MATARGATIÐ

föstudagur, mars 31, 2006

JESSSSSS AFTUR.

Við erum búin að fá nýja leigjendur :)
Hrikalega mikill léttir.

Og annað.
Ég er búin að kaupa mér skó :)
Þetta eru ekki brúðarlegustu skórnir. Eiginlega eru þeir bara alls ekkert brúðkaupslegir en ég vona nú samt að þeir sleppi undir kjólinn. Þetta eru sem sagt hálfgerðar töfflur með háum botni (pínu fyndið) og svo kemur svona hvítur renningur yfir ristinga og þar er silvurlituð spenna eða sylgja eða hvað það nú heitir. Sé mig alveg fyrir mér gellast á þeim þessum herna úti í sumar. Ekta sumarskór. Ég held samt að ég verði að mæta á gúmmístígvélunum í kirkjuna ef það fer ekki að hægja á snjónum þarna heima. Ég gæti jafnvel reynt að girða kjólinn ofaní þau :)
Ji hvað ég á eftir að vera smart :)

fimmtudagur, mars 30, 2006

JESSSSSS

Ásta á móti komin í nýjan jakka :)
Hún er búin að vera í baby bláu úlpudruslunni sinni upp á hvern einasta dag síðan ég flutti hingað. En nú virðist hún eitthvað farin að gella sig upp :) Komin í svartan jakka og mér sýnist hún vera komin í brún leðurstígvél. Skil nú samt ekkert í henni að vera búin að leggja Adidas plast töfflunum sínum. Þær eru jú alltaf svo smart, eða þannig.

þriðjudagur, mars 28, 2006

11 DAGAR

Í ÍSLANDSFERÐ.
Og ég er alveg að missa mig.
Er búin að pakka ofan í 2 ferðatöskur.
:)

Brúðargjafir.

Það eru margir að spurja okkur og aðra í kring um okkur hvað þeir eigi eiginlega að gefa okkur, hvort við séum með gjafalista og fleira í þeim dúr.
Nei við erum ekki með neina lista (því miður kannski.)
En..
við erum bara að vona það að fólk fari ekki að gefa okkur stórar, fyrirferðamiklar og þungar gjafir sem við getum með engu móti tekið með okkur hingað út aftur. Það væri hálf fúllt að þurfa að láta þær í geymslu þangað til við flytjum heim aftur. Það er heldur ekkert planað á næstunni.
Mér finnst frekar HALLÆRISLEGT að segja þetta en... það væri að sjálfsögðu bara langbest að fá bara smá pening, annað hvort Íslenskar krónur eða evrur. Þá getum við bara keypt okkur það sem okkur vantar og langar í eins og t.d fallegt sparimatarstell og jafnvel kaffistell líka, stálpotta og góða hnífa, svo langar okkur í fallegt hnífaparasett og fleira svona til heimilisins. Við fáum líka miklu meira fyrir peningana hérna úti.
En svo er að sjálfsögðu hægt að gefa okkur allskonar dótarí sem fer vel í tösku og er ekki mjög þungt :)
Hlökkum til að sjá ykkur

mánudagur, mars 27, 2006

Duran Duran með „verstu plötu allra tíma”

Það er ekki laust við að ég hafi fengið sáran sting í hjartað þegar ég sá þessa grein í mogganum áðan. Hvað er bara að fólki?
Eins og það séu ekki tonn af plötum verri en þessi?

Manni getur nú sárnað.

Bongoblíða.

Loksins.
Nú er vorið komið :)
Það var æðislegt veður alla helgina :) Fórum í hjóltúr bæði í gær og fyrradag eins og við gerum reydnar allar helgar held ég bara, eða a.m.k alltaf annan daginn. Fórum niður í bæ í gær og keyptum okkur ís í brauði og spókuðum okkur í rjómablíðu.
Það var alveg frábært að hjóla í ræktina í morgun. Þetta var í fyrsta skipti í fleiri fleiri mánuði sem ég fór ekki í 3 peysum og jakka, með húfu, trefil og með vetlinga. Hjólaði meira að segja heim á einni þunnri bómullarpeysu :) frekar næs að finna hlýja golu koma á móti manni.
Það er nú samt alltaf gallar við hlýjindin og það eru:
Maurarnir eru strax mættir.
Geitungarnir láta ekki bíða eftir sér og
fuglasöngurinn byrjar ekki seinna en klukkan fimm á nóttunni.
En...
að sjálfsögðu er ég bara rosa sæl með blessaða blíðuna :)

Leitin endalausa.

