MATARGATIÐ

miðvikudagur, maí 31, 2006


Jaeja jaeja. Er komin 20 vikur jibbs�

Stor bumba :) matti til med að skella thessari med. Eg virka svo svakalega brun tharna :)

föstudagur, maí 26, 2006

Þetta er ótrúlega flott :)

Dansþróun síðustu 40 ára
http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=1787

miðvikudagur, maí 24, 2006

OHHHH ÉG ER SVOOO GLÖÐ.

Múttan mín er að koma á laugardaginn :) :)
Hún ætlar að stoppa í 12 nætur eða 13 daga. Hún lendir í Amsterdam um kl tvö þannig að við höfum rúman hálfan dag þar og svo ætlar hún að flúgja heim frá Frankfurt og vélin þaðan fer ekki fyrr en rúmlega níu um kvöldið þannig að það er algjör snilld. Ætlum bara að fara snemma þann dag til Frankfurt og spóka okkur um áður en hún fer.
Mamma verður 55 ára þann 2 juni þannig að við höldum upp á það hér og svo er ég líka svo glöð með að hún skuli ná 2 ára afmælinu hennar Malínar þann 7 juní lika.
Skemmtilegt hjá okkur framundan.
:) :) :)

Grenjandi ljóska sem er að verða feitilíus.

Þannig er ég þessa dagana.
Ég fór í litun og klippingu á föstudaginn var og ó boy. Ég hef sko ekki verið svona mikið ljóshærð síðan 88 eða eitthvað álíka. Þetta hárgreiðslufólk hérna er bara ekki alveg að gera sig. Ég er ekki að fatta þetta lið. Ég bara fæ aldrei það sem ég bið um. Svo bara Þoooooli ég ekki að vera alltaf með skil. Ég fatta ekki alveg af hverju ég er alltaf með skil þó ég sé nýkomin úr litun. Svo eru alltaf þvílík margir að grúska í hausnum á manni, segjandi álit og ég veit ekki hvað og hvað. Furðulegt fólk.

Ofnæmið er ennþá til staðar. Óþolandi ástand. Er svo ekki að nenna þessu lengur. Ægir segir að það sé eins og ég sé að koma úr erfiðri jarðaför alla daga, alltaf rauð, bólgin og í því að sjúga upp í nefnið.

Svo er það feitalíusarfréttirnar. En jú jú..ég er að verða feit og ég bara þoli það ekki. Ég er svoleiðis farin að finna fyrir gamla hliðarspikinu aukast frá degi til dags. Ömurlegt að geta svo ekkert gert til að koma í veg fyrir stórtjón. Ég er bara ekki að meika það að vera í ræktinni alla daga lengur, ekki einu sinni annan hvern dag. Grindin bara ekki að þola það. Fer einstaka sinnum þessa dagana og þá bara í smá stund í einu og svo er það bara sjúkraþjálfunin og kaffiþamb á barnum í ræktinni.
Annars er grindin rosalega missjöfn. Suma daga er ég bara þokkaleg, get alveg gegnið allan daginn án þess að æja og óa en svo eru aðrir dagar algjört pein og þá gerir maður nú ekki mikið. Nú eru nýjir verkir farnir að bætast við og eru þeir í lífbeininu. Ekki bestu verkirnir. Sjúkraþjálfarinn minn sagði að nú yrði ég að fara að takmarka ferðirnar upp og niður stigana hérna hjá mér (já einmitt) eins og það sé auðvelt þegar maður býr á 3 hæðum. Ég þarf bara að vera dugleg að senda Ægi upp og niður fyrir mig eftir kl fimm á daginn þegar hann kemur heim :) æjjj greyjið hann að eiga svona ónýta konu.

mánudagur, maí 22, 2006

Púff.

Samkvæmt ráðleggingum sjúkraþjálfarans að þá þarf ég að hætta ýmsu. T.d þarf ég að reyna að venja mig á það að standa alltaf í báðar fætur og sitja bein í sófanum helst með fætur niður á gólf en ég má líka hafa þær upp á borði fyrir framan mig ef ég er mjög þreytt. Þetta virðist nú ekki vera mjög mikið mál svona í fyrstu en svo þegar maður fer virkilega að hugsa um það stanslaust hvernig maður er að þá er þetta agalega erfitt :(
Ég t.d á rosalega erfitt með að standa í báðar fætur í einu, er alltaf búin að setja þungann á annan fótin og það er sko alveg bannað. Þegar maður er svona fatlaður eins og ég með þetta helv. grindarvesen að þá er bara of mikið álag á liðböndin og allt draslið þarna í mjöðmum og fótum. Mér finnst einnig alveg fáránlegt að ætla að sitja bein með fætur niður á gólf fyrir framan imbann. Mér líður nú bara illa þannig. Er alltaf með krosslagðar fætur (sem má bara ekki lengur ) eða þá með lappirnar troðnar undir mér. Þegar maður fer að hugsa út í það hvernig maður beitir skrokknum að þá er það í rauninni fáránlegt.

