Grey's Anatomy eru lang bestu thaettirnir. Toppa 24 og Lost alveg hiklaust :) HM hefur sko ekki bara slaema kosti thvi eg nadi ad horfa a fyrstu 2 seriurnar a nokkrum dogum a medan AEgir horfdi a fotboltann. Get ekki bedid eftir nyrri seriu en thangad til aetla eg ad horfa a alla thessa thaetti aftur og med AEgi i thetta sinn :)
föstudagur, júní 30, 2006
Grey's Anatomy eru lang bestu thaettirnir. Toppa 24 og Lost alveg hiklaust :) HM hefur sko ekki bara slaema kosti thvi eg nadi ad horfa a fyrstu 2 seriurnar a nokkrum dogum a medan AEgir horfdi a fotboltann. Get ekki bedid eftir nyrri seriu en thangad til aetla eg ad horfa a alla thessa thaetti aftur og med AEgi i thetta sinn :)
OK
Fékk breska OK slúðurblaðið mitt sent í pósti til mín í gær. Það sem mér fannst merkilegt við þetta tölublað var það að þarna var bæði stærðarinnar viðtal og fullt af myndum af þeim Nylon stelpum og einnig var verið að fjalla um Ísland í annari grein sem frábæran ferðamannastað.
Áfram Ísland :)
Áfram Ísland :)
fimmtudagur, júní 29, 2006
Hrós
Ég ákvað að láta loksins verða að því að prófa snyrtistofu hér í bæ. Hef bara aldrei farið síðan ég flutti, frekar hallærisleg :)
Lét lita og plokka á mér augabrúnirnar. Það þýðir nú lítið að vera með ljósar brúnir við þetta dökka hár mitt. Ég verð nú að segja það að það er nú ansi miklu betra að fara til hennar Auðar hjá Hári&Heilsu á Akureyri :) Brúnirnar eru ekki nærri því eins flottar núna eins og þegar hún hefur gert þetta fyrir mig. Ég er með svo ótrúlega leiðinlegar brúnir, þær eru nefnilega alls ekkert líkar. En mér skilst að það séu voða margir þannig. Hálf hallærislegt að hafa þær ekkert líkar. En hvað um það. Stelpan var eitthvað að spjalla við mig og spurði hún mið m.a að því hversu gömul ég væri. Ég sagði henni að ég væri þrítug og ætlaði hún bara ekki að trúa því. Hún hélt bara að ég væri miklu yngri :) :)
Alltaf gaman að fá svona hrós.
Lét lita og plokka á mér augabrúnirnar. Það þýðir nú lítið að vera með ljósar brúnir við þetta dökka hár mitt. Ég verð nú að segja það að það er nú ansi miklu betra að fara til hennar Auðar hjá Hári&Heilsu á Akureyri :) Brúnirnar eru ekki nærri því eins flottar núna eins og þegar hún hefur gert þetta fyrir mig. Ég er með svo ótrúlega leiðinlegar brúnir, þær eru nefnilega alls ekkert líkar. En mér skilst að það séu voða margir þannig. Hálf hallærislegt að hafa þær ekkert líkar. En hvað um það. Stelpan var eitthvað að spjalla við mig og spurði hún mið m.a að því hversu gömul ég væri. Ég sagði henni að ég væri þrítug og ætlaði hún bara ekki að trúa því. Hún hélt bara að ég væri miklu yngri :) :)
Alltaf gaman að fá svona hrós.
þriðjudagur, júní 27, 2006
laugardagur, júní 24, 2006
Frábær matur
Við Malín vorum 2 í mat í kvöld. Fengum okkur heita lifrapylsu, kartöflumús og jafning. Algjört jommí.
föstudagur, júní 23, 2006
Ungfrú svínka hér.
Ég er orðin alveg agaleg. Óléttugræðgin er gjörsamlega að drepa mig núorðið :( ég bara ét út í eitt og er að verða eins og lítið feitt svín. Mig langar bara stanslaust að maula á einhverju og best er að hafa það nógu sætt og óholt eins og kex og súkkulaði.
Ég er samt svooo að reyna það að narta í ávexti og jú ég geri það mjög mikið. En.... þó ég fái mér bæði epli og appelsínu eftir kvöldmat að þá bara VERÐ ég að fá eitthvað sætt þar á eftir. Ég er bara agaleg.
Svo bætir það nú ekki ástandið á manni að vera næstum því hætt að æfa. Skrokkurinn er bara ekki að bjóða upp á mikið svoleiðis þó að ég hafi verið nokkuð góð undanferið. Þessi vika hefur reyndar verið óvenju slæm en ég er að hugsa um hvort það geti verið sund leikfimin sem er að fara svona með mig. Ekki alveg nógu sniðug. Fór 2 x í vikunni og er með nýja alveg agalega sára og vonda verki sem ég hef ekki fundið fyrir áður.
