fimmtudagur, nóvember 30, 2006
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Labbi labb.
Dagurinn í gær var mikill göngudagur.
Við mæðgur löbbuðum í góðri veðurblíðu niður í rækt. Ég er akkúrat 20 mín. að ganga þangað ef ég geng svona frekar rösklega með þennan líka stóra vagn á undan mér. Mér finnst nú pínu erfitt að keyra hann þegar Malín situr í honum líka þar sem hún er orðin soddan hlass :)
Ég fór nú ekkert í sportið í þetta sinn. Ætla ekki að byrja á neinu sprikli fyrr en í janúar. Fórum bara í pössunina, Malín lék sér við krakkana á meðan ég spjallaði við kerlingarnar sem voru þarna. Það hitti svo skemmtilega á að Janike sem vinnur þarna annað slagið var líka að koma í heimsókn á sama tíma og við en hún eignaðist stelpu 2 dögum á eftir mér :)
Stubban var nú bara svo lítil og pen við hliðina á hinni. Hún er þvílíka lengjubollan.
Stoppuðum þarna til klukkan tólf en þá urðum við að drífa okkur heim þar sem Malín átti að mæta í leikskólann klukkan eitt. Það tók okkur 20 mín. að fara til baka. Malín hafði rétt svo tíma til að skella í sig einni skál af skyri og múslíi en svo var hún bara drifin aftur út í kerru og ég rölti með þær í leikskólann. Það tekur mig sem betur fer bara 10 mín. að labba langað. Við Stubban skruppum svo aðeins í búðina sem er þarna við hliðina og versluðum smátterí inn. Drifum okkur svo heim og ætlaði ég aldeilis að reyna að þrífa aðeins og laga til á meðan Malín var í burtu. Það tókst aldeilis ekki. Stubban vildi bara fá að súpa þegar heim var komið, svo var skipt á henni og svo vildi hún fá meira að súpa og svo varð ég að skipta aftur á henni og áður en ég vissi af var klukkan orðin þrjú og ég varð að hlaupa af stað aftur með kerruna til að sækja Malín. Það er ekkert smá hrikalega leiðinlegt hversu stuttur þessi leikskólatími er. Það er gjörsamlega ekkert hægt að gera á þessum stutta tíma.
Eftir alla þessa göngu var ég vel sveitt og þreytt. Ég hef ekki labbað svona mikið síðan við vorum í Frakklandi í sumar :)
Ég finn saamt alveg að grindin er langt frá því að vera orðin góð. :( Var með hrikalega mikla verki í nótt og er vel þreytt í mjöðmunum í dag.
Mikið rosalega verður gaman þegar maður kemst almennilega í gang aftur. Það verður svooooo gaman að geta mætt í ræktina aftur. Þá ætla ég sko að fara í svassssss.
Við mæðgur löbbuðum í góðri veðurblíðu niður í rækt. Ég er akkúrat 20 mín. að ganga þangað ef ég geng svona frekar rösklega með þennan líka stóra vagn á undan mér. Mér finnst nú pínu erfitt að keyra hann þegar Malín situr í honum líka þar sem hún er orðin soddan hlass :)
Ég fór nú ekkert í sportið í þetta sinn. Ætla ekki að byrja á neinu sprikli fyrr en í janúar. Fórum bara í pössunina, Malín lék sér við krakkana á meðan ég spjallaði við kerlingarnar sem voru þarna. Það hitti svo skemmtilega á að Janike sem vinnur þarna annað slagið var líka að koma í heimsókn á sama tíma og við en hún eignaðist stelpu 2 dögum á eftir mér :)
Stubban var nú bara svo lítil og pen við hliðina á hinni. Hún er þvílíka lengjubollan.
Stoppuðum þarna til klukkan tólf en þá urðum við að drífa okkur heim þar sem Malín átti að mæta í leikskólann klukkan eitt. Það tók okkur 20 mín. að fara til baka. Malín hafði rétt svo tíma til að skella í sig einni skál af skyri og múslíi en svo var hún bara drifin aftur út í kerru og ég rölti með þær í leikskólann. Það tekur mig sem betur fer bara 10 mín. að labba langað. Við Stubban skruppum svo aðeins í búðina sem er þarna við hliðina og versluðum smátterí inn. Drifum okkur svo heim og ætlaði ég aldeilis að reyna að þrífa aðeins og laga til á meðan Malín var í burtu. Það tókst aldeilis ekki. Stubban vildi bara fá að súpa þegar heim var komið, svo var skipt á henni og svo vildi hún fá meira að súpa og svo varð ég að skipta aftur á henni og áður en ég vissi af var klukkan orðin þrjú og ég varð að hlaupa af stað aftur með kerruna til að sækja Malín. Það er ekkert smá hrikalega leiðinlegt hversu stuttur þessi leikskólatími er. Það er gjörsamlega ekkert hægt að gera á þessum stutta tíma.
Eftir alla þessa göngu var ég vel sveitt og þreytt. Ég hef ekki labbað svona mikið síðan við vorum í Frakklandi í sumar :)
Ég finn saamt alveg að grindin er langt frá því að vera orðin góð. :( Var með hrikalega mikla verki í nótt og er vel þreytt í mjöðmunum í dag.
Mikið rosalega verður gaman þegar maður kemst almennilega í gang aftur. Það verður svooooo gaman að geta mætt í ræktina aftur. Þá ætla ég sko að fara í svassssss.
mánudagur, nóvember 27, 2006
Fín helgi.
Þá er þessi helgi að baki. Hún var svona líka ljómandi fín. Ægir hætti í vinnunni rétt fyrir hádegi á föstudag þar sem ég skrapp til tannlæknis. Fór bara í skoðun sem tók ekki nema 10 mín. Teknar voru 2 myndir og svo kemur það í ljós í næstu viku hvort þær séu kannski bara allar skemmdar...en ég vona nú ekki.
