MATARGATIÐ

fimmtudagur, janúar 31, 2008

YES. Það styttist í sumarið

captionthis1
Og gellurnar í nágreninu eru komnar á stjá :)

Ég er stundum alveg glötuð mamma.

IMG_1237

Í dag var leikskóli hjá Malín. Við vorum fyrstar til að mæta.  Fyrir utan leikskólann að þá tók ég strax eftir því að ég væri að gleyma einhverju stórkostlegu.  Kennararnir voru uppáklæddir í búninga og strax þegar inn var komið blasti við mér auglýsing þar sem á stóð að börn væru velkomin að koma í búningi í skólann.  Nú er nefnilega þetta árlega carnival í gangi sem hollendingar halda meira upp á en sjálf jólin.  Ég varð frekar súr við sjálfan mig yfir því að hafa ekki tekið eftir þessu á þriðjudaginn var.  Bað Malín innilegrar afsökunar á að hafa gleymt þessu.  Hún er bara svo ótrúleg dúlla þetta barn.  Sagði bara æj mamma þetta er allt í lagi.  Ég fæ bara búning lánaðan hjá konunum og málið dautt.  Ekkert mál. Ég held að margir hefðu orðið frekar súrir og farið að gráta.

Í gær fékk hún sína tibbikal fiðrilda málningu hjá mér :).  Sophie hin sjálfstæða vildi hins vegar vera prinsessa og sagði að hún gæti sko bara alveg reddað því sjálf.  :)  Ágætt að vera ánægður með sig.

Svona eru allir dagar hjá mér.

Ég stal þessu af einhverju öðru bloggi fyrir löngu. Var búin að gleyma þessu. Má til með að birta þetta í óbreyttri mynd enda er þetta eins og talað úr mínu hjarta :)

Mér fannst alveg ótrúlegt að lesa svona
nákvæma lýsingu á degi í lífi mínu
en var samt alveg ótrúlega ánægð með að
fleiri þjáðust af þessu
sama. ...... Ég sendi ykkur þetta og bið
ykkur að hafa það í huga þegar þið
undrið ykkur á því hvað ég hef sjaldan
samband - ég er full af vilja en það
verður því miður minna úr verki.


Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin
blossa upp : Ég ákvað einn daginn
að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum,
en tók þá eftir að bréf höfðu
borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað
að fara í gegnum póstinn áður
en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn
og
ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir
að ruslafatan var orðin full og
lagði því reikningana sem höfðu borist, frá
mér á eldhúsborðið og ætlaði út
með ruslið, en ákvað þá að fara og borga
þessa reikninga, fyrst ég yrði við
bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til
þess að ná í veskið og bíllyklana
en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að
svara þeim strax svo ég gleymdi
því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla
fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég
eftir því að blómið í borðstofunni var orðið
heldur þurrt. Hellti nýlöguðu
kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður
en lengra
væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði
að fylla hana með vatni þegar ég
tók eftir því að fjarstýringin af
sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að
fara með hana á sinn stað í
sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana
örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir
framan sjónvarpið að horfa á
uppáhaldsþáttinn . Á leið í
sjónvarpsholið rakst ég á
handklæði sem ég ætlaði að setja í
þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór
þangað og setti í vélina en fann þá
gleraugun sem ég hafði verið að leita að
fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá
mér í þvottahúsinu og fór með
gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég
ætlaði örugglega að finna þau þegar
ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina
mína......ef ég finn hana. Stoppaði
í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og
mundi ekki lengur hvað ég ætlaði
upphaflega að fara að gera !!! Í lok dags
hafði ég því hvorki þvegið bílinn
né borgað reikningana, ekki vökvað blómin
eða þvegið þvottinn, ekki farið út
með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og
var auk þess búinn að týna
fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og
kaffið beið kalt á eldhúsborðinu.
Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið
á fullu allan daginn í ýmsum
snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er
alvarlegt vandamál sem ég ætla að
leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur
kallast á fagmáli AAADD eða "Age
Activated Attention Deficit Disorder", á

íslensku "Aldurstengdur
athyglisbrestur".

