hjúkka spurði mig strax hvort hún ætti nú ekki að hringja á 112 sem mér fannst frekar hallærislegt. Þegar ég sá fram á að þetta færi bara versnandi ákvað ég að þyggja það boð með því sama. Eftir örfáar mín. komu síðan 3 eða 4 slökkviliðsmenn þrammandi inn til að tékka á mér , og einn læknir í öðrum sjúkrabíl var á leiðinni. Þeir mátu stöðuna þannig að læknirinn ætti að kíkja á mig líka og kom hann eftir örstutta stund.
Mér leið svo ótrúlega illa að það liggur við að ég muni þetta í hálfgerði þoku. Þetta var nánast jafn óþægilegt eins og þegar ég fékk gallsteinakastið fyrir tæpum 3 árum síðan en þá hélt ég að ég væri að syngja mitt síðasta.
Doksinn mat stöðuna þannig að ég þyrfti ekki að fá adrenalínsprautu. Sagði að það hefði verið fínt hjá mér að taka ofnæmistöflu og nefsprey um leið og ég byrjaði að finna fyrir óþægindum. Taldi ekki þörf á því að eg færi með þeim í sjúkrabílnum en sagði að það væri gott ef ég léti tékka á mér á spítalanum.
Þar sem við vorum á leiðinni til Keflavíkur í flug eldsnemma næsta morgun að þá ákvað ég að best væri að fara bara þangað og kíkja á sjúkrahúsið þar ef ég færi ekki að lagast.
Bílfeðin þangað var síðan frekar mikið slæm. Einkennin komu og fóru þannig það endaði með því að konan á gistiheimilinu skutlaði mér niður á spítala í skoðun strax og við tékkuðum okkur þar inn. Sem betur fer var lítið að gera þar þannig að ég komst fljótlega að.
Doksinn þar sagði að þeir litu svona köst yfirleitt alvarlegum augum og að sjúklingarnir væru oft lagðir inn til frekara eftirlits. Hann gaf mér svo einhvern steradrykk sem átti að láta mér líða betur og fylgdist svo með mér í u.þ.b klukkutíma. Mér leið a.m.k ekki verr og var alveg að sofna þannig að ég spurði hann hvort ég mætti ekki bara fara upp á gistiheimili (sem var staðsett í næstu götu) og sofa. Ég yrði þá ekki lengi að koma mér niður á spítala aftur ef mér versnaði. Hann samþykkti það þannig að ég var komin í ból rétt rúmlega tólf á miðnætti.
Einkennin voru svipuð, ekki jafn slæm samt, en ég gat með engu móti sofnað fyrr en eftir klukkan þrjú. Svo var bara ræs klukkan fimm þar sem við áttum flug út eldsnemma.
Ég verð nú að viðurkenna það að ég var pínu stressuð að fljúga svona.
Nú hugsar maður líka alltaf, ætli ég geti borðað þetta og hitt og ætli ég fái annað kast núna??
Ekki skrítið kannski þar sem maður er allur morandi í þessu stressgeni sem fylgir sumu af mínu fólki.
Ástandið er svona lala núna. Er alls ekki búin að jafna mig. Er rosalega mikið dofin í puttum, tám og í andliti. Hef rosa litla tilfiningu sem er mjög óþægilegt. Er líka með svima (sem er nú kannski ekkert nýtt, en svona í það mesta núna) og síðan er ég með þessa hressilegu strengi innan í mér þar sem mér fannst þrengja að mér. Mjög merkilegt.

Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni en að finna einhvern almennilegan ofnæmislækni sem getur fundið eitthvað út úr þessu hjá mér.
Ég er sko ekki að nenna þessu.