MATARGATIÐ

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Gotterí.

Ef ég verð orðin spræk um helgina að þá ætla ég að búa til gotterí. Þá er ég að tala um svona gotterí eins og maður fékk þegar maður var lítill. Ætla að dunda í þessu með henni Malín minni en henni finnst fátt skemmtilegra en að kokka og baka.
Mig langar til að búa til svona haframjölskökur eins og var í boðstólnum í öllum barnaafmælum þegar maður var patti (a.m.k á Grenivík :) )
Man nú ekki alveg hvernig uppskriftin var en fann þessa á netinu
haframjölskúlur
  • 30 gr haframjöl
  • 2-3 tsk klípa
  • 2 tsk kakó
  • örlítið sterkt kaffi
  • sætuefni
  • ?essens
  • blandið öllu saman og mótið kúlur og kælið.
Mig minnir samt að það hafi verið kókos á þessum Grenvísku en kannski er ég að rugla þessu eitthvað saman. Var kannski eitthvað líka sem hétu kókoskúlur?

Svo væri líka gaman að gera kornflexkökur og setja í form.
Setur maður eitthvað meira í þær en bara kornflex og súkkulaði?

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

GRAT GRAT. Ekki meira O.C :( Buin ad horfa a sidasta thattinn i sidustu seriunni. Bara ferlegt.

Ljótljótariljótust.

Síðustu dagar hafa ekki beint verið skemmtilegir og ekkert blogghæft í fréttum svo sum.
Ég er bara búin að vera veik og það ekkert smá. Ég man ekki eftir annari eins pesti. Í dag er 8 dagurinn sem ég er við dauðans dyr eða svona næstum því. Í fyrradag hélt ég reyndar að þetta væri að verða búið því hitinn var ekki lengur rétt tæpar 40 gráður eins og nokkra daga á undan. En nei nei. Dagurinn í gær var sá all versti. Hitinn var ekki svo hár heldur fannst mér bara eins og það væri bara eitthvað mikið að. Hausinn á mér var eins og hann væri alveg að fara að springa. Ég gat hvorki beygt hann fram né aftur, ég þoldi mjög illa birtu og engan háfaða. Til að bæta við þetta aðeins að þá var ég í því að fá vondan verk fyrir brjóstið sem var ekki sértsakt og svo kom þessi líka fína yfirliðstilfining nokkrum sinnum á klukkutíma, en það er nú bara eitthvað sem ég er ekki svo óvön. Ég gat nánast ekkert sofið fyrir þessum viðbjóði :( og ég var alveg við það að fara hreinlega að grenja út af verkjum. En sem betur fer hafði ég nú vit á því að sleppa því þar sem það hefði bara gert illt verra. Ég var alveg nógu stífluð fyrir.
Það er ekkert smá sem allar holur hljóta að vera stíflaðar hjá mér.
Í dag er ég betri. Gat meira að segja lagt mig í klukkutíma í dag og ég bara steinsvaf. Svakalega gott. Ég er nefnilega búin að sofa ótrúlega lítið undanfarna viku. Ligg andvaka fleiri fleiri tíma á hverri nóttu. Hef líka prófað að leggja mig oft yfir daginn og það er bara ekki séns að ég nái að sofna. Ég hélt nú bara að það væri samasem merki á milli 40 gráðu hita og svefns. Ekki hjá mér a.m.k. Þessi vika er því búin að vera ANSI lengi að líða.

Ég á sennilega eftir að verða mjög lengi að ná mér eftir þetta. Hósta hrikalega ennþá og er mikið kvefuð. Það er samt ekkert smá gott þegar maður fer að geta snítt sér. Maður finnur bara hvað það léttir á öllu í hausnum :) Skemmtilegt.
Ég held að ég sé búin að eldast um 10-15 ár við þessa flensu. Án gríns að þá lít ég ömurlega út. Ég er fölari en Michael Jackson, hrukkóttari en allir á mínum aldri og bólgnari í framan en Stalone og mamma hans til samans.

Ég verð bara að fara að komast í ræktina.
Úff hvað það verður LJÚFT.