Tíminn er svo merkilegur.

Í dag eru 3 ár síðan pabbi var jarðaður. Mér finnst það alveg rosalega langt síðan. Sérstkalega það að hafa ekki sáð hann svona lengi. Á þriðjudaginn kemur verðum við búin að eiga heima í Hollandi í 3 ár. Mér finnst það nú samt frekar stuttur tími. Þessi tími hér í Hollandi hefur liðið hratt en samt finnst mér svo hrikalega langt síðan við áttum heima á Íslandi.
Merkilegt allt saman.

Afmælisbarn dagsins.

JustinTimb_Vespa_12370790_400

Justin vinur minn Timberlake á afmæli í dag.  Strákurinn orðinn 27 ára.  Gaman að því.  Linda systir var svo góða að gefa mér síðbúna afmælisgjöf í byrjun árs.  Færði mér nýja  dvd diskinn með honum þar sem hann er með tónleika í Madison square gaden.  Frábærir tónleikar strákurinn betri dansari en Michael Jackson :)

miðvikudagur, janúar 30, 2008

Gáfnaljósið mitt.

IMG_1101

Ég held að Malín verði mun betri í Íslensku en ég  og jafnvel áður en hún byrjar í 6 ára bekk.  Við mæðgur voru á rölti niðri í bæ þegar hún kemur auga á 2 tónlistarmenn sem voru að spila fyrir peninga.  Hún hefur hundrað sinnum séð svona lagað áður en oftast er það bara einn sem er að spila.  Þegar við nálgumst mennina að þá segir mín voða kát, hey mamma. Sko.  Ef það væri einn maður að spila að þá segði maður að maðurINN væri að spila en af því að þeir eru tveir að þá segir maður MENNIRNIR (með þvílíkri áherslu) eru að spila.  Ég spurði hana hvort hún vildi gefa þeim pening og vildi hún það að sjálfsögðu.  Svo kom hún með annan brandara :). Mamma. Sko.  Núna voru mennirnir voða glaðir en ef það hefði bara verið einn maður að þá hefði maðurINN verið GLAÐUR.
Ótrúlegt eintak.

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Tilvonandi tengdasonur minn :)

IMG_1225 (Medium)

Þetta er hann Antonie. Hann verður 4 ára í næsta mánuði.  Hann er á sömu deild og Malín á leikskólanum.  Hann sagði mömmu sinni það í óspurðum fréttum fyrir u.þ.b hálfu ári síðan að hann ætlaði að giftast Malín. :)
Hann kom til okkar í dag að leika.  Voða gaman.  Stilltur, prúður og fjallmyndarlegur drengurinn.   Sjáiði bara...strax alveg í stíl saman að hjóla :)
Fleiri myndir á BL

mánudagur, janúar 28, 2008

Nokkrar nýjar

IMG_1152_edited-1 (Small)

sæta fiðrilda stelpan mín

 

IMG_1182_edited-1 (Small)

mjónan mín lasiríus

 

IMG_1189_edited-1

15 mánaða krútt

 

IMG_1198

stubban alltaf að bora í nefið :)

Vor í lofti.

Ástandið á heimilinu er loksins að komast í rétt horf. Þær systur eru báðar hættar að gubba en sú yngri ennþá með skitu. Ég hef samt sterkan grun um að eyrnabólgan hjá Emmu sé að blossa upp eina ferðina enn. :(
Ég skrapp hjólandi niður í bæ seinnipartinn á föstudaginn. Ótrúlega hressandi að skreppa svona ein út í smá stund. Keypti 2 nýjar naríur á bóndann í tilefni bóndadagsins. Keypti svo bæði peysu og kjól á mig :). Fannst það miklu betri hugmynd en að reyna að finna eitthvað á Ægi. Þegar ég kom heim eldaði ég fínt pasta handa okkur og bar fram nýbakað brauð.