Ég er búin að leita og leita og leita en finn enga skó til að nota við brúðkaupið :(
Er orðin ansi þreytt og pirruð á þessu veseni. Síðustu helgar hafa flestar farið í það að ferðast á milli borga og bæja í leit að rétta parinu. En nú er ég bara búin að gefast upp. Ég hef sennilega um 2 klukkutíma lausa á sunnudeginum eftir að ég kem til landsis til að finna mér skó fyrir mátun. Getur einhver sagt mér hvert ég skuli halda? Eru betri skóbúðir í kringlunni eða í smáralind?, á ég kansnski að fara á Laugarveginn? Ég veit að það er ekki hægt að gera mikið á 2 tímum, en það varður bara að duga.
Ég fór Breda (sem er borg hér í um 20 mín fjarðlægð) í skóbúð sem er bara með svona spariskó og þá sérstaklega brúðarskó, en nei nei...Halló...það var ekki eitt hvítt skópar þarna í búðinni :( Karlinn sem afgreiddi mig sagði að það yrði mjög erfitt fyrir mig að finna hvíta skó þar sem Hollenskar konur giftu sig yfirleitt í svona kampavínslit eða kremuðum. Hann gæti reyndar pantað einhverjar gerðir fyrir mig frá Ítalíu en það tæki svona 2 vikur. Ég sá reyndar enga skó þarna sem ég hefði sætt mig við þó þeir hefðu allir verið hvítir. Það er nefnilega eitt annað, það virðist bara ekki vera hægt að fá hælaháa skó sem eru með hærri hæl en svona 3 sentimetrar.
Á laugardaginn fór ég svo í um 50 skóbúðir í viðbót og fann að sjálfsögðu ekkert, rampaði inn í eina brúðarbúðina enn og þar gat ég ekki einu sinni fengið þjónustu þar sem það voru svo svakalega margar brúðir að máta.
Verst hvað það er mikill snjór núna heima. Ég hefði nú bara verið á táslunum ef það hefði verið rjómablílða eins og hér.

fimmtudagur, mars 23, 2006

ÍBÚÐ TIL LEIGU

Íbúðin okkar losnar eftir rúman mánuð og vantar okkur því nýja leigjendur.
Veit ekki einhver um gott fólk handa okkur?

Blessuð sértu sumar sól.

Nú er vorið að koma. Ég er alveg handviss um það þrátt fyrir hrikalegan kulda í morgun.
Spáin segir að það eigi að vera 8 gráður og sól á morgun, 10 gráður og sól á laugardaginn og 15 gráður já ég endurtek 15 gráður á sunnudaginn, en reyndar rigning. En mér er sama. Þetta er allt að koma hérna hjá okkur.
Nú þarf maður bara að drattast í það að bretta upp á ermar og þrífa gluggana að utan.

Allt kostar nú peninga.

Fórum niður á bæjarskrifstofu áðan. Vorum að fá vottorð um það að við værum ekki gift. Án þessara pappíra getum við sem sagt ekki gifst heima. Þetta kostaði að sjálfsögu pening eins og við var að búast. Síðan fór Ægir að spyrjast fyrir um ökuskírteina mál, en við erum bara með okkar Íslensku ökuskírteini. Þau duga víst bara fyrsta árið sem maður býr hérna en svo þarf maður að fá Hollenskt skírteini. En hvað um það. Við fengum 2 umsóknareyðublöð til að senda eitthvert og þau kostuðu nú bara alveg böns. Einnig þurftum við að fá 2 önnur blöð til þess að fylla út í sambandi við heilsu. Við eigum nenfilega að fara í einhverja læknisskoðun eða réttara sagt bara Ægir :) að því að hann er svo mikill gleraugnaglámur en ekki ég (a.m.k ekki ennþá en ég finn að það fer nú aldeilis að styttast :( ). En þessi örfáu blöð kostuðu okkur um 60 evrur sem gera svona fimmfúsundkall.
En svo er það annað. Að sjálfsögðu tekur það einar 4-5 vikur að fá ný skírteini. Merkilegt samfélag þetta Holland, allir svo salí og rólegir í tíðinni.

LOKSINS

Kláraði Kleifarvatn eftir Arnald Indriða í gærkvöldi. Það er ekki búið að taka mig nema 15 mánuði að lesa hana :( hrikalega léleg.
Ég hef bara ekki komist í neinn lestrargír eftir að ég átti Malín. Nú bíður Vetrarborgin eftir sama höfund eftir mér á náttborðinu. Ætla rétt að vona að ég verði sneggri með hana.
Annars fannst mér Kleifarvatn vera slappasta bókin hans hingað til. Hlakka samt til að byrja á þeirri næstu. :)

þriðjudagur, mars 21, 2006

Er einhver með tillögu?