Hætt að kvarta í bili.
Best að reyna að glugga aðeins í bók. Ég bara verð að drattast í skóla í fyrramálið.

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Bolla litla ordin 4 manada.
Hrss og kat a leidinni a Carnival skemmtun nidri i bae :)
AEj greyjid. Ordin hundlasin og thvi gott ad drifa sig bara heim.

Voorjaarsvakantie.

Þetta er nú búin að vera meiri vikan.
Það er búið að vera frí hjá okkur í Hollenskuskólanum í þessari viku og eins er vorfrí í öllum skólum núna þannig að Malín er bara búin að vera heima. Ætlaði að vera svo hrikalega dugleg, læra og læra og gera eitthvað skemmtilegt. Ægir tók sér líka frí í vinnunni á mánudag og þriðjudag en úff úff. Þessi vika er bara búin að vera leiðinleg.
Emma er nýbúin að ná sér eftir sprauturnar sem hún fékk um daginn. Er búin að vera með þvílíka vesenið núna allar nætur. (ja nema í nótt) Vaknar bara 3- 4 x til að fá að súpa þannig að það er ekki mikið sofið. Ég er líka búin að vera drusluleg í fleiri daga og varð ég ennþá slappari í gær og bara frekar mikið lasin. Fékk hita í fyrsta sinn í langan tíma og var bara alveg eins og auli. Ég er sem betur fer skárri núna og hitalaus þannig að þetta er vonandi bara að verða búið.
Malín er líka rétt að ná sér núna. Hefur verið með rosalega mikinn hita í marga daga en það gerist nú bara aldrei. Ég held svei mér þá að þetta sé í fyrsta sinn sem hún er með hita og er virkilega lasin í meira en 2 daga. Yfirleitt fær hún háan hita í einn sólarhring og svo eru hennar flensur bara búnar :)
En núna var hún með 39- rúmlega 40 stiga hita í 4 daga og kvartaði um í eyranu. Ægir fór svo með hana til læknis í gær til að láta kíkja í eyrun en það er víst ekkert hægt að gera.
Hún er ennþá með 38 stiga hita og voðalega mikið kvefuð greyjið.
Það er óhætt að segja að okkur er virkilega farið að langa út úr húsi. Veðrið er svo frábært núna. Vor í lofti og mikið af vorblómum að koma upp og blómstra :)

laugardagur, febrúar 17, 2007

Euró

Spennan magnast. Ég er búin að vera hálf stressuð í dag. En það er samt bara eitthvað sem fylgir svona degi.

Eitt frekar lummulegt við þetta allt saman.
Hvað er bara málið með myndirnar sem teknar voru af liðinu?
Það líta allir út eins og þeir séu nýbúnir að bera á sig brúnkukrem. Allir þvílíkt flekk-skellóttir.
http://www.ruv.is/songvakeppnin/

föstudagur, febrúar 16, 2007

Malin a leid i ljonabuningi i leikskolann i morgunn. Carnival byrjar i dag hja okkur og verdur mikid hullumhaej i nokkra daga. Adaldagurinn er sunnudagurinn en tha er brjalad stud nidri i bae, skrudgongur, mikid um tonlist og flest allir i thviliku buningunum.

Gott að eiga góða granna.

Úff púff. Mikil þreyta í gangi á þessum bæ. 3 nætur í röð núna sem stubban hefur verið slöpp og sofið illa. Það verður æði að fá Ægi heim í kvöld. Ég er búin að pannta það að fá að sofa út um helgina.
Marielle nágranakona mín bauð Malín að koma heim til sín að leika við strákana sína í gær. Þegar hún kom að sækja hana bauðst hún til að taka Emmu líka sem ég þáði sko með þökkum. Dreif mig í það að þrífa bílinn í gegn að innan (en það veitti sko ekki af því þó fyrr hefði verið) á meðan og ji hvað það var gott að vera aðeins einn með sjálfum sér. Þó ég hafi verið að brasast svona, að þá fannst mér ég vera í hálfgerði pásu :)
Flottir. Maeli med nyja diskinum theirra enn og aftur og vaaa hvad nyjasta myndbandid theirra er flott :)
http://www.takethattv.com/page/Home/0,,12359,00.html

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Veik en samt ekki.