Annars er voða lítið títt hérna hjá okkur. Er mjög glöð með að það sé að koma helgarfrí. Svo styttist óðum í að Ægir fari í sumarfrí, en nú er bara vika í það gaman gaman :)
Meira síðar.
Ég er samt svooo að reyna það að narta í ávexti og jú ég geri það mjög mikið. En.... þó ég fái mér bæði epli og appelsínu eftir kvöldmat að þá bara VERÐ ég að fá eitthvað sætt þar á eftir. Ég er bara agaleg.
Svo bætir það nú ekki ástandið á manni að vera næstum því hætt að æfa. Skrokkurinn er bara ekki að bjóða upp á mikið svoleiðis þó að ég hafi verið nokkuð góð undanferið. Þessi vika hefur reyndar verið óvenju slæm en ég er að hugsa um hvort það geti verið sund leikfimin sem er að fara svona með mig. Ekki alveg nógu sniðug. Fór 2 x í vikunni og er með nýja alveg agalega sára og vonda verki sem ég hef ekki fundið fyrir áður.
Annars er voða lítið títt hérna hjá okkur. Er mjög glöð með að það sé að koma helgarfrí. Svo styttist óðum í að Ægir fari í sumarfrí, en nú er bara vika í það gaman gaman :)
Meira síðar.
mánudagur, júní 19, 2006
Skemmtilegheit.
Ég fór í minn fyrsta aquajoggin tíma núna áðan sem er sundleikfimi. Þetta var nú bara svo hressandi. Gott að busla svona í vatni með stóran kút á sér. Fyrst þegar ég kom út að þá sá ég að þarna voru 2 gamlar að setja á sig kúta og taldi ég það væri bara fyrir þær sem vildu, en nei nei allir fengu kúta. Sundlaugin er þannig að maður nær ekki niður í botn (a.m.k ekki ég :) og kútarnir eru til þessa að auðvelda manni að standa bara beinn í vatninu. Það væri frekar erfitt að þurfa stanslaust að troða marðvaða. Æfingarnar voru bara léttar og skemmtilegar og skildi ég bara nánast allt sem átti að gera. Hélt kannski að ég yrði bara alveg úti að aka en það slapp :)
Ætla að fara aftur á miðvikudaginn kemur. Vona bara að sólin láti sjá sig þá, það væri nú ekki slæmt. Þarna við sundlaugina eru þessir fínu bekkir sem hægt er að leggjast á og sóla sig. Maður verður nú að prufa það.
Jæja nú er ég orðin löglegur ökumaður hér í landi aftur. Ég mátti nefnilega bara hafa Íslenska ökuskírteinið mitt í eitt ár en svo þarf maður að fá sér Hollenskt. Þetta er nú meira dæmið. Þetta er ekkert líkt þessu sem við höfum heima, heldur er þetta hálfgerð bók. Svona skilríki á maður víst að ganga með á sér alla daga hér en sénsinn að ég nenni að dröslast með þetta út um allar trissur. Þetta fer nú bara beint inn í hanskahólf á bílnum. Talandi um hanskahólf..ji hvað það er hallærislegt heiti á smá hólfi. Það væri nú kannski hægt að finna eitthvað annað orð á þetta. Ætli það sé einhver sem geymir hanskana sína þarna? Held ekki.
Ég er farin að fylgjast með þáttunum Greys Anatomy af fullum krafti. Ótrúlega skemmtilegir þættir :) Ég er nú bara á þætti sex núna, en þetta lofar rosa góðu.
Skemmtilegt :)
Ætla að fara aftur á miðvikudaginn kemur. Vona bara að sólin láti sjá sig þá, það væri nú ekki slæmt. Þarna við sundlaugina eru þessir fínu bekkir sem hægt er að leggjast á og sóla sig. Maður verður nú að prufa það.
Jæja nú er ég orðin löglegur ökumaður hér í landi aftur. Ég mátti nefnilega bara hafa Íslenska ökuskírteinið mitt í eitt ár en svo þarf maður að fá sér Hollenskt. Þetta er nú meira dæmið. Þetta er ekkert líkt þessu sem við höfum heima, heldur er þetta hálfgerð bók. Svona skilríki á maður víst að ganga með á sér alla daga hér en sénsinn að ég nenni að dröslast með þetta út um allar trissur. Þetta fer nú bara beint inn í hanskahólf á bílnum. Talandi um hanskahólf..ji hvað það er hallærislegt heiti á smá hólfi. Það væri nú kannski hægt að finna eitthvað annað orð á þetta. Ætli það sé einhver sem geymir hanskana sína þarna? Held ekki.
Ég er farin að fylgjast með þáttunum Greys Anatomy af fullum krafti. Ótrúlega skemmtilegir þættir :) Ég er nú bara á þætti sex núna, en þetta lofar rosa góðu.