Nú er alveg kominn tími á nýtt ilmvatn hjá mér.
Ég er búin að nota ilmvötnin frá Naomi og She frá Armani ótrúlega lengi og finnst mér tími til kominn á tilbreytingu.
Hér fyrir nokkrum árum notaði ég einungis rakspíra þar sem mér finnst einfaldlega lyktin af þeim yfirleitt betri, en nú verð ég að vera svolítið settleg, enda alveg að verða frú :)
Hér eru smá punktar.
Það þarf að vera milt
ferskt, alls ekki þungt eða mikið kryddað.
létt og þægilegt (vil ekki anga langar leiðir og því kemur Angel ilmvatnið alls ekki til greina)
það má vera pínu sætt og allt í góðu ef það er með pínu blómailmi.
Eruð þið einhverju nær?
Vitið þið ekki alveg upp á hár að hverju ég er að leita :)

Ég er bara þannig að alltaf þegar ég fer í svona snyrtibúðir að þefa, að þá næ ég ekki að þefa af nema svona 5 glösum þegar mér er orðið virkilega flökurt, komin með hausverk og yfirliðstilfiningu. Ef ég væri bara með einhver ákveðin í huga að þá væri þetta ekki svona mikið mál.
Hefur einhver fundið ilminn af ilmvatninu sem Sarah Jesica Parker auglýsir? Held það heiti Lovely. Ég er viss um að það sé ilmvatnið mitt, veit ekkert af hverju en Oprah fýlar það í botn :) Hef bara ekki séð það hérna í búðum :(
Komið endilega með tillögur.

mánudagur, mars 20, 2006

Smá pælingar í sambandi við brúðkaup.

Hvernig er það, ætlar enginn að mæta?
Ég hélt nú kannski að fólk væri búið að ákveða sig hvort það ætlar að koma eða ekki.?
Það eru alveg hrikalega fáir búnir að láta vita. Með þessu áframhaldi verður þetta mjög ódýr veisla enda bara örfáir gestir.
Ekki er það þannig að fólk mæti bara án þess að láta vita? Ég bara trúi því ekki. Við ætlum nefnilega að raða til borðs þannig að við þurfum nú eiginlega að vita hverjir ætla að koma. Og svo væri nú hálf hallærislegt ef við værum búin að kaupa mat fyrir 30 mannns ef það mæta svo 100.

föstudagur, mars 17, 2006

Melodifestivalen

Jæjæ. Nú er ég loksins búin að horfa á sænsku eurolögin sem keppa til úrslita annaðkvöld :)
Það var nú ósköp mikið af rusli þarna inn á milli en svo voru líka allt í lagi lög. Andreas Johnson vinur minn frá því 99-2000 klikkar ekki. Krúttlegur og flottur gaur. Lagið samt ekki alveg nógu sterkt finnst mér. Þurfti að hlusta á það 3 x áður en mér fannst það flott og það virkar náttúrulega alls ekki.
Ég verð illa fúl fyrir hönd allra euró aðdáanda ef hún Carola kemst ekki áfram með lag sitt Evighet. Þetta var eina lagið sem greip mig við fyrstu hlustun og svo er hún bara svo sæt og krúttleg kerlingin. Verð nú að segja það að hún lítur nú bara betur út núna heldur en árið 1991 þegar hún sigraði fyrir hönd Svía.

fimmtudagur, mars 16, 2006

WHY WHY WHY.

Af hverju þarf ég alltaf að vera sami nörrinn?
Ég er búin að hlakka til næsta laugardags í margar margar vikur. Það átti nefnilega að sýna Hollenska euróið þá. Eða það hélt ég, þangað til ég komst að því í gær að það var síðasta sunnudag.

fimmtudagur, mars 09, 2006

30 dagar í Íslandsferð :)

Endalaus bið.

Fór með Malín til læknis í morgun. Biðum bara í klukkutíma og tíu mín. eftir að komast inn. Frekar mikið pirrandi. En sem betur fer á ég stilltasta barn í heimi. Hún dundaði sér bara og sönglaði allan tímann :)
Hins vegar kom annað barn þarna stuttu á eftir okkur og ji minn eini. Hvað geta bara sum börn verið leiðinleg? Þessi strákur var svona aðeins yngri en Malín. Reif allt af Malín og var í því að tosa í hárið á henni og svo gargaði hann og grenjaði nánast stanslaust. Greyjið gamla liðið sem sat þarna og beið. Þegar ég kom þarna að þá voru 3 á undan mér, en þegar ég komst að voru sennilega nálagt 10 að bíða. En hvað um það. Það var orðið svona frekar heitt þarna inni á biðstofunni en gamla liðið var nú samt ekkert að fækka fötum neitt. Þarna var t.d einn gamall maður sem dæsti og másaði og þerraði ennið ótt og títt en hann var klæddur í þykka lopapeysu, í úlpu utan yfir hana og með trefil :)