Heilsan ekki skemmtileg þessa dagana.
Ég get nú ekki sagt að ég sé veik, bara svona drulluslöpp eitthvað :( frekar pirrandi.
Pínu hálsbólga, kitl í hálsi, kvef og leiðindar hósti.

Annars er nú stubban meira slöpp en ég.
Fékk hita og illt í magann eftir sprauturnar tvær í gær :(
Þetta er í fyrsta sinn sem hún verður slöpp. Þar sem Ægir er í Noregi að vinna ( eins og svo oft áður) varð ég að skilja hana eftir hjá nágranakonu minni. Var því bara í burtu í 2 tíma frá henni og fannst það nú alveg nóg. Ekki lærði ég nú mikið á þessum 2 tímum. Hefði alveg getað verið bara heima. Ég opnaði ekki bók í dag. Fyrsti klukkutíminn fór í kjaftagang og sá næsti í að borða köku og drekka kakó. 2 í bekknum voru að útskrifast og var því fínarí í boði af því tilefni.

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Stubban for í skodun i dag. Er ordin 63 cm og 6700 gr :) Meira a barnalandi

mánudagur, febrúar 12, 2007

Flott ad hafa svona hushjalp :)

Helgin

Helgin var mjög fín.
Ægir kom heim frá Noregi seint á föstudagskvöldið sem var nú ekki slæmt.
Á laugardagsmorguninn fórum við í Ikea og vorum þar í nokkra tíma. Keyptum okkur fullt af drasli og dótaríi gaman gaman. Fengum okkur nýtt sófaborð, nýja risastóra vegghillu sem er komin upp í stofunni hjá okkur, rauðan lampa, stróra kommóðu í svefnherbergið okkar, og aðra rosa flotta rauða kommóðu sem við erum búin að setja upp á bað og ýmislegt annað smádót.
Ægir og Malín fóru svo á Indónesískan stað sem heitri Rasa Senang og sóttu mat handa okkur. Keyptum nokkra rétti sem voru ætlaðir fyrir 2 manneskjur en ó nei. Við hefðum sko getað boðið mörgum með okkur. Allt alveg svakalega gott og mikið jommí. Horfðum á lögin sem keppa til úrslita í euró með öðru auganu og spiluðum Meistarann í fyrsta skiptið. Þetta er nú ljóta spilið. Ótrúlega fáránlegt allt saman og leiðbeiningarnar alveg út úr Q. Þegar við gáfumst upp að þá var Ægir hálfnaður en ég var stödd á fyrsta reit :(

Við erum miklir aðdáendur 24 þáttana og höfum beðið spennt eftir nýju seríunni.
Ég hef bara ekki tímt því að byrja á þeim aftur og hef bara verið að safna. Mér finnst nefnilega alveg óþolandi að geta ekki séð fleiri en einn þátt í einu og alveg ömurlegt að þurfa að bíða í heila viku eftir næsta þætti. Á laugardagskvöldið freistaðist ég til að horfa á þátt 1 og ji minn eini. Ég steinsofnaði svona og missti af hálfum þættinum :(
Það er nú ekki oft sem það gerist að ég sofni yfir imbanum. Mér finnst því hálf lummulegt að það hafi gerst akkúrat þarna.

