Í morgun hittum við í fyrsta sinn fæðingalækni. Hér eftir hitti ég hana vikulega en ekki ljósmóðurina sem sá um að skoða mig. Var búin að hlakka pínu til en var nú samt með smá kvíðahnút í mallanum líka. Var frekar spennt yfir því að komast í sónar. Hef heyrt að það sé ansi skemmtilegt að sjá barnið í sónar þegar það er orðið svona stórt og búttað. Það eina sem við sáum var ofan á hausinn á henni og hjartað. :( Frekar fúlt.
Daman er greinilega búin að skorða sig og er klár í slaginn þannig að ég fer a.m.k ekki í fyrirfram ákveðin keisara. Það verður bara fylgst vel með mér í fæðingunni og ef útvíkkun gengur hægt og illa að þá verð ég ekki látin halda áfram heldur send í keisara (þar sem ég á einn keisara fyrir)
Við spurðum svo út í deyfingamálin hér. Vorum búin að frétta að þau væru bara engin og það reyndist rétt. Það er bara ekkert í boði. Ég var að vonast til að geta notað gasið þar sem það reyndist mér mjög vel síðast en nei nei. Það er ekki í boði. Ástæðan fyrir því er að það var gerð einhver rannsókn hér og þar kom í ljós að þær ljósmæður sem hafa unnið á fæðingadeildum sem nota svoleiðis hafa verið að fæða sjálfar vansköpuð börn. Ég er ekki alveg að skilja þetta. Finnst þetta nú frekar hæpið. Þær hljóta þá allar að liggja bara í gasinu daginn út og daginn inn alla meðgönguna.
Það er greinilega ekki mikið að gera á þessari fæðingadeilid. Hittum eina hjúkrunarkonu sem fór með okkur rúnt um deilidina og ég get svo svarið það, það var bara engin þarna. Hvorki læknar, hjúkkur, sjúklingar eða börn. Deildin virtist bara alveg tóm. Kemur mér svolítið að óvart þar sem þarna eru 7 fæðingastofur og svo er þetta bara risa stór sjúkrahús sem þjónustar fleiri hundruð þúsund manns.
Og talandi um fæðingastofuna. Mér fannst hún ekkert sérlega spennandi. Allt voða kuldalegt eitthvað og lítið. Hvorki bað né lazy boy eins og er á Akureyri :)
Við spurðum líka fæðingalæknirinn út í það hvort það gæti verið að þessi dama kæmi kannski bara fljótlega þar sem ég er með svo hrikalega mikla samdrætti stanslaust en nei nei. Það getur alveg verið að hún láti bara bíða eftir sér eins og Malín. Er ekki alveg að skilja þessa samdrætti. Til hvers í ósköpunum er verið að pína mann með þeim ef þeir eru ekkert til að hjálpa til eða flýta fyrir?
Jæja nóg um kvart og kvein :)
Best að reyna að brosa og hætta þessari fýlu.
Góða helgi