MATARGATIÐ

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Ótrúlega kósí veður núna, bleik-appelsínugulur himinn, þrumur, eldingar og haglél. :)





Já veðrið hér breytist mun meira en á Íslandinu finnst mér.
Finnst voðalega notalegt að horfa og fylgjast með veðrinu. (á meðan ég er inni) :).
Himininn er ótrúlega fallega bleik/orange en samt me miklum dökkum skýjum. Á meðan ég labbaði út með ruslið að þá byrjuðu þrumur og eldingar og haglélin mætti á svæðið stuttu síðar.

Ægir búinn að vera í fríi þessa viku. Veðrið hefði mátt vera betra, eða kannski hefði mátt sleppa rigningunni :).
Sagði einmitt við tengamömmu fyrr í dag að ég ætti kannski ekki að kvarta undan 15-17 gráðum þegar þið heima hefðuð kannski bara 1 eða 2 :).
Mig er bara farið að þyrsta í sól og hita.
Þegar maður kemst á bragðið að þá vill maður að sjálfsögðu bara meira og meira.

Ég er búin að vera mjög dugleg í ræktinni.. :) gaman að því.
Hitti einkaþjálfara á mánudaginn. Við gerðum prógram saman sem ég ætla að fara eftir þá daga sem ég er ekki í body pump já eða skvassi.
Var sem sé í æfingum með honum á mánudaginn. Fór í Skvass með Ægi á þriðjudaginn og í dag fórum við aftur í skvass, á bretti og í tæki :).
Þjálfaranum fannst ég nú ansi sterk þó ég segi nú sjálf frá hihi... miðað við að hafa varla snert lóð síðan áður en ég varð bomm hérna um árið.
En ég held að það sé nú bara þannig að þó maður taki sér pásu í styttri eða lengri tíma að þá á maður þetta gamla alltaf pínu inni hjá sér :).
Ég hef samt pínu áhyggjur af blóðþrystingnum mínum. Finnst hann ekki alveg stemma við það sem ég er vön. Ég er vön því að vera með svo ótrúlega láan þrýsting. Á unglinsárunum og fram til þrítugs var ég oftast svona 70/35 (sem er auðvitað ekki NORMAL) en í bæði skiptin sem ég var ólétt að þá var ég svona 100/70 sem þótti frekar lítið. Ég er því alveg steinhissa á að sjá tölur á börð við 135/100 og í seinna skiptið 130/100. Sagði þjálfaranum (honum Dave) að mér finndist þetta bara alls ekki passa.
En kannski maður sé bara við það að fá hjartaáfall eða fara yfir um á stressi, hver veit.

Það gengur svona lala með Emmu í pössuninni í sportinu. Gengur best þegar við mætum strax klukkan níu. Ástæðan er sú að ef við komum seinna að þá hittir hún svo margar mömmur sem eru að koma til að sækja börnin sín og fer hún þá alltaf að skæla í hvert skiptið og kallar bara mamma mamma.

Við fórum með Malín í 3 árs og níu mánaða skoðun á mánudaginn. Hún fór í smá tékk, sjónpróf og fékk eina sprautu.
Sjónprófið kom ekki alveg nógu vel út, eða hún virtist ekki sjá alveg jafn vel og fyrir ári síðan þannig að við þurfum að fara til heimilislæknis sem vísar okkur svo kannski á augnlækni með hana. Vona bara að það verði ekki. Vona að hún hafi bara ekki alveg vitað hvað var verið að spurja um :) bjartsýn ég.
Þetta voru nefnilega ýmsar myndir sem hún þurfti að segja frá.
Annað test sem hún þurfti að leysa var þannig að hún átti skoða hringi (langt í burtu) og segja hvar hann væri opinn (hvar músin kæmist inn).
Lækninrinn var alveg ótrúlega stloltur af henni og sagði hún væri ótrúlga dugleg stelpa þar sem hún sagði alltaf Rechts,links,beneden og boven þegar við átti sem þýðir hægri, vinstri, uppi eða niðri. Læknirinn sagði að krakkar væru yfirleitt ekki byrjaðir að læra þetta fyrr en þeir væru 7 ára. Krakkarnir notuðu því alltaf hendurnar til að sýna hvar opið væri. Á nú erfitt með að skilja það að krakkar yngri en 7 ára viti ekki hvað er hægri og vinstri en ok, kannski krakkar hér séu eitthvað á eftir. Veit ekki :)
En annars er Malín svoddan undrabarn..veit veit :)
Emma er líka frábær bara svona svo þið vitið það.
Algjör brandarakarl.

