MATARGATIÐ

laugardagur, september 30, 2006

Stuttlappa litla.

Ég fór í skoðun á sjúkrahúsinu í gær. Fór í sónar og sá nú ekkert frekar en fyrri daginn. Það er ekkert smá erfitt að reyna að sjá eitthvað út úr þessum myndum þegar barnið er orðið svona stórt.
Ég spurði lækninn hvort hún gæti séð hvort þetta væri lítið barn. (ljósmóðirin var búin að segja það í síðustu skoðun) Læknirinn sagði þá bara nei nei nei þetta er sko ekkert lítið barn. Hún er samt með stuttar lappir en það ert þú nú reyndar líka :)
Frekar fyndið.
Hún verður þá sennilega ekki eins leggjalöng og systir sín en hún þótti vera mjög há til hnésins þegar hún fæddist. Það er eitthvað sem þekkist ekki í minni ætt. Hún hefur erft það algjörlega frá pabba sínum eins og svo margt annað :)

þriðjudagur, september 26, 2006


37 vikur

Snæfinnur snjókarl.

Mín komin í jólagír.
Malín fór á leikskólann kl eitt í dag. Ég ætlaði að skreppa í eina búð niðri í bæ á meðan og kaupa mér plastdalla undir morgunkorn og annað, (svona til að setja punktinn yfir i-ið í fínu skápunum :) en það verður að bíða betri tíma. Hafði nefnilega ekki tíma. Fór í þennan líka fína jólagír og keypti 4 jólagjafir í staðinn :)
Gaman gaman.

mánudagur, september 25, 2006

Með sinnep í rassinum.

Ég get bara ekki setið kjur á mínum feita. Ég held að ég versni með hverjum deginum. Ég þarf stanslaust að vera að brasa eitthvað. Ég var nú búin að ætla mér að taka því mjög rólega í dag þar sem ég labbaði svo mikið og brasaði alla helgina. En það varð nú heldur betur lítið úr rólegheitum í dag. Við Malín drifum okkur bara út að hjóla í morgun, skruppum á 2 leikvelli og í búðina að versla smátterí. Nennti ekki að hanga inni þar sem veðrið var svo ágætt. Það er að verða pínu haustlegt hérna hjá okkur samt. Laufin orðin gul og farin að falla af sumum trjánum en samt er ennþá mjög heitt eða um 25 gráður og útsprúngnar rósir út um allt :)
Eftir hádegið ætlaði ég síðan að vera stillt og leggja mig um leið og Malín en það tókst ekki mjög vel. Ég var bara með stanslausa samdrætti og verki þannig að það varð lítið um svefn.
Eftir að Malín vaknaði hef ég svo verið að brasa stanslaust. Ég setti bara Söngvaborg í tækið, rétti Malín nokkra liti og blöð og fékk ég frið í 2 og hálfan tíma til að taka eldhús innréttinguna í gegn. Hún var sko þrifin hátt og lágt og miklu hent :) Ji hvað manni líður vel eftir svona. Allt í röð og reglu eftir svona yfirferð. Mér finnst bara næstum því vera mikið pláss í skápunum hjá mér núna. Þetta er nú samt ljóta innréttingin. Fatta ekki alveg hvað fólk er að pæla sem fær sér svona hrufóttar innréttingar sem allt festist á. Ekkert sérlega þægilegt að ná skít og fitu af þessu drasli.
En nú er ég hætt í bili. Ætla að reyna að taka því rólega sem eftir er dags :)