Eftir hádegi á föstudag drifum við okkur í góðu veðri í dýragarðinn. Stubban var þangað mætt í fyrsta sinn og svaf hún þessa ferð algjörlega af sér. Malín skemmti sér rosalega vel eins og alltaf. Finnst ekkert smá gaman að skoða dýrin. Hún er nú líka alveg ótrúleg. Hún þekkir orðið hvert einasta dýr sem til er, eða svona næstum því :) Mér finnst ekkert smá fyndið að hún skuli t.d vita hvernig gnýr lítur út, en fyrir ykkur sem hafið ekki hugmynd um hvernig dýr það er að þá er það svona svipað og horuð belja með stór horn :)
Malín steinsofnaði í bílnum þegar við vorum að koma inn í Oisterwijk þannig að við tókum auka bíltúr sem var bara skemmtilegt í blíðunni. Veðrið var svo fallegt og svo er svo gaman að keyra um sveitirnar og sjá alla haustlitina. :) Á milli fjögur og fimm fer að dimma hjá okkur og þá er ótrúlega falleg birta.
Við fórum svo til Tilburg í hádeginu á laugardaginn. Versluðum aðeins fyrir jólin, t.d einn jólakjól á Malín og einar 9 sokkabuxur á hana og stubbuna. Ég ætla sko ekki að
eiga margt eftir þegar ég kem heim. Ætla bara að njóta þess að fara á kaffihús og drekka kakó með rjóma og borða álvöru tertur en það fær maður sko ekki hér. Það eru alltaf sömu lummulegu tertulufsurnar sem eru í boði hér. Frekar fúlt. Við fórum svo að sjálfsögðu á veitingastað og fengum okkur smá snarl. Alveg merkilegt hvað maður verður alltaf glor í svona verslunarferðum :)
Ég skrapp svo ein niður í bæ hérna hjá okkur og verslaði aðeins meira :) ekki leiðinlegt. Ég var nú samt alveg í nörragírnum verð ég að segja. Fór inn í eina búð með einn stóran poka sem innihélt vörur úr öðrum búðum. Fékk mér litla græna körfu til að halda á og setti pokann þar ofaní. Náði svo í 2 litla hluti sem ég hélt bara á og borgaði. Svo þegar ég var búin að labba niður hálfan bæinn að þá tek ég eftir því að ég er ennþá með þessa grænu körfu á handleggnum. Frekar hallærislegt. Ég mátti því labba í þessa búð aftur og skila henni. Ég átti mjög erfitt með mig þarna, var alveg við það að springa úr hlátri. Svona getur maður nú verið sauðalegur, enda hefur maður ekki langt að sækja svona nörrahátt (hóstmammaogLindaogfleirihóst)
Tókum því rólega í gær. Löbbuðum með stelpurnar á 3 róluvelli sem eru hérna í kring og skruppum svo niður í bæ seinnipartinn en það var kaupsunnudagur í gær sem þýðir það að allt er opið :)
Fórum í nokkrar búðir og m.a í eina skóbúð þar sem við keyptum 3 skópör á Malín. Mér finnst ég alltaf vera að kaupa skó á hana og þeir bara verða strax of litlir. Það líður ekki að löngu þar til hún verður komin í sömu stær og ég. Við keyptum eina mjög fina leðurskó á hana, kuldaskó sem eru loðfóðraðir (góðir fyrir Íslandsförina) og ein ótrúlega krúttleg og flott kúrekastígvél sem eru reyndar úr einhverju gerfiefni. Ég bara varð að kaupa þá. Það var mjög mikil útsala í gangi þarna. 25 % afsláttur af fyrsta parinu og helmings afsláttur að því næsta. Svo kostuðu kúreka stígvélin og kuldaskórnir ekki nema 1000 kr þannig að þetta var mjög vel sloppið. Við enduðumsvo á því að sitja úti á einu kaffihúsinu. Inni var risastórt jazzband að spila og fólk var í þvílíka stuðinu þarna og sumir að dansa alveg á fullu. Gaman að þessu.
Ég dreif mig svo í það að pakka inn fyrstu jólapökkunum í gær. Reyndar eru það pakkar sem taka á upp um næstu helgi 5 des. Hér í Hollandi er það aðaldagurinn. Krakkarnir taka þá upp pakka sem jólasveinninn (Sinterklaas) færir þeim. Við ætlum að fara heim til Gauta og fjölsk. þar sem við höfum frétt það að þangað ætli hann einmitt að koma ásamt nokkrum svörtu Pétrum en það eru hjálparsveinar hans. Malín var alveg hrikalega hrædd við þessa litlu svörtu karla í fyrra en núna er hún rosa spennt þegar hún sér þá. Þeir eru í því að labba um alla bæi núna og gefa piparkökur.
Ég setti nokkrar myndir inn á barnalandið í gær. Setti einnig nokkur gullkorn frá Malín inn um daginn.
Eftir hádegi á föstudag drifum við okkur í góðu veðri í dýragarðinn. Stubban var þangað mætt í fyrsta sinn og svaf hún þessa ferð algjörlega af sér. Malín skemmti sér rosalega vel eins og alltaf. Finnst ekkert smá gaman að skoða dýrin. Hún er nú líka alveg ótrúleg. Hún þekkir orðið hvert einasta dýr sem til er, eða svona næstum því :) Mér finnst ekkert smá fyndið að hún skuli t.d vita hvernig gnýr lítur út, en fyrir ykkur sem hafið ekki hugmynd um hvernig dýr það er að þá er það svona svipað og horuð belja með stór horn :)
Malín steinsofnaði í bílnum þegar við vorum að koma inn í Oisterwijk þannig að við tókum auka bíltúr sem var bara skemmtilegt í blíðunni. Veðrið var svo fallegt og svo er svo gaman að keyra um sveitirnar og sjá alla haustlitina. :) Á milli fjögur og fimm fer að dimma hjá okkur og þá er ótrúlega falleg birta.