Skemmtilegt :)
sunnudagur, júní 18, 2006
17 og 18 juni
Hæ hó jibbi jei.
Við fórum á 17 juni skemmtun til Rotterdam í gær. Dagurinn var rosa góður og skemmtu allir sér vel. Þessi hátíð var haldin í stórum leikgarði þar sem fullt var af tækjum og skemmtilegheitum fyrir krakkana.
Allir fengu svo íslenskar pylsur, prins póló, lakkrís og fleira gotterí að smjatta á.
Þarna var stæðsta rennibraut sem ég hef nokkru sinni séð. Hún var fleiri fleri metrar, sennilega hátt í 6 eða 8 metrar á hæð. Malín var sko ekki hrædd, dreif sig þarna upp og fór nokkrar salíbunur. Það voru nú sumir eldri krakkar þarna sem gugnuðu nú þegar upp var komið :)
Vorum komin heim að ganga sjö og flestir vel þreyttir. Ég svaf eitthvað rosalega illa nóttina áður og var orðin alveg punkteruð. Fór því upp í ból klukkan níu og var steinsofnuð klukkan hálf tíu. Vaknaði svo ekki fyrr en Malín vaknaði klukkan átta í morgun og kúrði sú stutta bara upp í hjá okkur til klukkan rúmlega níu :) Frekar mikið næs.
Dagurinn í dag var svo alveg frábær. Veðrið bæði í gær og í dag alveg magnað.
Við fórum í hjóltúr eftir morgunmat, settumst aðeins niður í bænum en þar var allt stappað af fólki. Malín fékk sér svo blund heima og ég fór í það að græja köku sem ég hafði í desert í kvöld. Útbjó svo líka dressingu á kjuklingabringur og gerði svona mauk til að hafa ofaná brauð og kex sem samanstóð af rauðlauk, hvítlauk, ólífum, sólþurkuðum tómati og gommu af virgin olíu...svaka mikið jommi. Við fengum svo gesti upp úr klukkan þrjú. Einar Gunnar, Laufey, Renada og Oddrún dætur þeirra komu í mat gaman gaman. Reneda er að verða sjö og Oddrún að verða 3 ára og kemur þeim mjög vel saman. Við vorum nýbúin að fjárfesta í þessari fínu sundlaug og var hún tilbúin úti í garði :) stelpurnar voru ekki lengi að koma sér í sundfötin og var laugin mikið notuð í allan dag og fram á kvöld. Ekkert smá notalegt að geta kælt sig aðeins niður þegar hitinn úti er um 30 gráður og sólin búin að skína skært vel og lengi.
Við fullorðnafólkið gátum spjalla vel saman og notið matarinns þar sem stelpurnar voru svo duglega að leika sér saman. Þær borðuðu líka á undan okkur þannig að við þurftum ekki að brasast við að gefa þeim um leið og við nutum okkar matar :) sniðugt.
Mikið rosalega langar okkur hrikalega mikið í uppþvottavél. Maður finnur svo mikið fyrir því eftir svona matarboð þar sem margir diskar og fullt af glösum og fylgihlutum eru notaðir. Ég held að við höfum verið rúman klukkutíma að vaska upp eftir þetta. Hefði verið skemmtilegra að geta bara hent þessu inn í vél og haldið svo bara áfram að sitja úti í blíðunni.
Nú er klukkan orðin ellefu hjá okkur og hitinn úti ennþá 22 gráður. Hitinn hér inni er hins vegar 27 gráður úff úff, og hitinn á efri hæðinni er svo mun meiri. Það verður því sennilega frekar heitt á okkur í nótt og þarf ég þá kannski ekki að sofa með rúmteppið mitt sem ég geri yfirleitt þessar stundirnar :)
Einir bróðir og Bogga eiga eins árs brúðkaupsafmæli. Til hamingju með það :)
Við fórum á 17 juni skemmtun til Rotterdam í gær. Dagurinn var rosa góður og skemmtu allir sér vel. Þessi hátíð var haldin í stórum leikgarði þar sem fullt var af tækjum og skemmtilegheitum fyrir krakkana.
Allir fengu svo íslenskar pylsur, prins póló, lakkrís og fleira gotterí að smjatta á.
Þarna var stæðsta rennibraut sem ég hef nokkru sinni séð. Hún var fleiri fleri metrar, sennilega hátt í 6 eða 8 metrar á hæð. Malín var sko ekki hrædd, dreif sig þarna upp og fór nokkrar salíbunur. Það voru nú sumir eldri krakkar þarna sem gugnuðu nú þegar upp var komið :)
Vorum komin heim að ganga sjö og flestir vel þreyttir. Ég svaf eitthvað rosalega illa nóttina áður og var orðin alveg punkteruð. Fór því upp í ból klukkan níu og var steinsofnuð klukkan hálf tíu. Vaknaði svo ekki fyrr en Malín vaknaði klukkan átta í morgun og kúrði sú stutta bara upp í hjá okkur til klukkan rúmlega níu :) Frekar mikið næs.