laugardagur, september 23, 2006

Ferð til Utrecht

Keyrðum í morgun til Utrecht en sú borg er í um klukkutíma fjarðlægð frá okkur. Var búin að finna búð á netinu sem heitir Baby Rent en þar getur maður bæði keypt og leigt barnavörur. Við vorum búin að ákveða það að það væri bara sniðugast að leigja körfu undir prinsessuna. Það væri algjör óþarfi að kaupa svoleðis á 30.000 þar sem við notum hana sennilega bara fyrstu 3 mánuðina. Malín var a.m.k orðin of stór í hana þegar hún varð 3 mánaða. Algjör bolla bara :)
En við komum nú ekki út með körfu heldur risa kerru sem tekur 2 börn. Karfan sem við höfðum áhuga á var ekki til lengur og leist mér ekkert á hinar sem í boði voru. Það sem við ætlum að gera í staðinn er að nota bara vagninn hérna inni. Ætlum bara að búa um hann og gera hann meira kósý fyrir hana. En svo sefur hún bara í barnarúmmi uppi á efri hæð yfir nóttina. Síðan hef ég áhuga á að kaupa rosa flottan grjónastól handa henni sem hún getur notað í mörg ár. Sjá www.doomoo.be.
Já svo er það kerran. Ég var nú eiginlega hætt við að kaupa eða leigja svona kerru. En svo var þessi bara svo aldeilis ágæt. Malín mátaði hana og leist svona líka ljómandi vel á hana. Þær voru líka svo almennilegar í þessari búð. Við ákváðum að leigja hana í 6 mánuði og byrjum við ekkert að borga af henni fyrr en barnið fæðist. Við eigum bara að senda þeim afrit af fæðingavottorðinu. Algjör snilld. Við gátum því gripið hana með okkur núna strax í dag og spörum okkur eina ferð. Það verður fínt að trallast með þessa kerru út um allan bæ. Alveg nausynlegt að geta haft báðar stelpurnar í einni kerru þannig að ég verði ekki bara föst heima alla daga. Mér finnst Malín vera ennþá of lítil til að geta labbað t.d niður í bæ.
Eftir þessa búð drifum við okkur í risastóra kringlu. Ægir keypti sér nýjar íþróttabuxur en það var orðið löngu tímabært, nýjan íþróttabol, Malín fékk rosa flotta Nike skó sem eru sko númer 25 takk fyrir, (mín orðin hálf fullorðiin) og ég keypti mér svo gjafabrjóstahaldaratopp þannig að það fengu allir eitthvað.

föstudagur, september 22, 2006

St. Elisabeth Ziekenhuis.

Í morgun hittum við í fyrsta sinn fæðingalækni. Hér eftir hitti ég hana vikulega en ekki ljósmóðurina sem sá um að skoða mig. Var búin að hlakka pínu til en var nú samt með smá kvíðahnút í mallanum líka. Var frekar spennt yfir því að komast í sónar. Hef heyrt að það sé ansi skemmtilegt að sjá barnið í sónar þegar það er orðið svona stórt og búttað. Það eina sem við sáum var ofan á hausinn á henni og hjartað. :( Frekar fúlt.
Daman er greinilega búin að skorða sig og er klár í slaginn þannig að ég fer a.m.k ekki í fyrirfram ákveðin keisara. Það verður bara fylgst vel með mér í fæðingunni og ef útvíkkun gengur hægt og illa að þá verð ég ekki látin halda áfram heldur send í keisara (þar sem ég á einn keisara fyrir)
Við spurðum svo út í deyfingamálin hér. Vorum búin að frétta að þau væru bara engin og það reyndist rétt. Það er bara ekkert í boði. Ég var að vonast til að geta notað gasið þar sem það reyndist mér mjög vel síðast en nei nei. Það er ekki í boði. Ástæðan fyrir því er að það var gerð einhver rannsókn hér og þar kom í ljós að þær ljósmæður sem hafa unnið á fæðingadeildum sem nota svoleiðis hafa verið að fæða sjálfar vansköpuð börn. Ég er ekki alveg að skilja þetta. Finnst þetta nú frekar hæpið. Þær hljóta þá allar að liggja bara í gasinu daginn út og daginn inn alla meðgönguna.
Það er greinilega ekki mikið að gera á þessari fæðingadeilid. Hittum eina hjúkrunarkonu sem fór með okkur rúnt um deilidina og ég get svo svarið það, það var bara engin þarna. Hvorki læknar, hjúkkur, sjúklingar eða börn. Deildin virtist bara alveg tóm. Kemur mér svolítið að óvart þar sem þarna eru 7 fæðingastofur og svo er þetta bara risa stór sjúkrahús sem þjónustar fleiri hundruð þúsund manns.
Og talandi um fæðingastofuna. Mér fannst hún ekkert sérlega spennandi. Allt voða kuldalegt eitthvað og lítið. Hvorki bað né lazy boy eins og er á Akureyri :)

