Ótrúlega kósí veður núna, bleik-appelsínugulur himinn, þrumur, eldingar og haglél. :)
Já veðrið hér breytist mun meira en á Íslandinu finnst mér.
Finnst voðalega notalegt að horfa og fylgjast með veðrinu. (á meðan ég er inni) :).
Himininn er ótrúlega fallega bleik/orange en samt me miklum dökkum skýjum. Á meðan ég labbaði út með ruslið að þá byrjuðu þrumur og eldingar og haglélin mætti á svæðið stuttu síðar.
Ægir búinn að vera í fríi þessa viku. Veðrið hefði mátt vera betra, eða kannski hefði mátt sleppa rigningunni :).
Sagði einmitt við tengamömmu fyrr í dag að ég ætti kannski ekki að kvarta undan 15-17 gráðum þegar þið heima hefðuð kannski bara 1 eða 2 :).
Mig er bara farið að þyrsta í sól og hita.
Þegar maður kemst á bragðið að þá vill maður að sjálfsögðu bara meira og meira.
Ég er búin að vera mjög dugleg í ræktinni.. :) gaman að því.
Hitti einkaþjálfara á mánudaginn. Við gerðum prógram saman sem ég ætla að fara eftir þá daga sem ég er ekki í body pump já eða skvassi.
Var sem sé í æfingum með honum á mánudaginn. Fór í Skvass með Ægi á þriðjudaginn og í dag fórum við aftur í skvass, á bretti og í tæki :).
Þjálfaranum fannst ég nú ansi sterk þó ég segi nú sjálf frá hihi... miðað við að hafa varla snert lóð síðan áður en ég varð bomm hérna um árið.
En ég held að það sé nú bara þannig að þó maður taki sér pásu í styttri eða lengri tíma að þá á maður þetta gamla alltaf pínu inni hjá sér :).
Ég hef samt pínu áhyggjur af blóðþrystingnum mínum. Finnst hann ekki alveg stemma við það sem ég er vön. Ég er vön því að vera með svo ótrúlega láan þrýsting. Á unglinsárunum og fram til þrítugs var ég oftast svona 70/35 (sem er auðvitað ekki NORMAL) en í bæði skiptin sem ég var ólétt að þá var ég svona 100/70 sem þótti frekar lítið. Ég er því alveg steinhissa á að sjá tölur á börð við 135/100 og í seinna skiptið 130/100. Sagði þjálfaranum (honum Dave) að mér finndist þetta bara alls ekki passa.
En kannski maður sé bara við það að fá hjartaáfall eða fara yfir um á stressi, hver veit.
Það gengur svona lala með Emmu í pössuninni í sportinu. Gengur best þegar við mætum strax klukkan níu. Ástæðan er sú að ef við komum seinna að þá hittir hún svo margar mömmur sem eru að koma til að sækja börnin sín og fer hún þá alltaf að skæla í hvert skiptið og kallar bara mamma mamma.
Við fórum með Malín í 3 árs og níu mánaða skoðun á mánudaginn. Hún fór í smá tékk, sjónpróf og fékk eina sprautu.
Sjónprófið kom ekki alveg nógu vel út, eða hún virtist ekki sjá alveg jafn vel og fyrir ári síðan þannig að við þurfum að fara til heimilislæknis sem vísar okkur svo kannski á augnlækni með hana. Vona bara að það verði ekki. Vona að hún hafi bara ekki alveg vitað hvað var verið að spurja um :) bjartsýn ég.
Þetta voru nefnilega ýmsar myndir sem hún þurfti að segja frá.
Annað test sem hún þurfti að leysa var þannig að hún átti skoða hringi (langt í burtu) og segja hvar hann væri opinn (hvar músin kæmist inn).
Lækninrinn var alveg ótrúlega stloltur af henni og sagði hún væri ótrúlga dugleg stelpa þar sem hún sagði alltaf Rechts,links,beneden og boven þegar við átti sem þýðir hægri, vinstri, uppi eða niðri. Læknirinn sagði að krakkar væru yfirleitt ekki byrjaðir að læra þetta fyrr en þeir væru 7 ára. Krakkarnir notuðu því alltaf hendurnar til að sýna hvar opið væri. Á nú erfitt með að skilja það að krakkar yngri en 7 ára viti ekki hvað er hægri og vinstri en ok, kannski krakkar hér séu eitthvað á eftir. Veit ekki :)
En annars er Malín svoddan undrabarn..veit veit :)
Emma er líka frábær bara svona svo þið vitið það.
Algjör brandarakarl.