Dagurinn í dag var svo alveg frábær. Veðrið bæði í gær og í dag alveg magnað.
Við fórum í hjóltúr eftir morgunmat, settumst aðeins niður í bænum en þar var allt stappað af fólki. Malín fékk sér svo blund heima og ég fór í það að græja köku sem ég hafði í desert í kvöld. Útbjó svo líka dressingu á kjuklingabringur og gerði svona mauk til að hafa ofaná brauð og kex sem samanstóð af rauðlauk, hvítlauk, ólífum, sólþurkuðum tómati og gommu af virgin olíu...svaka mikið jommi. Við fengum svo gesti upp úr klukkan þrjú. Einar Gunnar, Laufey, Renada og Oddrún dætur þeirra komu í mat gaman gaman. Reneda er að verða sjö og Oddrún að verða 3 ára og kemur þeim mjög vel saman. Við vorum nýbúin að fjárfesta í þessari fínu sundlaug og var hún tilbúin úti í garði :) stelpurnar voru ekki lengi að koma sér í sundfötin og var laugin mikið notuð í allan dag og fram á kvöld. Ekkert smá notalegt að geta kælt sig aðeins niður þegar hitinn úti er um 30 gráður og sólin búin að skína skært vel og lengi.
Við fullorðnafólkið gátum spjalla vel saman og notið matarinns þar sem stelpurnar voru svo duglega að leika sér saman. Þær borðuðu líka á undan okkur þannig að við þurftum ekki að brasast við að gefa þeim um leið og við nutum okkar matar :) sniðugt.
Mikið rosalega langar okkur hrikalega mikið í uppþvottavél. Maður finnur svo mikið fyrir því eftir svona matarboð þar sem margir diskar og fullt af glösum og fylgihlutum eru notaðir. Ég held að við höfum verið rúman klukkutíma að vaska upp eftir þetta. Hefði verið skemmtilegra að geta bara hent þessu inn í vél og haldið svo bara áfram að sitja úti í blíðunni.
Nú er klukkan orðin ellefu hjá okkur og hitinn úti ennþá 22 gráður. Hitinn hér inni er hins vegar 27 gráður úff úff, og hitinn á efri hæðinni er svo mun meiri. Það verður því sennilega frekar heitt á okkur í nótt og þarf ég þá kannski ekki að sofa með rúmteppið mitt sem ég geri yfirleitt þessar stundirnar :)
Einir bróðir og Bogga eiga eins árs brúðkaupsafmæli. Til hamingju með það :)
miðvikudagur, júní 14, 2006
Ferðalangur.
Við Malín ætluðum að hitta Annemieke, krakkana hennar og Laufeyju (sem er hérna núna vegna vinnu mannsins hennar) ásamt hennar dætrum í Speelland eftir hádegi í dag. Speelland er strandstaður með nokkrum sundlaugum og fullt af rennibrautum og dótaríi fyrir alla fjölskylduna staðsettur hérna skammt frá. En þar sem það kom þessi fína demba eftir hádegið var því slegið á frest og ákveðið að fara frekar í bústaðinn þar sem Laufey og fjölskylda dvelja en hann er í sumarhúsagarði skammt frá borginni Breda. Þar sem við erum nú með aksturstölvu í bílnum að þá ætti það nú ekki að vera mikið mál fyrir mig að ferðast hér um allar trissur en ég hef nú ekki mikið gert af því. Ég er ekki með bílinn dags daglega en get samt haft hann ef ég nenni að skutla Ægi í vinnuna og ná í hann aftur, en ég hef svo sum ekkert þurft að þvælast neitt að ráði. En...
þetta var sem sagt í fyrsa skipti sem ég fer ein (ásamt Malín) eitthvert lengra en Tilburg :)
Það gékk reyndar ekki þrautalaust fyrir sig þar sem tölvan sendi mig ekki á réttan stað strax og fór ég því hálftíma rúnt um sveitir og næstu bæi áður en þær Annemieke og Laufey gátu lóðsað mig á réttan stað. Þetta var sem sagt ekki sauðahættinum í mér að kenna, heldur bara aksturstölvunni og líður mér betur að vita það. Annemieke lenti einmitt í þessu nákvæmlega sama, tölvan hennar sendi hana líka á vitlausan stað. Frekar böggandi að geta ekki treyst almennenilega á þetta. Maður er jú nógu stressaður fyrir.