Við fórum svo til Tilburg í hádeginu á laugardaginn. Versluðum aðeins fyrir jólin, t.d einn jólakjól á Malín og einar 9 sokkabuxur á hana og stubbuna. Ég ætla sko ekki að
eiga margt eftir þegar ég kem heim. Ætla bara að njóta þess að fara á kaffihús og drekka kakó með rjóma og borða álvöru tertur en það fær maður sko ekki hér. Það eru alltaf sömu lummulegu tertulufsurnar sem eru í boði hér. Frekar fúlt. Við fórum svo að sjálfsögðu á veitingastað og fengum okkur smá snarl. Alveg merkilegt hvað maður verður alltaf glor í svona verslunarferðum :)
Ég skrapp svo ein niður í bæ hérna hjá okkur og verslaði aðeins meira :) ekki leiðinlegt. Ég var nú samt alveg í nörragírnum verð ég að segja. Fór inn í eina búð með einn stóran poka sem innihélt vörur úr öðrum búðum. Fékk mér litla græna körfu til að halda á og setti pokann þar ofaní. Náði svo í 2 litla hluti sem ég hélt bara á og borgaði. Svo þegar ég var búin að labba niður hálfan bæinn að þá tek ég eftir því að ég er ennþá með þessa grænu körfu á handleggnum. Frekar hallærislegt. Ég mátti því labba í þessa búð aftur og skila henni. Ég átti mjög erfitt með mig þarna, var alveg við það að springa úr hlátri. Svona getur maður nú verið sauðalegur, enda hefur maður ekki langt að sækja svona nörrahátt (hóstmammaogLindaogfleirihóst)
Tókum því rólega í gær. Löbbuðum með stelpurnar á 3 róluvelli sem eru hérna í kring og skruppum svo niður í bæ seinnipartinn en það var kaupsunnudagur í gær sem þýðir það að allt er opið :)
Fórum í nokkrar búðir og m.a í eina skóbúð þar sem við keyptum 3 skópör á Malín. Mér finnst ég alltaf vera að kaupa skó á hana og þeir bara verða strax of litlir. Það líður ekki að löngu þar til hún verður komin í sömu stær og ég. Við keyptum eina mjög fina leðurskó á hana, kuldaskó sem eru loðfóðraðir (góðir fyrir Íslandsförina) og ein ótrúlega krúttleg og flott kúrekastígvél sem eru reyndar úr einhverju gerfiefni. Ég bara varð að kaupa þá. Það var mjög mikil útsala í gangi þarna. 25 % afsláttur af fyrsta parinu og helmings afsláttur að því næsta. Svo kostuðu kúreka stígvélin og kuldaskórnir ekki nema 1000 kr þannig að þetta var mjög vel sloppið. Við enduðumsvo á því að sitja úti á einu kaffihúsinu. Inni var risastórt jazzband að spila og fólk var í þvílíka stuðinu þarna og sumir að dansa alveg á fullu. Gaman að þessu.
Ég dreif mig svo í það að pakka inn fyrstu jólapökkunum í gær. Reyndar eru það pakkar sem taka á upp um næstu helgi 5 des. Hér í Hollandi er það aðaldagurinn. Krakkarnir taka þá upp pakka sem jólasveinninn (Sinterklaas) færir þeim. Við ætlum að fara heim til Gauta og fjölsk. þar sem við höfum frétt það að þangað ætli hann einmitt að koma ásamt nokkrum svörtu Pétrum en það eru hjálparsveinar hans. Malín var alveg hrikalega hrædd við þessa litlu svörtu karla í fyrra en núna er hún rosa spennt þegar hún sér þá. Þeir eru í því að labba um alla bæi núna og gefa piparkökur.
Ég setti nokkrar myndir inn á barnalandið í gær. Setti einnig nokkur gullkorn frá Malín inn um daginn.
sunnudagur, nóvember 26, 2006
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Val um eftirnafn.
Ég fékk pínu fyndið bréf til mín um daginn sem ég á svo að skila inn á bæjarskrifstofurnar.
Þeir eru að spá í því hvaða eftirnafn ég vilji hafa. (Ætli þetta sé ekki komið út af því að nú er ég gift frú :)
Það sem er í boði er :
Heiðarsdóttir
Leifsson
Leifsson-Heiðarsdóttir og
Heiðarsdóttir-Leifsson.
Ætli ég haldi mig ekki bara við það að vera Heiðarsdóttir. Annars er ég skráð Leifsson-Heiðarsdóttir á sjúkrahússkírteininu mínu, en það var nú bara óvart. Verð nú að viðurkenna það að það er auðveldara að vera Leifsson heldur en Heiðarsdóttir. Mun auðveldara að bera það fram.
Þeir eru að spá í því hvaða eftirnafn ég vilji hafa. (Ætli þetta sé ekki komið út af því að nú er ég gift frú :)
Það sem er í boði er :
Heiðarsdóttir
Leifsson
Leifsson-Heiðarsdóttir og
Heiðarsdóttir-Leifsson.
Ætli ég haldi mig ekki bara við það að vera Heiðarsdóttir. Annars er ég skráð Leifsson-Heiðarsdóttir á sjúkrahússkírteininu mínu, en það var nú bara óvart. Verð nú að viðurkenna það að það er auðveldara að vera Leifsson heldur en Heiðarsdóttir. Mun auðveldara að bera það fram.
kvart kvart.