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Notalegur dagur.

Við Malín fórum i bæinn tvær einar í dag. Ekkert smá gaman að vera bara með henni einni í smá stund. Hún situr svo oft á hakanum greyið.  Litla frekjubuddan á heimilinu fær oftast sínu fram og Malín er mjög gjörn á að lúffa fyrir henni til að halda friðinn.

Hjóluðum i bongoblíðu (21 gráðu og sól) niður í bæ. Kíktum í búðir, versluðum smá límmiða og liti handa þeim systrum og pínu sumardress á góðu verði.  Keyptum líka sætan kjól og litla samfellu á litla frænku okkar sem var að fæðast fyrir nokkrum dögum :).
Fórum svo á kaffihús og nutum þess að vera í rólegheitum. Malín naut þess í botn að súpa hvern sopa af kakóinu sínu sem var með mjög miklum þeyttum rjóma.  Jommí.
Röltum svo aðeins meira um og hjóluðum svo heim.  Vorum svo út í garði fram á kvöld enda veðrið æði.

Þær systur voru í sundfötum að busla og leika sér.  Ekki leiðinlegt.

Ægir greyið ferlega lasinn. Missti af öllu skemmtilegu í dag, nema fótboltaleik..hihi.

IMG_1858

aðeins verið að reyna að brosa of mikið.

IMG_1860

hjálpast að við að setja vatn í "baðið"

IMG_1862

pínu meira vatn

IMG_1865

brasað

IMG_1869

Malín alsæl með nýja bollasettið sitt

IMG_1871

Dýrið á fullu að lita í blíðunni

IMG_1872

Frábærir litir. Hægt að stimpla með þeim.

föstudagur, apríl 25, 2008

Ansans ofnæmið er að drepa mig þessa dagana.

IMG_0535

Tíminn núna hérna úti er svo frábær.  Sumarið komið og gróðurinn allur orðinn svo fallegur, frekar hlýtt alla daga og sól só sól og sandalar.
En þetta er ekki bara eintóm gleði. Ofnæmið mitt skemmtilega er aldeilis byrjað að gera vart við sig (gróður ofnæmið)  Síðustu 2 vikur hef ég tekið ofnæmistöflu, nefsprey og notað augndropa ótt og títt en þrátt fyrir það er ég agaleg.   Ég álpaðist til að taka aðeins til í garðinum mínum 2 daga í röð í þessari viku og það endaði þannig að ég var komin upp í rúm klukkan níu bæði kvöldin þar sem ég var hætt að sjá.  Augun verða svo þrútin og bólgin, mig klæjar svo hrikalega, ég táast og hnerra út í eitt.  Virkilega skemmtilegt eða þannig.

Ofnæmislæknirinn minn hringdi í mig í gær til að fá fréttir af mér. Hún vill að ég prófi nýjar töflur sem eiga að vera öflugri. Þær hafa aðalega eina aukaverkun og það eru draumar, eða að mann dreymi meira. Ég fór nú bara að flissa þar sem mig dreymir svo svakalega mikið og oftar en ekki frekar mikið furðulega drauma. Ég man líka oftast hvað mig dreymir og oft þegar ég vakna á nóttunni að þá get ég haldið áfram að dreyma um það sama ef draumurinn var skemmtilegur.  Ekki öll vitleysan eins.  En það verður gaman að prófa þessar nýju pillur. Vonandi að þær virki bara.

Það næsta er að fá mér tíma hjá næringarsérfræðingi.  Ofn-læknirinn skilur held ég ekkert í mér að vera ekki búin að því. Ég er nefnilega alltaf að fá leiðindar ofnæmis einkenni.  Ekki bara við því sem ég er með ofnæmi fyrir eins og eplum, kíví, hnetum og möndlum heldur bara flest öllum ávöxtum.  Ég held ég verði bara að hætta alveg að prófa mig áfram í þeim. Finnst ég alltaf verða skrítin um leið og ávöxtur kemur nálægt mínum vörum.
Smakkaði hálft jarðaber um daginn og fékk þvílíku útbrotin, hálsinn þrengdist og mig klæjaði út um allt.  Rétt smakkaði grape safa og leið mjög illa á eftir.  Fékk blóðbragð í hálsinn og öndunin varð grófari. 
Ég fór nú að spugulera í því um daginn hvort þetta væri ekki bara orðið sálrænt með mig.  Er maður ekki bara endanlega gengin af göflunum? 