Gærdagurinn var laga til-þrifdagur. Var byrjuð að laga til upp á annari hæð hjá mér upp úr klukkan níu. Ætlaði nú bara að hespa þetta af svona eitt, tveir og tíu. Vera búin fyrir hádegi og geta þá gert eitthvað sniðugt. En ohh hvað maður er lélegur að áætla tímann. Eftir þrjá tíma var ég varla byrjuð að þrífa heldur BARA búin að laga til. Þetta tekur nú bara allt of mikinn tíma hjá manni.
Ég ætlaði líka að skella í eina ostatertu svona á tíu mín. en það tók aðeins lengri tíma líka. Ægir setti upp fínu hilluna okkar og ég er bara alsæl. Stofan bara allt önnur og það var bara virkilega fínt hjá okkur í gær :)

Raggi vinur hans Ægis sem býr í Hafnarfirðinum heimsótti okkur svo og borðaði með okkur. Alltaf gaman að fá gesti. Þegar ég sagði Malín frá því í gær að hann væri að fara að koma, að þá varð mín ekki lítið kát. Finnst fátt skemmtilegra en að hitta eitthvað annað fólk heldur en mömmu og pabba. Ein algengasta setningin á þessu heimili er:
Mamma. Mig langar að fá gesti :)

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Thegar eg for i skolann kl 9:00 var enginn snjor. klukkutima sidar var allt ordid hvitt. Eins gott ad her eru engar brekkur. Eg var nu bara heppin ad komast heim. Thetta stod samt stutt yfir eins og svo oft adur. Komid slabb nokkrum timum sidar og nanast allur snjor farinn. Thad er vist buid ad spa mikilli snjokomu naestu daga. Vona bara ad AEgir komist heim annadkvold.
Thad tharf ekki mikinn snjo til ad gledja mannskapinn. Halft hverfid maett i thessa lika risa brekku :)

Matarboð í Moergestel.

Ég er aðeins byrjuð að kynnast konunum í skólanum. Þó aðalega 2 stelpum. Ég kannaðist reyndar við aðra þeirra þó nokkuð áður en ég byrjaði þar sem ég hef hitt hana oft í sportinu. Sú heitir Joanne og er frá Bretlandi. Hin stelpan heitir Thatsanee og er frá Tælandi en hún býr í Moergestel sem er lítill bær í 10 mín. fjarlægð. Thatsanee bauð sem sagt mér og Joanne heim til sín í þvílíkar kræsingar fyrr í vikunni. Hún eldaði 3 svaka góða og frekar bragðmikla rétti sem smökkuðust einstaklega vel en sem betur fer var mikið af hrísgrjónum með sem bjargaði manni alveg. Þetta var svooo hot hot hot enda þvílíka chillíið og piprarnir í þessu. Hún reyndi nú samt að hafa þetta í daufara kantinum sagði hún :)
Hún sendi okkur svo heim með afganga þar sem hún vildi ólm láta mennina okkar smakka.
Við erum svo búnar að plana hitting aftur eftir tæpar 2 vikur hérna heima hjá mér en þá ætlum við að hafa svona stelpu bjútíkvöld. Það verður erfitt að toppa matinn hennar. Ég veit bara ekkert hvað ég á að bjóða þeim uppá. Verst að eiga ekki slátur eða svið.

Sauður Sveppason

Þetta nafn passar ágætlega við mig. Ég veit að ég er nú ekki normal, en nú blöskrar mér nú alveg á sjálfri mér. Sauðahátturinn og nörraskapurinn er alveg að gera út af við mig.
Það er nú ekki langt síðan ég lenti í veseni í einni búð hérna niðir í bæ þar sem ég gleymdi debetkkortinu mínu heima. Mér finnst nú eiginlega nóg að svona gerist bara einu sinni á ári en nei nei. Ég er búin að lenda í veseni (bara út af sauðaskap) 3x á nokkrum dögum. Um síðustu helgi fór ég í búð og verslaði eitt og annað í matinn. Þetta var rétt fyrir lokun og því mikið að gera. Ég var búin að setja allar vörurnar upp á bandið og var næst í röðinni þegar ég fatta það að veskið mitt var út í bíl. Ég (í þvílíka stresskastinu) flýti mér eins og ég get að ferja vörurnar aftur ofaní körfu og þarf svo að troðast með hana framhjá öllum sem eru í röðinni, skilja hana svo eftir á gólfinu og hlaupa út í bíl til að sækja veskið. Ég náði sem betur fer aftur inn fyirir lokun en það munaði nú ekki miklu.