Ætli maður verði ekki bara óstöðvandi á rúntinum eftir þetta :)
þetta var sem sagt í fyrsa skipti sem ég fer ein (ásamt Malín) eitthvert lengra en Tilburg :)
Það gékk reyndar ekki þrautalaust fyrir sig þar sem tölvan sendi mig ekki á réttan stað strax og fór ég því hálftíma rúnt um sveitir og næstu bæi áður en þær Annemieke og Laufey gátu lóðsað mig á réttan stað. Þetta var sem sagt ekki sauðahættinum í mér að kenna, heldur bara aksturstölvunni og líður mér betur að vita það. Annemieke lenti einmitt í þessu nákvæmlega sama, tölvan hennar sendi hana líka á vitlausan stað. Frekar böggandi að geta ekki treyst almennenilega á þetta. Maður er jú nógu stressaður fyrir.
Ætli maður verði ekki bara óstöðvandi á rúntinum eftir þetta :)
þriðjudagur, júní 13, 2006
Sumarblíða
Það er ekki laust við að maður hafi svitnað svona rétt aðeins í dag enda um 35 gráður og sól :)
Við mæðgur erum búnar að hafa það mjög næs í dag, búnar að sitja úti í sólinni, svamla í sundlauginni út í garði, fara í boltaleiki úti á túni og hjóla um og skoða dýrin.
Ég er ekki frá því að ég sé bara komin með töluverðan lit eftir þessa hitabylgju, eða ég er kannski aðalega rauð :) er pínu brunnin á enninu sem er alltaf jafn smart.
Veðrið fer nú eitthvað niður á við á morgun. Hitinn á ekki að vera nema um 22 gráður og svo held ég svei mér þá að þeir spái þrumum og eldingum þannig að kannski maður drattist loksins í tiltekt. Það hefur ekki farið mikið fyrir svoleiðis löguðu undanfarna daga enda alltaf sól sól og aftur sól.
Annars erum við mæðgur bara einar í kotinu núna. Ægir fór núna áðan til Þýskalands ásamt öðrum manni og verða þeir eina 6 tíma á leiðinni gaman gaman fyrir þá eða þannig.
Hann kemur samt sem betur fer heim aftur seint annaðkvöld þannig að við verðum ekki húsbóndalausar lengi.
Við mæðgur erum búnar að hafa það mjög næs í dag, búnar að sitja úti í sólinni, svamla í sundlauginni út í garði, fara í boltaleiki úti á túni og hjóla um og skoða dýrin.
Ég er ekki frá því að ég sé bara komin með töluverðan lit eftir þessa hitabylgju, eða ég er kannski aðalega rauð :) er pínu brunnin á enninu sem er alltaf jafn smart.
Veðrið fer nú eitthvað niður á við á morgun. Hitinn á ekki að vera nema um 22 gráður og svo held ég svei mér þá að þeir spái þrumum og eldingum þannig að kannski maður drattist loksins í tiltekt. Það hefur ekki farið mikið fyrir svoleiðis löguðu undanfarna daga enda alltaf sól sól og aftur sól.
Annars erum við mæðgur bara einar í kotinu núna. Ægir fór núna áðan til Þýskalands ásamt öðrum manni og verða þeir eina 6 tíma á leiðinni gaman gaman fyrir þá eða þannig.
Hann kemur samt sem betur fer heim aftur seint annaðkvöld þannig að við verðum ekki húsbóndalausar lengi.
mánudagur, júní 12, 2006
Frábær helgi.
Þessi helgi er búin að vera hreint út sagt frábær. Veðrið gæti ekki verið betra um og yfir 30 gráður og sól sól sól :) Þetta er sko veðrið fyrir mig. Loksins er mér ekki lengur kalt, heldur bara svona mátulega hlýtt. Ægir var að kafna úr hita hérna í gær en mér fannst þetta svo notalegt, alls ekki of heitt. Termóið í mér er greinilega aðeins öðruvísi en í flestum ófrískum konum.
Við fórum í hjóltúr á laugardagsmorguninn sem var ótrúlega skemmtilegur. Hjóluðum aðeins í skóginum hérna og fórum svo niður í bæ, gáfum öndunum og settumst aðeins niður á kaffihúsi. Komum við hjá fisksalanum hérna niðri í bæ (sem er sennilega sá dýrasti í Hollandi) og keyptum okkur rétt rúmlega 200 gr. af skötuseli og borguðum við fyrir hann 15 evrur sem gera næstum því 1500 kall. Kílóið á u.þ.b 5000 kall takk fyrir. Hrikalegt verð. Komum við í einni búð á leiðinni heim og versluðum borð og stól handa Malín til þess að hafa úti í garði. Hún er aldeilis að græða þessa dagana. Það er bara stanslaust spreðað í eitthvað handa henni.