Við spurðum líka fæðingalæknirinn út í það hvort það gæti verið að þessi dama kæmi kannski bara fljótlega þar sem ég er með svo hrikalega mikla samdrætti stanslaust en nei nei. Það getur alveg verið að hún láti bara bíða eftir sér eins og Malín. Er ekki alveg að skilja þessa samdrætti. Til hvers í ósköpunum er verið að pína mann með þeim ef þeir eru ekkert til að hjálpa til eða flýta fyrir?
Jæja nóg um kvart og kvein :)
Best að reyna að brosa og hætta þessari fýlu.
Góða helgi

þriðjudagur, september 19, 2006


puff puff. 36 vikur i dag :) bumban buin ad staekka otrulega mikid sidustu 2 vikurnar. Vona ad thad seu bara 2 vikur eftir. Annars helt eg ad daman aetladi hreinlega ad maeta a svaedid i gaerkvoldi. Samdrattaverkirnir voru ovenju margir (og tha eru their hrikalega margir) i allan gaerdag og sidan fekk eg thessa lika hrikalegu verki i gaerkvoldi sem leiddu sko alveg nidur i hne. Thetta skanadi nu samt i nott og hef eg bara verid fin i morgun.

föstudagur, september 15, 2006

Hvað er að fólki?

Ég varð ansi mikið rasandi áðan.
Á leikskóladeildinni með Malín eru krakkar á aldreinum 2-3 ára. Á föstudögum koma þau með djús og ávexti með sér og í morgun blöskraði mér alveg. Einn pabbinn sem á þarna tvíburastráka sendi þá með orkugosdrykki í baukum með í nesti. Halló. Er ekki bara hættulegt fyrir svona lítil börn að drekka svona sull? Mér sýndist þetta vera svona svipað Red bull eins og fæst heima.
Er svoo sammála Jamie Oliver. Fólk er náttúrulega bara fífl.

Alveg punkteruð.

Hrikaleg þreyta í gangi. Hef ekki sofið neitt af viti síðustu 3 nætur :(
Nóttin í nótt var nú bara alveg ferleg. Ég var meira og minna vakandi vegna verkja og samdrátta. Ótrúlega pirrandi þessir stanslausu samdrættir. Jiii hvað mig langar ekki að vera svona næstu 5 vikurnar.
Hjólaði með Malín á leikskólann í morgun og nú þarf ég að fara að drattast af stað aftur til að sækja hana. Hef ekki gert NEITT á þessum stutta tíma nema hanga í tölvunni. Agalegt.

Fór í auka skoðun í gær. Þar kom allt vel út. Var send með þvagprufu til doksa og hún kom bara vel út. Hitti svo ljósmóðurina á leikskólanum í morgun og hún vill að ég fari með aðra þvagprufu sem verði þá send upp á spítala :( ohhh..vesen.
Heimilislæknirinn minn er búinn að vera í fríi alla vikuna þannig að ég þurfti að fara með pissið til einhvers sem tekur sjúklingana hans að sér þessa vikuna. Ég er bara ekki að meika það að hjólast út um allan bæ í dag þannig að ég bíð bara með þetta fram á mánudag. Þá get ég kannski verið með bílinn. Ægir fór nefnilega um miðja nótt út á flugvöll. Er núna staddur á fundi í Noregi en hann kemur sem betur fer heim strax í kvöld. Hann vildi ekki vera heila nótt í burtu þessi elska og verður því bara stutt í burtu :)

Svo er það bara afslöppun um helgina. Planið er að eta góðan mat, smjatta á poppi og liggja fyrir framan imbann. Næs :)

fimmtudagur, september 14, 2006

Dúllerí allan daginn.