Stubban varð mánaðargömul í gær. Þessi dagur var alveg agalegur verð ég að segja. Við erum að verða ansi mikið þreytt á þessu kvefi í henni. Hún virðist ekkert ætla að losna mig það :( Hún er búin að vera með þetta kvef í tvær og hálfa viku núna. Mér fannst það vera að lagast á tímabili en núna er er það með versta móti. Ég er í því að sjúga úr litla nebbanum hennar og sprauta upp i hana saltvatni. Svo var henni greinilega ill í maganum sínum í allan gærdag. Grét þvílíkt, kúkaði út í eitt og vildi helst ekkert gera nema drekka. Ég gerði því nánast ekkert annað en að halda á henni frá því í gærmorgun og þangað til Ægir kom heim kl að ganga tíu í gærkvöldi. Hún svaf bara í um 2 klukkutíma allan daginn og grét nánast stanslaust ef hún var ekki að súpa en stundum leið ekki nema klukkutími á milli gjafa. Greyjið Malín fékk litla sem enga athygli og það var ekki einu sinni tími til að hita handa henni kvöldmat. Hún er svo ótrúlega dugleg. Kvartar bara aldrei. Hún var að reyna að horfa á teiknimyndir í sjónvarpinu en þar sem sú stutta var með þvílíku lætin að þá var ekki mikið hægt að hlusta á þær. Malín pirraðist samt ekkert, var bara í því að klappa stubbunni og reyna að knúsa hana.
Dagurinn í dag verður vonadi betri. Stubban er a.m.k búin að vera róleg og góð hingað til. Vona að það haldist svoleiðis áfram.
Ég hef því reynt að nota morguninn til þess að leika við Malín.
17 dagar þangað til við komum til Íslands.
Jibbbbí
Dagurinn í dag verður vonadi betri. Stubban er a.m.k búin að vera róleg og góð hingað til. Vona að það haldist svoleiðis áfram.
Ég hef því reynt að nota morguninn til þess að leika við Malín.
17 dagar þangað til við komum til Íslands.
Jibbbbí
laugardagur, nóvember 18, 2006
föstudagur, nóvember 17, 2006
Síðustu dagar
Allt gott að frétta af okkur.
Allir þokkalega sprækir. Stubban orðin mun betri en er samt ennþá með kvef :( þetta fer nú að verða komið gott. Hún er búin að vera kvefuð greyjið hálfa ævina.
Í fyrradag skruppum við í einhvern smábæ í Belgíu. Okkur bráðvantaði nefnilega varahlut í ryksuguna okkar. Ægir var svo mikill snilli um daginn. Var úti að ryksuga bílinn og gleymdi miðstykkinu á ryksuguhausnum úti og síðan þá hefur verið ryksugað á fjórum fótum hér. Ákváðum að fara einnig til Antwerpen sem var bara fínt. Það var nú frekar fyndið að þegar við vorum að rölta um miðbæinn að þá tökum við bæði eftir gaur sem labbar inn í banka. Lítum svo á hvort annað og ég segi váá þessi er ekkert smá líkur Bóasi (en hann er frændi minn og er í námi þarna). Ægir segir þetta var sko pottþétt Bóas. Prufaðu að labba þarna inn og kalla Bóas, en ég var nú ekki alveg á því. Við biðum svo eins og aular þarna fyrir utan þangað til hann kom aftur út og jú jú þetta var hann :) Frekar fyndið að hitta á hann í þessari risa stóru borg.
Við fórum á út að borða á Ítalskan stað og gékk það nú hálf brösulega. Þetta var í fyrsta skiptið sem við tökum stubbuna með okkur á veitingastað :) Hún vildi bara láta vera með sig þannig að við skiptumst bara á að borða svona til að byrja með.
Í gær var hún svo í pössun í fyrsta sinn. Ægir þurfti að skreppa á fund þannig að Annemieke var svo góð að koma að passa fyrir mig. Ég byrjaði að fara með Malín í tónlistarskólann og svo skrapp ég til tannlæknis. Þetta gékk svona líka ljómandi vel. Annemieke bauð svo Malín að koma með sér heim sem hún þáði að sjalfsögðu. Við Ægir skruppum svo til Tilburg í verslunarferð eftir hádegið. Mér leið nú bara eins og ég væri í útlöndum í fríi. Hef bara sjaldan verslað svona rosalega. Ég er orðin svo svakalega fatalaus. Nenni ekki að vera í víðum joggingbuxum eða óléttufötum og svo passa ég ekki í öll gömlu fötin mín. Keypti mér 2 buxur, 1 stuttar buxur, 3 peysur, vesti, boli, sokkabuxur og svo splæsti ég í nýtt meik og maskara. Jii hvað það er gaman að versla :)
Þetta kostaði nú samt enga fúlgu. Held að ég þetta hafi verið um 15.000 ísl. en það er nú vel sloppið.
Seinni partinn í dag skruppum við svo niður í bæ hérna í Oisterwijk. Búðirnar hér eru allar opnar til kl átta eða níu á föstudagskvöldum og langaði mig svo að fá smá jólastemningu. Langaði að rölta um bæinn í svölu lofti og njóta jólaljósana en það var bara ekki alveg nógu kalt til þess að maður færi í svona jólastuð. Í fyrradag voru 17 gráður og í gær 18 en ég veit ekki hver hitinn var í dag en það var ekki alveg svo heitt. Við erum nú samt orðin svo miklar gungur. Okkur finnst bara alltaf hálf kalt. Okkur er samt farið að hlakka þvílíkt til að koma heim í snjó og kulda :)
Úfff hvað það verður gaman.