Eftir blund hjá Malín drifum við okkur á ströndina sem er hérna í bænum hjá okkur. Ofsalega gaman þar og mikið stuð. Þarna eru 3 sundlaugar, fullt af leiktækjum og svo strönd með fullt af sandi. Sundlaugarnar eru allt allt of kaldar finnst mér og því ekki fræðilegur að vera mikið þar ofaní. Malín greyjið var auðvitað ólm í að busla þar en nötraði svo og skalf úr kulda, en viðurkenndi það að sjálfsögðu ekki. Gátum því miður ekki verið mjög lengi þarna þar sem það lokar bara allt of snemma :( hundfúlt.
Fórum heim og grilluðum skötuselinn og rækjur og borðuðum út í garði í hitanum. Frekar næs.
Fórum svo aftur á ströndina í gærmorgun og busluðum við aðeins í vatninu eftir að hafa prófað sundlaugarnar aftur. Það er svo miklu heitara vatnið þar. Fórum svo heim og græjuðum afmælisveislu. Gauti og Annemieke komu með þessa stóru og fínu sundlaug sem við settum út í garð og gerði hún mikla lukku hjá krökkunum. Húsið sem við keyptum fyrir peninga sem Malín fékk í afmælisgjöf frá frænkum sínum þeim Gunndísi og Kristínu var líka rosalega mikið notað, krökkunum fannst ekki mjög leiðinlegt að leika sér þar :)
Eftir HM leikinnn sem Hollendingar voru að spila var farið í það að grilla pylsur handa liðinu og síðan var stubba terta og ýmislegt annað gúmmilaði á eftir. Þetta var þvílíkt góður dagur og allir fóru sáttir og sælir heim.
Þegar við fórum að sofa í gærkvöldi voru ennþá 27 gráður og sól. Þetta er sko lífið :)
Við fórum í hjóltúr á laugardagsmorguninn sem var ótrúlega skemmtilegur. Hjóluðum aðeins í skóginum hérna og fórum svo niður í bæ, gáfum öndunum og settumst aðeins niður á kaffihúsi. Komum við hjá fisksalanum hérna niðri í bæ (sem er sennilega sá dýrasti í Hollandi) og keyptum okkur rétt rúmlega 200 gr. af skötuseli og borguðum við fyrir hann 15 evrur sem gera næstum því 1500 kall. Kílóið á u.þ.b 5000 kall takk fyrir. Hrikalegt verð. Komum við í einni búð á leiðinni heim og versluðum borð og stól handa Malín til þess að hafa úti í garði. Hún er aldeilis að græða þessa dagana. Það er bara stanslaust spreðað í eitthvað handa henni.
Eftir blund hjá Malín drifum við okkur á ströndina sem er hérna í bænum hjá okkur. Ofsalega gaman þar og mikið stuð. Þarna eru 3 sundlaugar, fullt af leiktækjum og svo strönd með fullt af sandi. Sundlaugarnar eru allt allt of kaldar finnst mér og því ekki fræðilegur að vera mikið þar ofaní. Malín greyjið var auðvitað ólm í að busla þar en nötraði svo og skalf úr kulda, en viðurkenndi það að sjálfsögðu ekki. Gátum því miður ekki verið mjög lengi þarna þar sem það lokar bara allt of snemma :( hundfúlt.
Fórum heim og grilluðum skötuselinn og rækjur og borðuðum út í garði í hitanum. Frekar næs.
Fórum svo aftur á ströndina í gærmorgun og busluðum við aðeins í vatninu eftir að hafa prófað sundlaugarnar aftur. Það er svo miklu heitara vatnið þar. Fórum svo heim og græjuðum afmælisveislu. Gauti og Annemieke komu með þessa stóru og fínu sundlaug sem við settum út í garð og gerði hún mikla lukku hjá krökkunum. Húsið sem við keyptum fyrir peninga sem Malín fékk í afmælisgjöf frá frænkum sínum þeim Gunndísi og Kristínu var líka rosalega mikið notað, krökkunum fannst ekki mjög leiðinlegt að leika sér þar :)
Eftir HM leikinnn sem Hollendingar voru að spila var farið í það að grilla pylsur handa liðinu og síðan var stubba terta og ýmislegt annað gúmmilaði á eftir. Þetta var þvílíkt góður dagur og allir fóru sáttir og sælir heim.
Þegar við fórum að sofa í gærkvöldi voru ennþá 27 gráður og sól. Þetta er sko lífið :)
föstudagur, júní 09, 2006
Frankfurt.
Við ásamt mömmu lögðum af stað fyrir hádegi á afmælisdegi Malínar til Frankfurt. Ferðin gékk glimmrandi vel, Malín fékk fullt af pökkum á leiðinni sem henni þótti nú ekki slæmt.
Hún byrjaði nú reyndar að fá strax fyrstu pakkana frá okkur og mömmu áður en við fórum af stað en svo fékk hún bara alltaf fleiri og fleiri, frekar mikið skemmtilegt.