Malín stóð sig svo eins og hetja inni hjá lækninum. Var æst í að sýna honum hvar öll báttin hennar væru frekar krúttleg. En greyjið litla er sem sagt komin með exem :( Fékk 2 mild sterakrem sem við eigum að bera á hana í nokkra daga á verstu blettina en svo eigum við bara að nota mjög feit krem á restina af líkamanum en þar er hún alveg hrikalega þurr. Hún er eiginlega bara flögnuð út um allt :(
Vona að þetta lagist bara fljótt af þessum kremum. Ekki þægilegt að hafa svona exembletti út um allt.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Pallatími

Fór í minn fyrsta pallatíma í morgun og obbosí. Hvað er maður lélegur? Ég átti mjög erfitt með mig allan tímann og það lá við að ég dræpist úr hlátri á tímabili. Gat með engu móti stigið upp og niður á pallinn og gert handaæfingar um leið. Vona að ég verði ekki alveg jafn nörraleg í næsta tíma.

Annars er það að frétta úr ræktinni að það er búið að taka búningsaðstöðuna í geng. Þetta er allt annað líf núna. Komnir rosa flottir skápar í dökkum lit og svo er búið að mála allt hvítt og setja stórar brúnar leðurpullur á nokkra staði til að tilla sér á. Frekar flott.
Þarna er líka búið að koma fyrir standlampa (ljósabekk) sem allir geta notað eins og þeir vilja. Ég er nú að hugsa um að rjúfa ljósabindindið mitt langa og prufa þetta svona í gamni. Það væri nú gaman að vera komin með svona eins og fjórar fimm freknur fyrir brúðkaup. Ég held að ég hafi ekki farið í ljós í rúm fimm ár enda er það bölvaður óþverri og stórhættulegt. En hvað gerir maður ekki fyrir stóra daginn sinn.

sunnudagur, mars 05, 2006


Tharna starfa nokkrir heimilislaeknar. Svaka flott hus. Malin og Aegir taka ser stutta pasu i hjolturnum fyrir myndatokuna. Posted by Picasa

Malin klar i slaginn a sunnudagsmorgni. Thessi mynd er tekin um 16 klukkutimum seinna en vormyndirnar. Posted by Picasa

Thad var bara vorlegt hja okkur i gaer :) Posted by Picasa

pinu erfitt ad vera med svona stora vetlinga Posted by Picasa

adeins verid ad slappa af Posted by Picasa

Ordid pinu jolalegt hja okkur i bili a.m.k. Allur snjor var samt horfinn um hadegi. Posted by Picasa

frabaert ad geta leikid uti i snjonum Posted by Picasa

 Posted by Picasa

kappklaeddar med rjodar kinnar Posted by Picasa

maedgur ad spoka sig i snjonum Posted by Picasa

föstudagur, mars 03, 2006


For i skobud i gear. Kom reyndar ekki ut med neina sko en fekk thessa finu tosku i stadinn :) Mer fannst nu bara vid haefi ad Islendingur fengi sidasta eintakid. Posted by Picasa

fimmtudagur, mars 02, 2006

Body Balance

Prufaði þennan tíma í fyrsta sinn hérna í Hollandinu nú í morgun. Frábær tími, rosa skemmtilegur, flott lög og góðar æfingar. Hef farið nokkrum sinnum í svona tíma á Bjargi fyrir nokkrum árum en það var allt öðruvísi. Þetta er miklu skemmtilegra :)
Þetta er rólegur tími og æfingarnar allar rosa hægar og svona fljótandi. Eins gott að hafa jafnvægið í lagi svo maður detti ekki beint á góminn í sumum stöðunum. Annars kemur það nú fljótt ef maður er duglegur að mæta, og það ætla ég sko pottþétt að gera.
Ég prísaði mig samt sæla fyrir að kunna eitthvað fyrir mér í þessu. Stundaði jú jóga heima og hef verið í pilates hér þannig að ég var ekkert svo græn. Ég er nefnilega ekki alveg að skilja allt sem fram fer þarna í tímunum þannig að það er stundum gott að getað giskað á hvað kemur næst. Sumar æfingarnar eru nefnilega þannig að það er ekki séns að sjá kennarann. Maður er kannski bara í einni kúlu með hausinn klestan ofaní gólf :)

miðvikudagur, mars 01, 2006


Krutta litla maett i snjoinn. (ekki svo oft sem thad gerist) Posted by Picasa

Fallegt vedrid i morgun. Eg er alsael med ad hafa sleppt thvi ad fara i raektina i morgun. For thess i stad ut ad leika med Malin. Eins gott ad vid bidum ekki med thad thar sem allur thessi fallegi snjor for aftur i hadeginu :( Posted by Picasa

flottasti snjokarlinn i Hollandi Posted by Picasa

Alltaf ad stilla ser upp. Hvadan aetli hun hafi thad nu? Posted by Picasa