Allir þokkalega sprækir. Stubban orðin mun betri en er samt ennþá með kvef :( þetta fer nú að verða komið gott. Hún er búin að vera kvefuð greyjið hálfa ævina.
Í fyrradag skruppum við í einhvern smábæ í Belgíu. Okkur bráðvantaði nefnilega varahlut í ryksuguna okkar. Ægir var svo mikill snilli um daginn. Var úti að ryksuga bílinn og gleymdi miðstykkinu á ryksuguhausnum úti og síðan þá hefur verið ryksugað á fjórum fótum hér. Ákváðum að fara einnig til Antwerpen sem var bara fínt. Það var nú frekar fyndið að þegar við vorum að rölta um miðbæinn að þá tökum við bæði eftir gaur sem labbar inn í banka. Lítum svo á hvort annað og ég segi váá þessi er ekkert smá líkur Bóasi (en hann er frændi minn og er í námi þarna). Ægir segir þetta var sko pottþétt Bóas. Prufaðu að labba þarna inn og kalla Bóas, en ég var nú ekki alveg á því. Við biðum svo eins og aular þarna fyrir utan þangað til hann kom aftur út og jú jú þetta var hann :) Frekar fyndið að hitta á hann í þessari risa stóru borg.
Við fórum á út að borða á Ítalskan stað og gékk það nú hálf brösulega. Þetta var í fyrsta skiptið sem við tökum stubbuna með okkur á veitingastað :) Hún vildi bara láta vera með sig þannig að við skiptumst bara á að borða svona til að byrja með.
Í gær var hún svo í pössun í fyrsta sinn. Ægir þurfti að skreppa á fund þannig að Annemieke var svo góð að koma að passa fyrir mig. Ég byrjaði að fara með Malín í tónlistarskólann og svo skrapp ég til tannlæknis. Þetta gékk svona líka ljómandi vel. Annemieke bauð svo Malín að koma með sér heim sem hún þáði að sjalfsögðu. Við Ægir skruppum svo til Tilburg í verslunarferð eftir hádegið. Mér leið nú bara eins og ég væri í útlöndum í fríi. Hef bara sjaldan verslað svona rosalega. Ég er orðin svo svakalega fatalaus. Nenni ekki að vera í víðum joggingbuxum eða óléttufötum og svo passa ég ekki í öll gömlu fötin mín. Keypti mér 2 buxur, 1 stuttar buxur, 3 peysur, vesti, boli, sokkabuxur og svo splæsti ég í nýtt meik og maskara. Jii hvað það er gaman að versla :)
Þetta kostaði nú samt enga fúlgu. Held að ég þetta hafi verið um 15.000 ísl. en það er nú vel sloppið.
Seinni partinn í dag skruppum við svo niður í bæ hérna í Oisterwijk. Búðirnar hér eru allar opnar til kl átta eða níu á föstudagskvöldum og langaði mig svo að fá smá jólastemningu. Langaði að rölta um bæinn í svölu lofti og njóta jólaljósana en það var bara ekki alveg nógu kalt til þess að maður færi í svona jólastuð. Í fyrradag voru 17 gráður og í gær 18 en ég veit ekki hver hitinn var í dag en það var ekki alveg svo heitt. Við erum nú samt orðin svo miklar gungur. Okkur finnst bara alltaf hálf kalt. Okkur er samt farið að hlakka þvílíkt til að koma heim í snjó og kulda :)
Úfff hvað það verður gaman.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
laugardagur, nóvember 11, 2006
Annar í gallabuxum.
Ég er öll að koma til í skrokknum. Vei vei.
Get bara alveg staðið upprétt þó nokkuð lengi án þess að fá hrikalegan verk í bakið og mjaðmirnar. Ætla nú samt að hitta sjúkraþjálfarann í næstu viku og láta hana kíkja aðeins á mig. Þarf að láta hana tékka líka á vinstri hendi því hún er ekki alveg eins og hún á að vera. Læknirinn minn kíkti aðeins á hana í fyrradag þegar ég fór með stubbuna í skoðun og sagði að sennilega væru þetta klemdar taugar. Skemmtilegt.
En þar sem ég er orðin svona spræk í skrokknum að þá er ég ekki að nenna því að vera lengur bara í náttbuxum og ólettubuxum. Dreif mig því upp á loft í gær og náði mér í uppáhalds gallabuxurnar mínar og viti menn, ég kom þeim upp :)
Ég er nú samt ekkert rosa fín í þeim ennþá. Ég verð nú að viðurkenna það að þær eru ansi þröngar enda er ég rúmlega 5 kílóum þyngri núna heldur en ég var áður en ég varð ófrísk. En þau kíló verða nú ekki lengi að fara ef skottan mín verður áfram svona dugleg að súpa hjá mér :)
Annars er voða lítið títt hjá okkur. Það er varla að ég hafi farið út úr húsi alla vikuna. Malín var lasin um síðustu helgi og svo tók Stubbalína við og er hún búin að vera lasin síðan. Ekki alveg nógu gott ástand. Agalegt þegar þessi litlu grjón eru lasin. Maður getur svo lítið gert fyrir þau. Hún hefur sem betur fer verið hitalaus en er alltaf með rosa mikið kvef og svo hóstar hún ótrúlega mikið. Hún hefur líka verið að gubba nokkrum sinnum á dag og oftast þegar hún er nýbúin að drekka. Undanfarið hefur hún ekki verið að gubba mikilli mjólk heldur frekar miklu slími. Það virðist vera svo mikið kvef ofaní henni. Ég þorði nú ekki öðru en að fara með hana til læknis en hún sagði að það væri ekkert sem hægt væri að gera.
Það er alveg kominn tími á að þetta fari að lagast. Mig er farið að langa mikið til að fara í göngutúra með hana úti.