Gærdagurinn var frekar mikið næs.
Byrjaði á því að keyra Ægi í vinnuna og var síðan mætt til Annemieke kl tíu. Skildi Malín þar eftir og svo hafði ég bara allan daginn fyrir mig. Byrjaði á því að fara niður í bæ í Oisterwijk. Frábært að geta hangið í búðum og hugsað ekki um neinn nema sjálfan sig :) Rölti bara um og skoðaði allt og ekkert og ekki skemmdi veðrið fyrir en hitin fór upp í 30 gráður í gær og svo var bara sól sól og aftur sól :).
Klukkan að ganga eitt var mín orðin aðeins of mikið svöng og var ég farin að skjálfa. Dreif mig inn í næstu bókabúð og keypti mér slúðurblað og settist með það á veitingastað sem var þar beint á móti. Ji hvað ég hafði það huggulegt. Settist að sjálfsögðu í mestu sólina og setti bara á mig sólgleraugun og lappir upp á næsta stól. Pantaði mér ristaða samloku með skinku og osti með smá salati og kók með. Borgaði tæpar 400 krónur fyrir þennan fína mat. Var reyndar ekkert mikið södd eftir þetta og kom ég við í bakaríi áður en ég hélt heim á leið og keypti mér þvílíku óhollustuna. Keypti mér einhverja djúsí sítrónuköku sem smakkaðist svona líka vel með kaffinu heima :)
Dreif mig út á sólbekk heima í klukkutíma en var þá alveg við það að kafna. Fór því bara á netið í smá stund áður en ég hélt aftur niður í bæ. Fór bæði á pósthúsið og í kjörbúð. Það er nú gaman að segja frá því að gaurarnir á pósthúsinu eru farnir að þekkja mig vel. Vita alveg hvert ég er að senda pakkana og svona :) Ég fer þangað nefnilega í hverjum mánuði og stundum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Mér finnst ég líka alltaf vera að senda einhverjum pakka enda mörg afmæli í gangi. En svo er auðvitað hundfúlt að senda og senda út gjafir en geta svo aldrei mætt í veislur..uhu.
Ég sótti svo Ægi í vinnuna upp úr klukkan fimm og fórum við þaðan heim til Annemieke og Gauta til að sækja Malín. Það var ekki búið að vera neitt rosalega leiðinlegt hjá henni. Búið að stjana við hana allan daginn. Hún var ekkert spennt að koma heim. Var alveg til í að vera bara lengur þarna. Annemieke ætlar svo að passa hana aftur eftir viku. Þá verður aftur kósý dagur hjá mér :) :)

mánudagur, september 11, 2006

Það er ástand á manni.

Þreytan er alveg að fara með mig þessa síðustu og verstu daga.
Ég er farin að leggja mig næstum því upp á hvern einasta dag og sef bara og sef á meðan Malín fær sér blund. Hrikalega notalegt að skríða upp í ból þegar hún fer upp í nýja rúmmið sitt. Algjör lúxus síðan hún hætti að sofa í vagninum sínum. Ég þorði nefnilega aldrei að leggja mig uppi í herbergi þegar hún svaf úti. Dottaði bara rétt aðeins í sófanum en að sjálfsögðu er það miklu betra fyrir mann að vera í almennilegri stellingu á meðan maður sefur. Ekki það að það sé til einhver góð stelling fyrir mig lengur. Ég hef um 2 kosti að velja. Annaðhvort er það vinstri hliðin eða sú hægri. Síðan er ég með lítin púða undir bumbunni og annan stóran á milli lappana og best er þegar ég get haft sængina þar líka þar sem mér líður þá aðeins betur í mjöðmunum.