sunnudagur, maí 21, 2006


Fina nyja stellid komid inn i skap :)

3 gerdir af bollum, espresso, venjulegir og kaffifantar :)

flottur

litla kruttlega supuskalinn

Jommi pasta a flottum pastadiski :)

laugardagur, maí 20, 2006

Hátíð í bæ

Eitt skemmtilegasta kvöld ársins gengið í garð :)
Þetta verður þvílíkt gaman þrátt fyrir að Íslendingar séu ekki lengur með, enda fullt af skemmtilegum lögum og jú líka fullt af lélegu rusli inn á milli en það getur nú bara verið ennþá skemmtilegra að horfa á það.
Ég ætla ekki að fara yfir öll lögin sem taka þátt heldur setja bara hér niður þau lönd sem eru í uppáhaldi hjá mér.

Noregur. Stóð sig vel stelpan :) gaman að heyra norskuna.

Rússland. Jiii hvað þetta er flott. Stáksi söng mun betur núna. Verðu pottþétt í efstu sætunum.

Makedónia. Hún var alls ekki að standa sig stúlkukindin en þetta er bara eitthvað svo grípandi lag. Er alveg komin með það á heilann.

Rúmenía. Æði æði æði. Strákurinn syngur BARA vel og lagið frábært. 12 stig :)

Bosnía. Flott. Þessi söngvari klikkar ekki.

Finnland. Flott.

Írland. Flott

Svíþjóð. Flott en samt ekki flottast. Sorry Arps.

Er viss um að bæði Malta og Grikkland verði mjög ofarlega. Þau eiga samt ekki skilið að vera þar að mínu mati.

Krossa putta og segi áfram Rúmenia.

fimmtudagur, maí 18, 2006


Afram Dima

Gleðilega hátíð :)

Nú er ballið byrjað :)
Svo er bara spurning hvernig menn standa sig í kvöld, hverjir eru bestir og hverjir eiga skilið að komast áfram.
Löndin sem keppa í kvöld eru:

1. Armenía. Verð illa svekkt ef þessi auli kemst áfram. Atriðið nánast eins og Tyrkneska sigurlagið.

2. Búlgaría. Voða sæt kona en ekkert meir.

3. Slóvenía. Já já þetta flýgur áfram. Flott lag og ekta eurolag sem ég á eftir að hlusta á oft. þau fá samt mínus fyrir obbolega ljót föt.

4. Andorra. Mér finnst lagið allt í góðu en hún er glötuð þessi kerling og syngur hræðilega. Efast um að það komist áfram.

5. Hvíta Russland. Ömurlegt. Eins gott að það komist ekki áfram. Hvað er bara málið með búningana í ár? allir í frakar mikið glötuðum búningum í ár. Fólk hefði nú alveg mátt læra af mistökum Selmu frá því í fyrra.

6. Albanía. Lagið alls ekki alsæmt, hefði mátt skilja þessa gömlu karla eftir heima. En ég held að þetta sé ekki líklegt áfram.

7. Belgía. Ótrúlega flott lag og kemst örugglega áfram, en ég varð nú pínu svekkt með það. Það vantaði allt fútt í þetta þarna á sviðinu.

8. Írland. Ljómandi bara. kemst áfram.

9. Kýpur. Allt í lagi en ekkert meir. Rosa kraftur í kerlu samt.

10. Mónakó. Leiðinlegt og enn lélegri söngkona. Frekar svona barnalagalegt lag.

11. Makedónia. Flott. Rosa fín söngkona. Flýgur áfram.

12. Pólland. Æjæj...bara ömurlegt

13. Rússland. ohhh bara flott :) Vildi að ég hefði svona flott hár.

14. Tyrkland. Ömurlegasta lagið til þessa. Þetta má bara ekki komast áfram.

15. Úkraína. Æj þetta heillar mig nú ekkert. Minnir óneitanlega á Russlönu.