Og svo..
Eftir að hafa skutlað Malín í leikskólann að þá ætlaði ég að skjótast í smá bæjarferð með Emmu sem ég jú gerði. Var búin að finna mér þetta fína stæði niðri í bæ, búin að borga í stöðumæli og fá svona miða til að leggja í gluggann, taka vagninn út úr bílun (eða grindina af vagninum) þegar ég fatta það að mig vantar einn hlut á grindina til þess að geta sett bílstólinn beint ofaná. Ég þarf því að bruna heim til að sækja það áður en ég gat rölt um bæinn.
Það er BARA leiðinlegt að lenda í svona veseni. Þarna var ég búin að tapa einum 45 mín. í rugl og ekki nema klukkutími og korter þangað til ég átti að sækja Malín aftur.
Hvernig væri nú aðeins að slappa af og anda rólega. Hvaðan ætli ég bara hafi þessa vitleysu?

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Þvílíkkur lúxus að búa hérna í Hollandi :)

http://visir.is/article/20070206/LIFID01/70206061

laugardagur, febrúar 03, 2007

Stubban steinsofnadi yfir saensku eurovision keppninni sem var i kvold. Hafdi samt mjog mikinn ahuga svona fyrst um sinn :)
Jaeja. Thetta er nyja lukkid. Buin ad vera med stutt har i 2 vikur nuna. Er thvi ekki kominn timi til ad syna sig adeins? :)
Emma 3,5 mánada og frekar mikid spert. Er i thvi ad standa ALEIN :) :) Fleiri myndir a barnalandi.

föstudagur, febrúar 02, 2007

Einhver með hygmynd?

Keypti þvöþúsund og tvöhundruð gramma bra bra í dag til að snæða um helgina.
Veit bara ekkert hvernig við eigum að matreiða hana.
Einhver?

Ef hún smakkast vel að þá verður frystirinn fylltur. Stykkið á innan við 8 evrur sem gera svona 712 krónur :)
Ljúft.

Frekar sauðaleg.

Ég skutlaði Malín í leikskólann sinn rétt fyrir klukkan níu. Dreif mig svo í kjörbúð niðri í bæ til að versla eitt og annað. Var búin að fylla körfuna af allskonar gúmmilaði, búin að setja allt upp á bandið og farin að taka við því hinum megin og setja í poka þegar ég (mér til mikillar skelfingar) fatta það að ég er ekki með debetkortið mitt með mér. Arg...
Ég var ekki lítið fúl út í mig. Ég dreif mig því út í bíl aftur allslaus eða svona næstum því, var auðvitað með Emmu mína með mér og brunaði heim. Fann kortið mitt svo í skólatöskunni minni og brunaði aftur niður í bæ, borgaði fyrir vörurnar og fór aftur heim. Þarma var
ég búin að tapa miklum tíma. Ætlaði að vera svaka dugleg að læra en það varð nú ekkert úr því. Ég hafði ekki nema klukkutíma til stefnu áður en ég þurfti að bruna af stað til að sækja Malín aftur þannig að ég bara sleppti því. Ég ákvað nú bara frekar að laga aðeins til en það veitti nú ekki af því eftir stresskast dagsins.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Stærri froskurinn minn var með mikinn brandara í gær. Ég átti virkilega bágt með mig á meðan á þessu stóð enda hrikalega fyndið. Eftir að hún var búin að háma í sig 2 perur að þá fór hún eitthvað að dunda sér með smá flus sem eftir var. Eftir svolitla stund spyr ég hana hvar flusið sé og þá brosir hún sínu breiðasta og bendir á nefið á sér. Ég er nú varla að trúa henni en kíki samt þarna upp og sé ég þá stærðar flus þarna uppi. Ég stressast öll upp og segi við hana að hún megi alls ekki sjúga upp í nefið og að sjálfsögðu er það það fyrsta sem hún gerir. Flusið fer því ennþá lengra upp í nefið og flest þar út þannig að önnur nösin er alveg blokkeruð. Ég læt hana leggjast niður og næ í augnabrúnaplokkarann minn sem nær draslinu út aftur.
En úff púff...þvílíkur froskaskapur í sumum :)