Stoppuðum einu sinni á leiðinni og fengum okkur nestið sem ég var búin að smyrja eldsnemma, :) tókum pissipásu og rennibrautarhlé. Það var þessi líka fína rennibraut á staðnum sem við stoppuðum á sem vakti mikla lukku hjá sumum.
Þegar við komum til Frankfurt bókuðum við okkur strax inn á hótelið okkar. Ekki mjög glæsilegt um að litast þar, frekar skítug herbergin en þrátt fyrir það var þetta bara fínt.
Notuðum restina af deginum í það að rölta um, stoppa á kaffihúsum og njóta veðursins en loksins fengum við sól og smá hlýju. Borðuðum svo úti á Ítölskum veitingastað mjög góðar pizzur í kvöldmatnum og héldum svo upp á hótel. Ægir svæfði svo Malín inn í okkar herbergi og ætluðum við svo að hafa það huggulegt inni á mömmu herbergi eftir það, spjalla og sötra rauðvín, eða þau Ægir og mamma réttara sagt, minn fékk nú ekkert sterkara en kók í gleri :). En ekki vorum við nú skemmtilegur félagsskapur svona síðasta kvöldið hennar mömmu. Úfff... mér varð bara allt í einu svona hrikalega ill og fékk ég þessa fínu upp og niðurpesti einn tveir og tíu. Fór því bara að sofa fyrir klukkan ellefu. Vaknaði svo sem betur fer eldspræk morguninn eftir þannig að dagurinn í gær var alveg frábær.
Eftir morgunmat héldum við í garð sem heitir Palm garden. Þetta er ótrúlega flottur og stór blómagarður svona einskonar lystigarður. Þarna var hægt að sjá blóm frá öllum heimshornum og hefðum við án efa getað verið þarna allan daginn. En við ákváðum samt að fara aftur niðrí bæ og ath með bátasiglingu sem við sjáum ekki eftir. Mjög skemmtilegt að sigla þarna um miðbæinn og njóta veðursins :) Sólijn skein þvílíkt á okkur þannig að hún mútta mín fór ekki jafn föl heim :)
Við lögðum svo af stað út á flugvöll rétt rúmlega fimm og vorum við um 1,5 tíma þangað. Fórum á veitingastað og fengum okkur nautasteik með öllu tilheyrandi og svo var komið að kveðjustund :(
Við kvöddum bara mömmu á meðan hún beið í tékk-inn röðinni þannig að við gætum haldið heim á leið en þetta eru um 3 tíma ferðalag. Malín sofanði nú ekki alveg strax en var samt ekki með mikið vesen. Vorum komin hingað heim kl tólf og ji minn hvað það var gott að skríða í ból. Það sem ég eða við erum búin að labba mikið undanfarna daga. Ég er alveg rosalega ánægð með hversu góð ég hef verið í skrokknum upp á síðkastið :) Held ég verði bara að halda áfram að rölta nokkra kílómetra á dag.
Hún byrjaði nú reyndar að fá strax fyrstu pakkana frá okkur og mömmu áður en við fórum af stað en svo fékk hún bara alltaf fleiri og fleiri, frekar mikið skemmtilegt.
Stoppuðum einu sinni á leiðinni og fengum okkur nestið sem ég var búin að smyrja eldsnemma, :) tókum pissipásu og rennibrautarhlé. Það var þessi líka fína rennibraut á staðnum sem við stoppuðum á sem vakti mikla lukku hjá sumum.
Þegar við komum til Frankfurt bókuðum við okkur strax inn á hótelið okkar. Ekki mjög glæsilegt um að litast þar, frekar skítug herbergin en þrátt fyrir það var þetta bara fínt.
Notuðum restina af deginum í það að rölta um, stoppa á kaffihúsum og njóta veðursins en loksins fengum við sól og smá hlýju. Borðuðum svo úti á Ítölskum veitingastað mjög góðar pizzur í kvöldmatnum og héldum svo upp á hótel. Ægir svæfði svo Malín inn í okkar herbergi og ætluðum við svo að hafa það huggulegt inni á mömmu herbergi eftir það, spjalla og sötra rauðvín, eða þau Ægir og mamma réttara sagt, minn fékk nú ekkert sterkara en kók í gleri :). En ekki vorum við nú skemmtilegur félagsskapur svona síðasta kvöldið hennar mömmu. Úfff... mér varð bara allt í einu svona hrikalega ill og fékk ég þessa fínu upp og niðurpesti einn tveir og tíu. Fór því bara að sofa fyrir klukkan ellefu. Vaknaði svo sem betur fer eldspræk morguninn eftir þannig að dagurinn í gær var alveg frábær.