En þar sem þessi blundur okkar fer alltaf fram á milli svona hálf eitt til hálf þrjú sirka að þá missi ég alltaf af Glæstum. Áhuginn hefur sem sagt greinilega farið dvínandi undanfarið þar sem ég kís lúr fram yfir Ridge og fjölskyldu. Reyndar er þátturinn líka sýndur seint á daginn en ég hef bara ekki tíma í að glápa á sjónvarpið þá. Það er bara því miður ekki hægt að glápa á sjónvarp og lúra allan daginn.

föstudagur, september 08, 2006


Gulli a horninu med flotta greidslu.

fimmtudagur, september 07, 2006

Fyrsti í Hollensku.

Ekki samt hjá mér því miður. Ægir er í fyrsta tímanum sínum núna. Átti reyndar að vera búinn að fara í 3 tíma en hann missti því miður af þeim. Fékk sent bréf hingað heim á þriðjudaginn þar sem liðið var að spugulera í því af hverju hann hefði ekki mætt. Hann var bara ekki búinn að fá neinar upplýsingar um neitt, vissi ekki hvenær hann átti að byrja og var bara að bíða eftir upplýsingum um það í pósti.
Þannig að héðan í frá að þá verðum við Malín 2 heima ALLAN DAGINN 2x í viku til kl. 21:30 :(
Það væri nú kannski í lagi ef þessi kennsla væri bara í smá tíma en mér finnst ansi leiðinlegt að hugsa til þess að svona eigi þetta að vera næsta 2 og hálfa árið, en þannig á þetta víst að vera. Þetta eru heldur engar annir, heldur er bara skóli alltaf allan ársins hring. Frekar furðulegt.

Annars erum við Malín alltaf að æfa okkur hérna heima líka :)
Marjanne ein nágranakonan okkar lánaði okkur fullt af barnabókum um daginn til að skoða og svo fékk ég 8 skemmtilegar barnabækur lánaðar niðri í rækt sem maður lærir bara helling af að skoða. Þetta eru svona myndabækur þar sem útskýrt er hvað allt heitir og eins eru þarna stuttar setningar. Malín hefur alveg rosalegan áhuga á þessu. Hún er sko alveg farin að fatta það að það er ekki töluð Íslenska hér. Það kemur ekkert smá oft fyrir á hverjum degi að hún spyr mig : mamma, hvað heitir þetta? og ég svara einhverju á Íslensku en þá segir mín bara nei...ekki það, á Hollensku?

34 vikur

Buin ad fa rosa flottar skidabuxur :) spurning hvenar thad ver�ur haegt ad nota thaer her. Thaer koma nu senninlega ad godum notum heima a Islandinu um jolin :)

miðvikudagur, september 06, 2006


Malin og Mani flott saman.

Það vantar allt Malt í mig.

Úff hvað ég væri mikið til í einn vel kaldan Malt bauk núna.
Ég er að sjálfsögðu fyrir löngu búin með baukana mína 6 sem Ægir kom með frá Íslandi um daginn.
Fórum inn á nammi.is og jú jú þar er hægt að kaupa Malt en o boy. Ég myndi ekki einu sinni láta senda mér Malt frá þeim þó ég ætlaði mér að vera hér yfir jól.
Dósirnar 6 kosta 1020
svo er það sendingakostnaður sem er 2450 kr fyrir hver 250 gr. (ef þú pantar til Hollands) og þessar 6 dósir eru sko 3,3 kíló þannig að þetta yrði ansi sver pakki.
Ég er bara ekki alveg að skilja þessa síðu. Það getur bara ekki verið að þetta virki svona.

Lasiríus litli.