Laugardagurinn var frekar rólegur. Malín fór í tónlistarskólann en annars voru þær systur aðalega að jafna sig eftir veikindin. Ég skrapp aftur í bæinn alein en á bílnum í þetta skiptið. Ætlaði aldrei að finna stæði í bænum. Bærinn var troðfullur af fólki. Alltaf svo gaman að koma í miðbæinn og sjá allt fólkið sem situr úti á kaffi og veitingastöðunum. Eldaði síðan æðilsega flottan kjuklingarétt sem er í nýju Hagkaupsbókinni. (ítalskir réttir)

Gærdagurinn var fínn. Keyrðum rúnt í gegn um dýragarðinn og fórum síðan á trampólínstaðinn okkar. Malín hoppaði heil ósköp. Fékk að vera með 3 eldri stelpum og fannst það ekki mjög leiðinlegt. Ég fékk mér uppáhalds súpuna mína sem er fastur liður.
Þessi súpa er bara snilld. Tær kjúklingasúpa með fullt af rifnum kjúlla, chilli, gulrótum og lauk. Með henni er borið fram eitt soðið egg, steiktur laukur og sterk sósa. Verð að fara í það að prófa mig áfram í að búa hana til sjálf.
Ég eldaði jommí kvöldmat enn og aftur :) í þetta skiptið var það mjög einfalt og gott spaghettí (sem er einnig í nýju hagkaupsbókinni. Ótrúlega einfalt og alveg æði æði.

Ég tók eftir því áðan þegar ég labbaði rúnt um hverfið að hér er vorið bara komið. Það er töluvert langt síðan ég tók eftir túlípönum og páskaliljum en nú sá ég að rósin mín er öll að koma til og tréin hér í hverfinu eru sum byrjuð að blómstra með yndislega fallegum bleikum blómum :) Bara fallegt.

sunnudagur, janúar 27, 2008

Hollendingar alltaf svalir :)

föstudagur, janúar 25, 2008

Það ætlar ekki af okkur að ganga.

Eg er ótrúlega þreytt og pirruð. Mikið rosalega leiðast mér flesur og pestir :(. Ég held án gríns að hér hafi ekki verið flensulaus vika síðan í oktober. Emma greyið á metið. Hefur verið lasin állan timann með örfáum hressum dögum inn á milli.
Það er ekki nóg með að þetta litla grey sé búinn að vera með eyrnabólgu í fleiri vikur heldur hefur hún verið með niðurgang endalaust og gubbupesti í 5 daga. Hún heldur bara engu niðri, enda orðin óhugnalega horuð og ekki mátti hún við því að missa þetta litla sem var utan á henni.

Til að bæta gráu ofan á svart að þá urðum við vör við undarleg hljóð fyrir nokkrum kvöldum síðan. Þetta byrjaði eins og það væri fugl fastur fyrir utan herbergisgluggann okkar. Svona vængjahljóð. Síðan fóru að heyrast undarleg hljóð, hálfgerð öskur og síðan heyrðum við einhverja trítla fram og til baka fyrir ofan okkur. Okkur fór þá að gruna að þarna væru rottur á ferð. Ekki leist okkur nú á það. Fyrst héldum við að hún /þær væru á loftinu okkar en síðan datt Ægi í hug að þetta kæmi úr stokk sem er utan á húsinu. Ég svaf nánast ekkert fyrir stressi. Heyrði svo í þessu aftur klukkan fimm um nóttina. Í gærkvöldi var ég að vaska upp þegar ég heyri í þessu beint fyrir ofan eldhúsgluggann hja mér en eldhúsið hjá mér er á fyrstu hæð en herbergið á annari hæð og þetta er ekki einu sinni sömu megin í húsinu. Ægir fór út og hitti fólkið sem býr sama raðhúsi og það höfðu allir orðið varir við þetta. Jakk. Þá halda þau því fram að þarna séu mýs að verki. Þá er svona mikið af holu rými út um allt hús sem þær geta bara vafrað um á. Jæks..þvílík ógeð.