Ein gleði frétt í lokin.
Miðarnir á Duran Duran tónleikana komu í hús í dag :)

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Harkan sex og ekkert múður

Loksins.
Kerlingin komin á fullt aftur í ræktina. Mikið rosalega er það gaman. Fyndið að hitta alltaf sama fólkið þarna sem heilsar manni alltaf og spjallar eins og maður hafi aldrei tekið sér pásu.
Nú er ég búin að fara alla morgna í þessari viku og á fimmtudaginn og föstudaginn í síðustu viku fór ég líka. Síðan ætla ég í fyrramálið og á sunnudaginn. Pása á laugardögum :).
í gær fór ég í minn fyrsta body pump tíma í laaangan tíma. Meira en 2 ár síðan síðast en ég hef sem betur fer engu gleymt. Kunni allar æfingarnar og var alls ekki lélegust :)
Það eru 2 gamlir töffarar þarna sem eru alveg kostulegir. Þeir minna báðir á Svein í Kálfskinni í útliti. Eru líka sennilega á svipuðum aldrei en báðir alveg ofur brúnir eftir margra klukkutíma ljósabekkjanotkun. En þeir taka svona líka rosalega á því og eru með ótrúlega mikla þyngd á stönginni hjá sér. Stundum liggur við að þeir ætli ekki að hafa sig í gegnum sumar æfingarnar en jú jú þetta reddast hjá þeim. Eftir body pump tímann í gær fóru þeir svo báðir í spinning tíma. Ótrúlegt lið.

Ég fór að spá í það í gær á meðan ég beið eftir að tíminn byrjaði hversu lítið er af feitu fólki hérna. Við vorum um 40 í tímanum í gær og ég held að ég hafi verið einna minnst í formi. Það er líka bara mjög sjaldgæft að rekast á mjög feitt fólk hérna. Ég reyndar skil ekkert í því þar sem hér borða menn frekar óhollan mat. Franskar og majones er efst á lista yfir uppáhalds mat hjá mjög mörgum. Og allt djúpsteikt fellur vel í kramið. Ég held reyndar að ég viti alveg ástæðuna. Hér snattast menn ekki á bílum heldur notast við 2 jafnfljóta eða hjól. Það er mjög fátítt að fólk fari út í búð á bíl. Nema það sé að gera einhver mega innkaup eins og t.d þegar auglýst er nokkra krónu afsláttur af gosi eða bjór eða öðru slíku. Taktu 10 kippur af kók og borgaðu fyrir 9 eða eitthvað álíka bjánalegt.

Aftur yfir í sportið.
Nú á sem sé að taka á því og komast í skárra form. Það er svo miklu skemmtilegra, sérstaklega þegar þessi bikiní og stuttbuxna tími er genginn í garð.
Fer og hitti einkaþjálfara á þrijudaginn. Spennandi.
Hef ekki borðað neitt jukk alla vikuna. Ekki snert kökur, kex, nammi eða drukkið kók og svo hef ég borðað frekar mikið holt.
Það verður gaman að sjá fituprósentuna fara niður á við :)

Sætar snúllur

IMG_1845

Orðin 18 mánaða. Orðin algjör "stóru" krakki :)

IMG_1850_edited-1

í svaka miklu dans stuði með stóru systur

IMG_1840

Malín er í því að stilla sér upp.

IMG_1841

IMG_1843

Þessi mynd var alveg spes tekin fyrir Ömmu Guðrúnu :) Vona svo að þessi fallegu bleiku blóm út um allt verði ennþá þegar þið komið.

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Rjómablíða þessa dagana. :)

 

Nú er sumarið sko komið. Alveg hörð á því.  En sumrinu fylgir ekki bara gleði heldur óþolandi ofnæmisvesen.  Ég er búin að vera agaleg undanfarna daga.  Byrja daginn á að fá mér ofnmæmislnöflu, nefsprey og augndropa.  Er svo í því að setja meiri og meiri dropa í augun og er svona la la framan af en seinniparturinn og kvöldin eru verst.  Ég var mikið úti í gær, tók eitt beðið mitt í gegn út í garði og það var ekki að virka mjög vel á mig.  Ég var svo frá í gærkvöldi þannig að ég gat ekki haft augun opin.  Mig langaði mest til að klóra þau úr mér á tímabili.  Mikið sem þetta er ógeðslega sárt og böggandi.  Ég var komin upp í ból átta mín. yfir níu en gat með engu móti sofna fyrr en seint og síðar meir.  Skemmtilegt eða þannig.