16. Finnland. Fínt lag og rosa sjóv :) Komast vonandi áfram.

17. Holland. Ég er bara alls ekki að heillast af þessu lagi. Vantar bara töluvert mikið upp á það. Það er því ekki mikið áfram Holland á okkar heimili.

18. Litháen. Hrikalegt, þetta bara má ekki.

19. Portugal. Æj æj..

20. Svíþjóð. Rosa flott. Carola klikkar ekki. Hefði mátt syngja lagið á sænsku eða a.m.k hluta af því.

21. Eistland. Já já fínt lag og kemst örugglega áfram. Ég fæ nú samt engan svona eurokipp við að hlusta á það.

22. Bosnía. Ohh bara flott. Ekta svona út að borða rómó lag í útlöndum :)

23. Ísland. Vona að hún komist áfram en er samt voða stressuð um að það takist nú ekki.

Þau sem kæmust áfram ef ég fengi að ráða eru :
Slovenía
Belgía
Írland
Makedonia
Rússland
Finland
Svíþjóð
Eistland
Bosnía
Ísland

og hana nú.

Hittingur.

Við mægður fórum í morgun að hitta hinar ýmsu kerlingar yfir kaffi og meððí. Þetta var alveg þrælfínt, gaman að kynnast nýjum konum. Þetta eru konur sem hafa flutt frá hinum og þessum löndum, þó aðalega Bandaríkjunum. Þarna var einnig ein frá Ísrael, 2 frá Ástralíu, 1 frá Írlandi, 2 frá Bretlandi og fl. Ég náði nú ekki mikið að spjalla við þær, a.m.k ekki eins mikið og ég hefði viljað þar sem Malín var með mér. Þarna var ein önnur stelpa sem er jafn gömul Malín og þær stöllur höfðu mestan áhuga á einum kisa sem átti heima þarna. Gallinn var að hann var upp á efri hæðinni og þær vildu sem sagt stanslaust vera að príla í stiganum og því varð að fylgjast vel með þeim.
Í þetta sinn var þetta haldið í hrikalega flottu húsi í flottasta hverfinu hérna í bænum :) gaman að koma inn í svona stórt og flott hús og sötra kaffi :)
Það er nú samt ekkert endilega rosa flott inn í þessum svaka húsum eins og maður kannski heldur...o nei. Þarna var sko ekki búið að endurnýja neina muni síðan um 1980. Myndirnar á veggjunum voru mikið í svona Duran Duran plötuumslaga stíl (eins og t.d Rió), stórar svartar andlitsmyndir með skærum varalitum og ennþá skærari svitaböndum :) Frekar mikið fyndið.
Með kaffinu var boðið upp á þvílíka hlaðborðið með Amerískum kræsingum en venjulega er ekki boðið upp á svona flottheit. Yfirleitt er bara kaka og kannski smá grænmeti og dýfa.
Í næsta mánuði ætlar þessi hópur svo að hittast í bæ sem er hérna rétt hjá þannig að við Malín hjólum sennilega bara þangað :)

miðvikudagur, maí 17, 2006

Hollenska.