Eftir morgunmat héldum við í garð sem heitir Palm garden. Þetta er ótrúlega flottur og stór blómagarður svona einskonar lystigarður. Þarna var hægt að sjá blóm frá öllum heimshornum og hefðum við án efa getað verið þarna allan daginn. En við ákváðum samt að fara aftur niðrí bæ og ath með bátasiglingu sem við sjáum ekki eftir. Mjög skemmtilegt að sigla þarna um miðbæinn og njóta veðursins :) Sólijn skein þvílíkt á okkur þannig að hún mútta mín fór ekki jafn föl heim :)
Við lögðum svo af stað út á flugvöll rétt rúmlega fimm og vorum við um 1,5 tíma þangað. Fórum á veitingastað og fengum okkur nautasteik með öllu tilheyrandi og svo var komið að kveðjustund :(
Við kvöddum bara mömmu á meðan hún beið í tékk-inn röðinni þannig að við gætum haldið heim á leið en þetta eru um 3 tíma ferðalag. Malín sofanði nú ekki alveg strax en var samt ekki með mikið vesen. Vorum komin hingað heim kl tólf og ji minn hvað það var gott að skríða í ból. Það sem ég eða við erum búin að labba mikið undanfarna daga. Ég er alveg rosalega ánægð með hversu góð ég hef verið í skrokknum upp á síðkastið :) Held ég verði bara að halda áfram að rölta nokkra kílómetra á dag.
miðvikudagur, júní 07, 2006
þriðjudagur, júní 06, 2006
Síðustu dagar.
Það er búið að vera ljómandi hérna hjá okkur síðan mamma kom. Veðrið hefði mátt vera miklu betra en ég nenni nú ekki að kvarta meira undan því.
Erum búin að þvælast mikið og skoðað ýmislegt eins og t.d listasýningu sem er haldin árlega hérna niðri í bæ. Þarna eru margir listamenn sem sýna skúlptúra í öllum stærðum og gerðum og verðið á þeim er alveg frá því að vera hátt upp í hrikalegar upphæðir sem maður kann varla að bera fram.
Setti nokkrar myndir inn hér fyrir neðan frá þessari sýningu.
Svo er það bara Frankfurt í fyrramálið. Ætlum að skoða okkur þar um og gista eina nótt, en svo fer bara mamma heim þaðan annaðkvöld :( þessi tími er nú búinn að vera agalega fljótur að líða. Það verður ferlegt að sjá hana kannski ekkert fyrr en um jólin næst.
Annars er nú frekar stór dagur á morgun hjá okkur. Litla mús verður 2 ára :)
Gaman að því, við vorum búin að kaupa handa henni þríhjól í afmælisgjöf fyrr í sumar en svo höfum við keypt ýmislegt fleira handa henni og höfum pakkað inn í marga pakka þannig að hún hafi marga pakka til að opna á morgun :) Ekkert gaman að fá bara 3 pakka, miklu meira stuð að fá marga litla :) Ætlum að geyma nokkra til að opna á leiðinni til Frankurt þannig að henni leiðist kannski ekki eins mikið. Þetta eru nefnilega 3 og hálfur tími í keyrslu og því ekki víst að allir verði sáttir alla leiðina.
En síðan verður afmælisveisla á sunnudaginn og þá verður líklega stuð á minni :)
Erum búin að þvælast mikið og skoðað ýmislegt eins og t.d listasýningu sem er haldin árlega hérna niðri í bæ. Þarna eru margir listamenn sem sýna skúlptúra í öllum stærðum og gerðum og verðið á þeim er alveg frá því að vera hátt upp í hrikalegar upphæðir sem maður kann varla að bera fram.
Setti nokkrar myndir inn hér fyrir neðan frá þessari sýningu.
Svo er það bara Frankfurt í fyrramálið. Ætlum að skoða okkur þar um og gista eina nótt, en svo fer bara mamma heim þaðan annaðkvöld :( þessi tími er nú búinn að vera agalega fljótur að líða. Það verður ferlegt að sjá hana kannski ekkert fyrr en um jólin næst.
Annars er nú frekar stór dagur á morgun hjá okkur. Litla mús verður 2 ára :)
Gaman að því, við vorum búin að kaupa handa henni þríhjól í afmælisgjöf fyrr í sumar en svo höfum við keypt ýmislegt fleira handa henni og höfum pakkað inn í marga pakka þannig að hún hafi marga pakka til að opna á morgun :) Ekkert gaman að fá bara 3 pakka, miklu meira stuð að fá marga litla :) Ætlum að geyma nokkra til að opna á leiðinni til Frankurt þannig að henni leiðist kannski ekki eins mikið. Þetta eru nefnilega 3 og hálfur tími í keyrslu og því ekki víst að allir verði sáttir alla leiðina.
En síðan verður afmælisveisla á sunnudaginn og þá verður líklega stuð á minni :)