Fyrir utan þetta höfum við það ljómandi. 
Fórum í dýragarðinn á föstudaginn eftir vinnu hja Ægi, fórum í hjóltúra og hjóluðum m.a á skemmtilega trampólínstaðinn okkar á sunnudaginn.  Við erum svona 25-35 mínútur að hjóla þangað. Fer eftir því hvað maður gefur mikið í :).
Þar var allt troðfullt af fólki. Allir að njóta veðursins.  Við máttum því bíða eftir borði í hálftíma eða svo.

IMG_1796 (Medium)

Fullt af skemmtilegum þrautum í dýragarðinum

IMG_1798 (Medium)

Frekar flottir kisar.  Þeir komu alveg upp að okkur :)

IMG_1800 (Medium)

Ég var nú pínu smeyk yfir því að þeir gætu stokkið yfir girðinguna...:)

IMG_1807 (Medium)

Malín á fullu á trampólíninu

IMG_1808 (Medium)

Dýrið að dunda sér í sandinum

 IMG_1809 (Medium)

Músin búin að fá "pabbabollur"

IMG_1814 (Medium) 

bóndakonan ekki í vandræðum með að gefa kiðlingunum

IMG_1820 (Medium)

Snuddubína

IMG_1825 (Medium)

verið að græja smá sund í hitanum.

IMG_1827 (Medium)

pínu þröngt en bara ljómandi samt.

IMG_1830 (Medium)

notalegt að kúra smá í mömmu og pabba holu eftir busl.

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Eurobandið

Kerlingin á 2 ára brúðkaupsafmæli í dag. Gaman að því :)

IMG_1790 (Small)

Skellti mér í kjólinn í gær og jú jú hann passar þrátt fyrir aukið hliðarspik :).  Stefnan er að gera eins og Alma vinkona, fara í brúðarkjólinn á hverju brúðkaups afmæli og passa í hann.  Þetta er nú reyndar agalega dollaleg mynd af mér en það verður gaman að eiga þetta eftir 20 ár :)

 

duranduran1

Bóndinn gladdi kerlinguna ansi mikið í tilefni dagsins og verslaði 2 miða á Duran Duran.  Þeir verða með tónleika í Brussel 18 juní.  Gaman gaman ég get ekki beðið.  Nú vantar okkur bara pössun. Einhver einhver?  :)

Annars er ég grasekkja á þessum fallega degi.  Ægir fór til Noregs fyrir allar aldir en kemur sem betur fer heim aftur í nótt.  Strembinn dagur hjá honum.

 

Það er ansi margt skemmtilegt á dagskránni hjá okkur á næstunni og í sumar.

Tengdó ætla að koma til okkar 2 júní.  Malín veit ekkert af því ennþá, hún verður ekkert smá glöð að sjá þau.  Talar stanslaust um hversu mikið hún sakni þeirra og ömmu Lillu.
Við fjölskyldan erum svo búin að bóka okkur til Spánar í 2 vikur þann 19 júní.  Ætlum að vera á sama hóteli og stór hluti fjölskyldu Ægis verður á.  Frænka hans hún Berglind ætlar að giftast honum Marío sínum og að við ætlum að mæta.  Verðum á costa del sol mest megnis en skreppum til Madrídar og í bæ þar rétt hjá og gistum í 2 nætur á meðan brúðkaupið er. 

Nokkrum dögum eftir að við komum frá Spáni kemur mamma til okkar :).  Hún ætlar að stoppa í 2 vikur og spóka sig um með okkur. 
Við Ægir erum búin að bóka hótel í 2 nætur í Amsterdam og ætlum að skilja grísina eftir hja mömmu.  Það verður bara gaman.  Jii hvað ég hlakka til að fá að sofa heila nótt og kúra til svona tíu :).

Við ætlum svo að vera dugleg við að ferðast hér í kring og skoða Holland áður en við flytjum til Íslands í september. 