Það var voða gaman hjá okkur í gærkvöldi. Við buðum fólkinu sem á heima í hinum enda raðhússins í heimsókn til okkar. Þetta er fólk sem er aðeins eldra en við og eiga þau 3 stráka á aldrinum 2,5-6 ára held ég. Malín fannst ekki leiðinlegt að leika við strákana. Sýndi þeim allt smáfólkið sitt og kubbana.
Hjá okkur er orðið ansi kuldalegt. Hitinn ekki nema rétt um 10 gráður og þessar 10 gráður geta sko verið ansi mikið kaldar. Úffff.
Ég hljóp inn í 2 búðir niðri í bæ í gær seinnipartinn á meðan Ægir og stelpurnar biðu í bílnum og það var bara orðið ansi mikið jólalegt. O hvað þetta er skemmtilegur tími og mikið rosalega hlakka ég til að vera heima í desember :) jibbbí.
Það er búið að kveikja á hvítum jólaljósum í miðbæ um hérna, það var rökkvað úti og svo andaði maður að sér þvílíkt köldum vindi. Ekki margt sem toppar þetta :)
p.s
Ein vika í afmælið mitt :)
Er ekki einhver búinn að senda pakka? hmmmm?
Get bara alveg staðið upprétt þó nokkuð lengi án þess að fá hrikalegan verk í bakið og mjaðmirnar. Ætla nú samt að hitta sjúkraþjálfarann í næstu viku og láta hana kíkja aðeins á mig. Þarf að láta hana tékka líka á vinstri hendi því hún er ekki alveg eins og hún á að vera. Læknirinn minn kíkti aðeins á hana í fyrradag þegar ég fór með stubbuna í skoðun og sagði að sennilega væru þetta klemdar taugar. Skemmtilegt.
En þar sem ég er orðin svona spræk í skrokknum að þá er ég ekki að nenna því að vera lengur bara í náttbuxum og ólettubuxum. Dreif mig því upp á loft í gær og náði mér í uppáhalds gallabuxurnar mínar og viti menn, ég kom þeim upp :)
Ég er nú samt ekkert rosa fín í þeim ennþá. Ég verð nú að viðurkenna það að þær eru ansi þröngar enda er ég rúmlega 5 kílóum þyngri núna heldur en ég var áður en ég varð ófrísk. En þau kíló verða nú ekki lengi að fara ef skottan mín verður áfram svona dugleg að súpa hjá mér :)
Annars er voða lítið títt hjá okkur. Það er varla að ég hafi farið út úr húsi alla vikuna. Malín var lasin um síðustu helgi og svo tók Stubbalína við og er hún búin að vera lasin síðan. Ekki alveg nógu gott ástand. Agalegt þegar þessi litlu grjón eru lasin. Maður getur svo lítið gert fyrir þau. Hún hefur sem betur fer verið hitalaus en er alltaf með rosa mikið kvef og svo hóstar hún ótrúlega mikið. Hún hefur líka verið að gubba nokkrum sinnum á dag og oftast þegar hún er nýbúin að drekka. Undanfarið hefur hún ekki verið að gubba mikilli mjólk heldur frekar miklu slími. Það virðist vera svo mikið kvef ofaní henni. Ég þorði nú ekki öðru en að fara með hana til læknis en hún sagði að það væri ekkert sem hægt væri að gera.
Það er alveg kominn tími á að þetta fari að lagast. Mig er farið að langa mikið til að fara í göngutúra með hana úti.
Það var voða gaman hjá okkur í gærkvöldi. Við buðum fólkinu sem á heima í hinum enda raðhússins í heimsókn til okkar. Þetta er fólk sem er aðeins eldra en við og eiga þau 3 stráka á aldrinum 2,5-6 ára held ég. Malín fannst ekki leiðinlegt að leika við strákana. Sýndi þeim allt smáfólkið sitt og kubbana.
Hjá okkur er orðið ansi kuldalegt. Hitinn ekki nema rétt um 10 gráður og þessar 10 gráður geta sko verið ansi mikið kaldar. Úffff.
Ég hljóp inn í 2 búðir niðri í bæ í gær seinnipartinn á meðan Ægir og stelpurnar biðu í bílnum og það var bara orðið ansi mikið jólalegt. O hvað þetta er skemmtilegur tími og mikið rosalega hlakka ég til að vera heima í desember :) jibbbí.
Það er búið að kveikja á hvítum jólaljósum í miðbæ um hérna, það var rökkvað úti og svo andaði maður að sér þvílíkt köldum vindi. Ekki margt sem toppar þetta :)
p.s
Ein vika í afmælið mitt :)
Er ekki einhver búinn að senda pakka? hmmmm?
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
sunnudagur, nóvember 05, 2006
4 í kotinu.
Ægir er núna á skutla tengdó út á flugvöll.
Guðrún er búin að vera hérna hjá okkur í 4 vikur og Leifur í rétt rúma viku. Ótrúlegt hversu tíminn er fljótur að líða. Mér finnst þessi mánuður hafa liðið ótrúlega hratt.
Það var alveg hreint frábært að hafa hana Guðrúnu hérna hjá okkur. Ég veit ekki hvar ég væri bara ef við hefðum ekki haft svona mikla aðstoð. Það munar svo ótrúlega miklu að þurfa ekki að hugsa um öll daglegu húsverkin, þvottinn og allt hitt þegar maður er að jafna sig. Svo hefur hún hugsað svo rosalega vel um Malín. Það verður örugglega skrítið fyrir Malín að hafa ekki ömmu sína hjá sér lengur þar sem hún gat leikið við hana allan daginn non stop :)
Það var sko bara dagskrá fyrir mína allan daginn alla daga :)
Það verður skrítið að fara aftur í húsmæðragírinn. Ég veit ekki hvort ég kunni nokkuð lengur á þvottavélina okkar..hmmm.