Malín er búin að vera lasin síðan á mánudaginn. Nældi sér í einhverja kvef-hitapesti :(
Hundfúlt fyrir hana að missa af leikskólavist í gær og samverustund með Annemieke og krökkunum í dag. Hún var búin að bjóðast til þess að vera með Malín í allan dag.
Vona að hún verði orðin hitalaus í fyrramálið svo ég geti farið í sjúkraþjálfun.
Það er nú bara alveg hundleiðinlegt fyrir hana að hanga svona heima með hálf fallaðri mömmu sinni. Það er ekki hægt að segja að ég sé spræk þessa dagana. Skrokkurinn með versta móti verð ég að segja :(
Þetta fer nú bara að verða gott. Ætla nú bara rétt að vona að ég þurfi ekki að ganga með þessa dömu í næstum 42 vikur eins og með Malín.

Veðrið virðist ætla að vera gott í dag. Vona að það fari nú að koma betri tíð. Búin að fá nóg af tuttugu gráðunum og rigninga skúrum. Langar bara að fá sumar og sól aftur.
Það er varla að maður hafi stigið út í garð allan síðasta mánuð. Enda er hann orðinn vel ljótur, illgresi út um öll beð og stéttar.

Nóg um kvart og kvein í dag.
Meira síðar :)

mánudagur, september 04, 2006

Síðasta skoðun hjá ljósmóður.

Á morgun er ég komin 34 vikur. Hitti ljósmóður og nema í morgun í síðasta sinn. Hér eftir hitti ég bara fæðingalækni sem staðsettur er á spítalanum sem ég ælta að fæða á.
Blóðþrýstingur í lagi, mældist bara 100/65 sem er bara svipað og hann hefur verið alla meðgönguna, búin að þyngjast um 8 kíló síðan í fyrstu skoðun (komin þá 6 vikur) og það er nú bara rosa flott held ég og svo komu allar blóðprufur sem ég fór í um daginn vel út.
Ég hef bara einu sinni verið beðin um að pissa á svona strimil sem mælir eggjahvítu, sykur og fleira í þvagi en það eru svo hrikalega margar vikur síðan það var. Þetta er dálítið öðruvísi hér heldur en heima. Ljósmóðirin sagði að þessi unga dama væri þvílíkt spræk. Bumban er nánast aldrei kjur, heldur eru stanslaust spörk og læti þarna hjá henni. Hún sagði líka að hjartslátturinn hennar væri alveg rosalega sterkur sem er bara frábært. Hún var eitthvað að reyna að þreifa á henni, fann að hún snéri nú rétt, en er ekki búin að skorða sig. Sagði svo að hún væri frekar lítil (en samt alveg nógu stór og alveg passleg fyrir mig :) og að hún yrði sennilega minni en Malín var þegar hún fæddist. (en hún var rétt um 15 merkur)

Það verður gaman að hitta þennan fæðingalækni eftir 2 vikur. Förum þá sennilega í sónar þar sem það á að tékka á því hvernig daman liggur og hvort mér sé óhætt að reyna eðlilega fæðingu.
Ég verð nú samt að segja það að mér er farið að kvíða töluvert mikið fyrir. Væri svo alveg til í það að vera bara að fara heim til Íslands til að eiga.
Þetta á örugglega eftir að verða eitthvað skrautlegt hér. Frétti það hjá Annemieke og Gauta að hér væri ekkert gas í boði fyrir þær sem eru að fæða. Og mig sem var farið að hlakka svo til að komast í gasið aftur...hi hi :)

föstudagur, september 01, 2006

Tónlistarskóli.

Malín er komin inn í tónlistarskóla :)
Fyrsti tíminn er miðvikudaginn 21 september kl 09:00.
Hlakka ekkert smá til að fara með hana þangað. Þetta verður örugglega rosa mikið stuð og mikið gaman. Henni finnst ekkert skemmtilegra en að syngja og dansa.

Höfum líka verið að svipast um eftir dansskóla en það virðist ekkert vera í boði fyrir krakka yngri en 3 ára.

Maður verður víst að finna henni eitthvað til dundurs þar sem leikskólavist er af skornum skammti hér. Ekkert gaman að hanga bara heima með mömmu alla daga.