Annars er ég með 2 góðar fréttir :).
Malín er komin með inngöngu á leikskóla í Hafnarfirði sem heitir Kató.  Æðislegt alveg þar sem við settum þann leikskóla í fyrsta sæti.  Þetta er lítill skóli sem ég held að henti Malín mjög vel.
Fékk svo að vita það í dag að Emma kæmist inn á leikskóla sem heitir Hvammur.  H'un komst sem sé ekki inn á Kató. :(
Fékk svo bréf frá leikskólafulltrúanum í Hafnarfirði um það hvort ég vildi kannski frekar flytja Malín yfir á Hvamm til að þær væru í sama leikskóla. 
Nú er ég alveg í vandræðum.  Tími ekki að sleppa Kató en samt er það kannski vesen að vera með þær í 2 skólum.  Ég get  sótt um flutning fyrir Emmu þannig að hún kemst kannski inn á Kató  á næsta ári. Linda systir ætlar að skoða þetta fyrir mig í dag.

Nú er bara að finna íbúð.  úff.

 

Njótið dagsins. Það ætla ég að gera.
Sól sól skín á mig.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Emman mín




Fór með Emmu í eins og hálfs ár skoðun áðan. Þetta var nú dálítið öðru vísi en ég er vön. Við vorum 5 mömmur og einn pabbi þarna með börn á sama aldri ásamt hjúkrunarfræðingi og nema. Við sátum svo í einn og hálfan tíma við hringborð og spjölluðum saman um börnin okkar og bárum saman bækur okkar. Þetta var nú bara mjög skemmtilegt og fróðlegt. Emma var svo mæld og viktuð í restina og kom það bara vel út :). Daman búin að þyngjast um 1,3 kíló á 2 mánuðum. Hún fékk síðan 2 sprautur í sitthvora hendina og var ekki par hrifin. Var þó fljót að jafna sig.

Við Ægir erum hætt við að senda hana í nefkirlta aðgerðina á mánudaginn kemur. Erum alveg sammála um að það sé algjör vitleysa. Óþarfi að senda barnið í aðgerð sem er kannski ekki nausynleg. Það er þá alltaf hægt að fara með hana ef hún fer að verða mikið lasin aftur. Háls nef og eyrnalæknirinn var líka bara alls ekki viss um að kirltarnir væru ástæðan og svo er hún bara búin að vera svo hress og spræk. Konan í ungbarnaeftirlitinu var alveg sammála okkur.

föstudagur, apríl 11, 2008

Góð byrun á góðum degi :)

Við mæðgur drifum okkur út í blíðuna eftir morgunmatinn.  Emma var í kerru og Malín á hjólinu sínu.  Höfðum með okkur fullt af skóflum, fötum og öðru skemmtilegu.  Stoppuðum á leikvelli þar sem við lékum okkur í klukkutíma eða svo. Veðrið er alveg dásamlegt í dag. Alveg kyrrt, sól og frekar hlýtt eða um 12 stig.  Fengum okkur svo hressingu úti í garðinum okkar þegar við komum heim.   Settum ískalt vatn í könnu, skárum niður sítrónu og appelsínusneiðar og bættum útí rifnu engiferi.  Algjört jommí :)
Vonandi verður veðrið áfram flott í dag því við stefnum á hjóltúr seinnipartinn.  Hitinn á að fara upp i ein 16 stig. við . Gaman að því.

IMG_1706

Malín flink með myndavélina :)

IMG_1702

Stubban aðeins of lítil ennþá.

IMG_1704

Músin búin að baka þessa fínu afmælistertu.

IMG_1712

smá útilega í gangi.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Nýjar myndir á Barnalandi. (í 3 albúmum)

IMG_1595

Furðulegt veður.

nl-actual

Hér er löngu komið vor. Við sleppum samt ekki alltaf við næturfrostið. Í gær var bílinn okkar þakinn ís. Gróðurinn ekki alveg sáttur við þetta eins og ég tók eftir í gær.  Í einum garði hér rétt hjá er þvílíkt fallegur hvítur rósarunni sem var allur útblómstraður.  Því miður voru allar rósir dottnar af honum og blöðin orðin brún. Agalega sorglegt.  Ég er að vonast til að þetta fari nú allt að koma hjá okkur.  Í dag er glimmrandi fínt veður, sól og einar 12 gráður.  Vona að hitinn fari alveg upp í 17 gráður um helgina . Það væri nú ekki slæmt.  :)

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Nokkrar myndir fyrir óþolinmóða barnalands aðdáendur :)

IMG_1478_edited-1

Jommí ís.

IMG_1482

algjört krútt í allt of stórum skóm

IMG_1515

JESS. Á ég þetta :)

IMG_1521 

Nývaknaðar á páskadag

IMG_1486_edited-1

Grísirnir hennar ömmu Lillu

 IMG_1523

Svaka fínar allar 3

IMG_1528 

Duglegi hjálparkokkurinn minn.