Malín er búin að ná sér í flensu :(
búin að vera lasin í eina 3 daga en það gerist sko ekki oft. Hún fær stundum einhvern flensuskít, fær þá háan hita en svo er það yfirleitt búið á sólarhring. Hún er samt öll að hressast í dag sem betur fer. Er hitalaus eins og er.
Hún er ekki beint hrifin af því að fá stíl í rassinn en lætur sig samt hafa það greyjið. Ægir fór svo í búð í gær og keypti einhverjar tuggutöflur sem eru verkja og hitastillandi. Okkur fannst þetta þvílíkt sniðugt en ég veit ekki hvort þetta sé neitt skárra. Henni finnst þetta nefnilega svo hrikalega vont. Kúgaðist eiginlega bara af þeim.
En það er gott að þetta sé að verða búið.
Þrátt fyrir veikindin að þá skelltum við okkur í smá bíltúr í gær. Vorum nefnilega búin að skipta um bíl við Gauta og Annemieke (þau eiga 7 manna bíl)
Keyrðum um sveitirnar hér í kring í æðislega fallegu veðri og á meðan sváfu þær systur.
Þetta var í fyrsta sinn sem Stubbalína fór út eftir að við komum heim.
Ég held að fólkið hér í kring sé ansi hissa á okkur. Fólk hér er nefnilega ekkert að hafa börnin sín mikið inni svona fyrstu dagana. Ég hitti einmitt hana Ástu nágranakonu mína í kjörbúð niðri í bæ á föstudaginn og hún skildi nú bara ekkert í því af hverju ég væri ekki með barnið með mér.
Nóg í bili. Það er best að reyna að sinna þeirri eldir aðeins á meðan sú yngri sefur :)
dúdú
Guðrún er búin að vera hérna hjá okkur í 4 vikur og Leifur í rétt rúma viku. Ótrúlegt hversu tíminn er fljótur að líða. Mér finnst þessi mánuður hafa liðið ótrúlega hratt.
Það var alveg hreint frábært að hafa hana Guðrúnu hérna hjá okkur. Ég veit ekki hvar ég væri bara ef við hefðum ekki haft svona mikla aðstoð. Það munar svo ótrúlega miklu að þurfa ekki að hugsa um öll daglegu húsverkin, þvottinn og allt hitt þegar maður er að jafna sig. Svo hefur hún hugsað svo rosalega vel um Malín. Það verður örugglega skrítið fyrir Malín að hafa ekki ömmu sína hjá sér lengur þar sem hún gat leikið við hana allan daginn non stop :)
Það var sko bara dagskrá fyrir mína allan daginn alla daga :)
Það verður skrítið að fara aftur í húsmæðragírinn. Ég veit ekki hvort ég kunni nokkuð lengur á þvottavélina okkar..hmmm.
Malín er búin að ná sér í flensu :(
búin að vera lasin í eina 3 daga en það gerist sko ekki oft. Hún fær stundum einhvern flensuskít, fær þá háan hita en svo er það yfirleitt búið á sólarhring. Hún er samt öll að hressast í dag sem betur fer. Er hitalaus eins og er.
Hún er ekki beint hrifin af því að fá stíl í rassinn en lætur sig samt hafa það greyjið. Ægir fór svo í búð í gær og keypti einhverjar tuggutöflur sem eru verkja og hitastillandi. Okkur fannst þetta þvílíkt sniðugt en ég veit ekki hvort þetta sé neitt skárra. Henni finnst þetta nefnilega svo hrikalega vont. Kúgaðist eiginlega bara af þeim.
En það er gott að þetta sé að verða búið.
Þrátt fyrir veikindin að þá skelltum við okkur í smá bíltúr í gær. Vorum nefnilega búin að skipta um bíl við Gauta og Annemieke (þau eiga 7 manna bíl)
Keyrðum um sveitirnar hér í kring í æðislega fallegu veðri og á meðan sváfu þær systur.
Þetta var í fyrsta sinn sem Stubbalína fór út eftir að við komum heim.
Ég held að fólkið hér í kring sé ansi hissa á okkur. Fólk hér er nefnilega ekkert að hafa börnin sín mikið inni svona fyrstu dagana. Ég hitti einmitt hana Ástu nágranakonu mína í kjörbúð niðri í bæ á föstudaginn og hún skildi nú bara ekkert í því af hverju ég væri ekki með barnið með mér.
Nóg í bili. Það er best að reyna að sinna þeirri eldir aðeins á meðan sú yngri sefur :)
dúdú
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Nú er sko komið haust og kannski rúmlega það.
Hæbb.
Allt gott að frétta af okkur Hollendingum. Dálítil þreyta í liðinu en það er nú bara eðlilegt held ég. Stubbalína var ekki á þeim buxunum að sofa mikið í nótt. Vildi bara drekka stanslaust og láta brasa með sig þess á milli. Við sofnuðum þess vegna ekki fyrr en um eða upp úr fimm :( Vona að þetta sé ekki komið til þess að vera. Hún er nú búin að vera svo þæg og góð allan sólarhringinn. Ekki beint hægt að kvarta yfir henni.