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Um 300 nýjar myndir komnar inn á Barnaland. (3 efstu albúmin)

IMG_0925 
Grenivík city í jólabirtu.

föstudagur, janúar 18, 2008

Munur að hafa 2 snyrtikonur á heimilinu.

IMG_1100_edited-1

Músin fékk að snyrta mömmu sína um síðustu helgi.  Tókst það svona líka glimmrandi vel.  Síðan fékk ég að snyrta hana.  Henni fannst ég nú hálf léleg að geta ekki gert svona putta mállingu eins og hún gerði svo vel.  Ég skildi nú ekki alveg fyrst hvað hún var að meina en að sjálfsögðu er það munstrið sem hún bjó til á augnlokin.  Þegar vel er að gáð líta þau ut eins og fingravetlingar :)

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Er á lífi.

Vorum á Íslandi í mánuð. Voða fínt og gaman að mestu. Emma veik allan tímann :(. Fékk eyrnabólgu, sprengdi hljómhimnu, fékk 2 pensílín skammta sem hún var að klára í gær.
Heimsóttum fólk og fengum heimsóknir. Borðuðum og drukkum mikið af rauðu.
Það er samt alltaf gott að komast heim til sín aftur. Sofa í sínu rúmmi og með sinn kodda, drekka kaffið sitt, hjóla, borða parmaskinku og parmesan í öll mál ..hihi..og fleira.
Malín byrjuð á nýrri deild í leikskólanum sínum og fer nú á öðrum dögum. Fer núna fyrir hádegi á þriðjudögum og eftir hádegi á fimmtudögum. Fimmtudagar eru því skemmtilegastir núna, bæði leikskóli og leikfimi :).
Hún er áfram í tónlistarskólanum á laugardögum sem henni finnst mjög skemmtilegt. Okkur foreldrunum finnst oft vera komið nóg af söng eftir daginn. Hún stoppar bara ekki. Og þvílíku textarnir sem renna upp úr henni. Skil ekki hvernig það er hægt að bulla svona mikið :). Ótrúlegt hvað það er erfitt fyrir svona litla grísi að loka munninnum í smá stund.
Í gær fór hún heim til Sophie sem er besta vinkona hennar hér. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar þær hittust. Ég stoppaði inni hjá mömmu hennar og pabba í svona 10 eða 15 mín. og þær knúsuðust allan tímann og töluðu um það hveru mikið þær söknuðu hvor annarar. Algjörar dúllur. Þegar ég sótti Malín var hún komin með naglalakk, skærbleikan varalit og svona 50 spennur í hárið.
Malín tjáði mér það á laugardaginn var (þegar hún fékk að snyrta mig) að ég skildi sko muna það að hún ætlar að vera snyrtikona svona eins og mamma sín :).

Vona að Emma fari að hressast og rífa sig upp úr endalausum veikindum. Það er ekki lítið sem búið er að leggja á þetta litla skott. Vona að eyrun séu orðin góð en maginn er allur í ólagi eftir allt pensilínið. Ég er nú hálf farin að kvíða því að fara með hana í ungbarnaeftirlitið í næstu viku. Hún er bara buin að þyngjast um 1 kíló síðan hún var tæplega 8 mánaða :(. Agalegt.

Við hjónin erum byrjuð í átaki aftur. Gaman að því. Ætla bara að taka þetta með trukki enda þýðir ekkert annað þegar maður stefnir á sigur í keppni.
Fór í ræktina bæði í gær og í fyrradag og ætla aftur í fyrramálið. Spurning um að skella bara inn svona fyrir mynd og tölum. Held það væri gott spark í rassin hihi.
Ótrúlega hressandi að byrja aðeins að sprikla eftir svona langt hlé. Skammast mín fyrir hversu sjaldan ég hef mætt síðan Emma fæddist.

Nóg í bili.
Meira síðar.