IMG_1565_edited-1

Ein bumbumynd af Annemieke handa þér Alma mín :)
Teddi, Erna, Ég, Gauti og Annemieke (sem á að eiga í lok apríl)í brúðkaupsveislu.

Emma krútta

 

IMG_1182_edited-1 IMG_1452_edited-1

 

Fyrri myndin tekin þegar Emma varð15 mánaða og sú seinni 16 mánaða.  Ekki lítið hvað sumir hafa braggast á einum mánuði :).  Búin að bæa helling á bumbuna sína.

Læknastúss dagar.

Endalausar læknaferðir hjá okkur þessa dagana. Samt allir hressir. Emma er bara loksins að fá almennilega skoðun. Ekki bara svona tékk hjá heimilislækninum enn og aftur. Hún fór í bæði þvag og blóðprufu um daginn. Fór svo aftur í þvagprufu fyrir nokkrum dögum þar sem hin prufan var eitthvað skrítin. Höfum ekki fengið út úr henni ennþá þannig að sennilega er allt í lagi með það.
Í dag hittum við svo háls nef og eyrnalækni sem vill ólmur fá að rífa úr henni nefkirtlana og verður það gert eftir 2 vikur. Grenj... Ji hvað ég er farin að kvíða fyrir því strax. Get ekki hugsað mér að láta svæfa þetta litla grjón.
Hann telur að það sé þessum nefkirtlum að kenna hvað hún sé búin að vera mikið lasin og því sé best að losna við þá. Hann sagði líka að þetta gæti verið ástæðan fyrir því hversu lítið hún er búin að stækka.
Í næstu viku fer hún svo í eins og hálfsárs skoðun sem tekur heila 2 tíma.
13 mai förum við svo aftur með hana til barnalæknis og þá held ég að þetta sé nú bara orðið gott í bili.

mánudagur, apríl 07, 2008

Wii helgin mikla og brúðkaup.

Helgin fín að vanda.
Það fóru ekki ófáir klukkutímarnir í að spila Wii. Við hjónin spiluðum til klukkan tvö á föstudagsnóttina (roðn).  Ji hvað þetta er ótrúlega skemmtilegt. Og mikið rosalega er hann Ægiri minn heppinn að eiga mig fyrir konu hihi. Ekki kannski margar sem myndu nenna að hanga í tölvuleik í 4 tíma.  Það er svo sum margt sem er hægt að gera við þennan tíma sem við eyðum í þetta en...
Ég er samt alveg viss um að ef við værum ekki að leika okkur í Wii að þá værum við bara að glápa á bíómynd.
Fórum í brúðkaup til Guðmundar sem var að vinna með Ægi og Adriana sem er frá Brasilíu. Það var ekkert smá flott að sjá litla dýrið dansa innan um brasilísku pæjurnar sem kunnu þvílíkt að dilla mjöðmunum. :)

 

IMG_1548Brúðhjónin á leið í athöfnina.

IMG_1575 Emma búin að læra nýja danstakta.

IMG_1568_edited-1 Henni leist svona líka rosalega vel á mág Guðmundar. Dobblaði hann í lestur og hvaðeina.

IMG_1580 Það var ekki mjög leiðinlegt að hafa þennan hund í veislunni.  Hann var knúsaður alveg í spað.

 

Eftir veislu var svo tekið smá í Wii, en ekki svo lengi. Bara svona 2 tíma eða svo.

Við fórum svo líka aðeins í Wii á meðan Emma svaf í gær :) en svo náðum við í Malín til Annemieke.  Brunuðum svo á trampólínstaðinn okkar og þar fékk ég mér uppáhalds súpuna mína eina ferðina enn.  Hún klikkar ekki frekar en fyrri daginn.  Sátum þar úti og stelpurnar léku sér í sandinum og á trampólíni.  Fyndið að sjá litla dýrið skoppa þarna um.  Frekar mikill brandari.

IMG_1590 Nýfæddir kiðlingar

IMG_1592 Músí mús

IMG_1605 Ji hvað þetta er krúttlegt (bæði Emma og kiðlingurinn)

 

Ægir fór svo og sótti kínverskan og Indverskan mat handa okkur og svo var aðeins smá tekið í Wii eina ferðina enn.

Það er ekki laust við að ég sé lurkum lamin eftir þessa helgi. Þetta Wii tekur ekki lítið á.  Það er hreinlega eins og ég hafi lent undir valtara. Strengir hér og strengir þar :)