Ég fór út í fyrsta sinn í dag síðan ég kom heim eða svona næstum því. Skrapp nú reyndar með Ægi í bakarí í fyrradag. Heilsan hefur bara ekki verið að bjóða upp á það fyrr. Er loksins orðin aðeins skárri í skrokknum og svo finn ég ekki eins hrikalega mikið til í saumunum eins og ég gerði. Hún mútta mín bjargaði mér sko alveg. Sendi mér þennan líka fína mikka og mínu mús sundhring sem ég hef ekki skilið við mig. Það er fyrsti dagurinn í dag sem ég get án hans verið. Loksins loksins hugsar greyjið Malín. Henni hefur fundist ég vera ansi mikið eigingjörn á hann en nú getur hún sem sagt leikið sér með hann :)
Það byrjaði jólamarkaður hérna hjá okkur 21 oktober en þetta er árlegur viðburður hér. Ég var búin að ætla mér að fara með tengdamömmu þangað fyrsta daginn sem hann opnaði en það varð auðvitað ekkert úr því þar sem ég fór upp á spítala og átti stubbalínu mína.
Við skruppum því í dag þar sem ég er loksins orðin sprækari. Það var alveg meiri háttar gott að komast aðeins út. Ég var bara ekkert svo mikið Ozzy-leg. Held ég hafi bara labbað nokkuð eðlilega. Varð samt ansi þreytt eftir labbið og fékk mér góða kríu þegar heim var komið.
Það er pínu fyndið hvað veðrið virðist breytast hratt hérna hjá okkur um mánaðarmót okt-nóv. Það var búið að vera gott veður hérna hjá okkur mest allan oktober og hitinn fór oft upp fyrir 20 gráðurnar. Svo núna síðustu vikuna í oktober að þá hefur bara verið hrikalegur kuldi og bara vetrarlegt um að litast. Ægir og Leifur lentu nú meira að segja í haglél í gær á leiðinni frá Amsterdam en þeir skruppu þangað til að redda vegabréfi fyrir stubbinn.
Ég man að þetta var nákvæmlega eins í fyrra. Það var æðislegt veður allan oktober en svo brast bara á með vetri í nóvember.
Annars finnst mér bara skrítið að það sé kominn nóvember. Nú styttist nú aldeilis í að mín eigi afmæli :) og eftir það styttist all hratt í að við komum heim til Íslands gaman gaman.
Reikna með því að við komum bara snemma í desember þannig að þið þarna heima skulið vera snör í snúningum með að bóka okkur (helst í mat eða annað gúmmilaði hi hi) ef þið viljið hitting.
Segi þetta nóg í bili.
Mér heyrist að Stubban mín sé að vakna og þáð þýðir bara eitt. MATARTÍMI TAKK FYRIR.
Setti nokkrar myndir inn á barnalandið í gær.
Allt gott að frétta af okkur Hollendingum. Dálítil þreyta í liðinu en það er nú bara eðlilegt held ég. Stubbalína var ekki á þeim buxunum að sofa mikið í nótt. Vildi bara drekka stanslaust og láta brasa með sig þess á milli. Við sofnuðum þess vegna ekki fyrr en um eða upp úr fimm :( Vona að þetta sé ekki komið til þess að vera. Hún er nú búin að vera svo þæg og góð allan sólarhringinn. Ekki beint hægt að kvarta yfir henni.
Ég fór út í fyrsta sinn í dag síðan ég kom heim eða svona næstum því. Skrapp nú reyndar með Ægi í bakarí í fyrradag. Heilsan hefur bara ekki verið að bjóða upp á það fyrr. Er loksins orðin aðeins skárri í skrokknum og svo finn ég ekki eins hrikalega mikið til í saumunum eins og ég gerði. Hún mútta mín bjargaði mér sko alveg. Sendi mér þennan líka fína mikka og mínu mús sundhring sem ég hef ekki skilið við mig. Það er fyrsti dagurinn í dag sem ég get án hans verið. Loksins loksins hugsar greyjið Malín. Henni hefur fundist ég vera ansi mikið eigingjörn á hann en nú getur hún sem sagt leikið sér með hann :)
Það byrjaði jólamarkaður hérna hjá okkur 21 oktober en þetta er árlegur viðburður hér. Ég var búin að ætla mér að fara með tengdamömmu þangað fyrsta daginn sem hann opnaði en það varð auðvitað ekkert úr því þar sem ég fór upp á spítala og átti stubbalínu mína.
Við skruppum því í dag þar sem ég er loksins orðin sprækari. Það var alveg meiri háttar gott að komast aðeins út. Ég var bara ekkert svo mikið Ozzy-leg. Held ég hafi bara labbað nokkuð eðlilega. Varð samt ansi þreytt eftir labbið og fékk mér góða kríu þegar heim var komið.
Það er pínu fyndið hvað veðrið virðist breytast hratt hérna hjá okkur um mánaðarmót okt-nóv. Það var búið að vera gott veður hérna hjá okkur mest allan oktober og hitinn fór oft upp fyrir 20 gráðurnar. Svo núna síðustu vikuna í oktober að þá hefur bara verið hrikalegur kuldi og bara vetrarlegt um að litast. Ægir og Leifur lentu nú meira að segja í haglél í gær á leiðinni frá Amsterdam en þeir skruppu þangað til að redda vegabréfi fyrir stubbinn.
Ég man að þetta var nákvæmlega eins í fyrra. Það var æðislegt veður allan oktober en svo brast bara á með vetri í nóvember.
Annars finnst mér bara skrítið að það sé kominn nóvember. Nú styttist nú aldeilis í að mín eigi afmæli :) og eftir það styttist all hratt í að við komum heim til Íslands gaman gaman.
Reikna með því að við komum bara snemma í desember þannig að þið þarna heima skulið vera snör í snúningum með að bóka okkur (helst í mat eða annað gúmmilaði hi hi) ef þið viljið hitting.
Segi þetta nóg í bili.
Mér heyrist að Stubban mín sé að vakna og þáð þýðir bara eitt. MATARTÍMI TAKK FYRIR.
Setti nokkrar myndir inn á barnalandið í gær.