Jæja þá er ég búin að fara í viðtal út af Hollensku námi. Ohh hvað ég hefði viljað vita af þessari kennslu fyrir ári síðan. Þegar ég var að spyrjast sem mest fyrir um þetta fyrir löngu síðan að þá vissi enginn um þennan skóla. En svo einn morguninn niðri í rækt þegar ég sat í makindum mínum á barnum drakk kaffi og las slúðurblað (á ensku:) að þá kom stelpa til mín frá Bretlandi sem settist niður hjá mér og fór að spjalla. Hún sagði mér svo frá því að þessi skóli væri til og að ég ætti að drífa mig strax þarna niður eftir og ath hvort ég kæmist ekki bara inn núna í ágúst, byrjun september. Ég hefði svooo verið til í að byrja þá en það er bara ekki nógu hentugt þar sem barnið á að koma í heiminn um miðjan oktober. Þetta nám er 3 x í viku hálfan daginn og finnst mér svolítið mikið að vera frá barninu svona lengi í einu svona oft í viku. Svo veit ég ekkert hvað ég verð lengi að jafna mig eftir fæðinguna og svo ætlum við líka heim um jólin og þá myndi ég líka missa úr, þannig að það er bara best að byrja í febrúar af fullum krafti. Þarna er er líka barnapössun fyrir 2 ára og eldri þannig að Malín getur ferið þarna á meðan ég er í kennslu. Við fórum og skoðuðum aðstöðu þarna og leist okkur mæðgum alveg glimmrandi vel á þetta. Þarna voru nokkrar eldhressar konur að vinna sem komu strax og spjölluðu við okkur. Þarna var þessi fína rennibraut sem Malín tók strax ástfóstri við og þegar ég ætlaði heim að þá varð mín ekki sátt.
Þetta nám eru 4 annir eða 2 ár og kostar þetta skít og kanil, eða um 50 evrur önnin sem er ekki nema tæpar 5000 krónur. Ríkið borgar svo restina á móti manni sem er víst alveg hellingur. Því miður er ekki alveg pottþétt að ég komist inn, en maður verður bara að krossa fingur og vana það besta. Ægir fer í viðtal þarna í þarnæstu viku en hann ætlar að reyna að komast í kvöldskóla þarna í ágúst.
Þetta er allt saman voða spennandi.
Á morgun er ég svo að fara með þeirri Bresku að hitta fólk sem héðan og þaðan úr heiminum. Fólk sem hefur flutt til Hollands og talar kannski ekkert rosa góða Hollensku og jafvel enga. Þetta er kaffihópur sem hittist einu sinni í mánuði, stundum hérna í Oisterwijk og stundum annarsstaðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður :)

sunnudagur, maí 14, 2006

Euróið (þátturinn í gær)

Skemmtilegur eins og þeir fyrri :)
Ef ég fer svona aðeins yfir það sem mér fannst um lögin sem sýnd voru í gær að þá er þetta niðurstaðan.
Sviss: la la-ekkert spes
Modavía: Hrikalegt, agalega slæmt
Israel: Allt í lagi, dúdinn kann samt ekki að dansa í takt.
Lettland: úff..veit svei mér ekki.
Noregur: Algjört æði. Með flottari lögum. Heillaðist gjörsamlega af þessu lagi í keppninni sem haldin var í Noregi. Hélt með þessu lagi þá :)
Spánn: Ömurlegt myndband og það skemmir sennilega eitthvað fyrir. Var ekki alveg að gúddera þetta.
Malta: Fínt lag.
Þýskaland: Er ekki að heilla mig.
Danmörk: Góð sönkona. Lagið mun flottara núna heldur en í Dönsku eppninni. Lagið var þá alveg hrikalega hallærislegt á sviði. Vona að þau geri ekki sömu mistök á sviðinu í Grikklandi.
Rúmenia: Ótrúlega flott lag..ji minn. Ég heillaðist gjörsamlega. Spurning hvort þetta sé ekki bara flottasta lagið?? Ef gaurinn væri sætur að þá myndi það pottþétt vinna.
Breland: Ömurlegt. Hvað er bara að?? Sá Bresku keppnina og þetta var eignilega sísta lagið.
Grikkland: Tja, uuuuu veit bara ekki hvað skal segja.
Frakkland: Soldið flott. Samt frekar lítið lag.
Kroatia: Hrikalega svekkt með þetta lag. Algjör horror. Hef svo oft verið hrifin af þeirra framlagi, en það er ekki mikið varið í lagið í ár.

Ji hvað það verður gaman næsta fimmtudag. Vona bara að Ísland komist áfram þannig að það verði skemmtilegra að fylgjast með keppninni á laugardaginn.
Önnur lönd sem verða bara að komast áfram eru:
Belgía
Rússland
Bosnía
Svíþjóð og
Finnland

Algjor krutta

Hrikalega mikid stud i dyragardi :) Sja fleiri myndir inn a barnalandinu.

föstudagur, maí 12, 2006

Það er nú margt sem ég skil ekki.

En það er samt eitt sem ég skil bara alls ekki og það eru múslimakonur. Það er alveg sama hversu heitt er úti alltaf eru þær kappklæddar. Þær eru ekki bara í einum kufli eða hvað þetta nú heitir heldur eru þær í einni spjörinni yfir hver aðra sem ég sé bara engan tilgang með. Svo eru þessar konur rennsveittar og eru í því ótt og títt að þerra ennið en það er nánast það eina sem sést á þeim.
Það voru tvær svona konur að æfa í ræktinni í gær. Ég hef nú bara aldrei séð annað eins. Þær puðuðu svoleiðis rosalega á cross-trainerunum. Ótrúlegt ef þær hafa komist slysalaust frá þessu. Ég sé mig a.m.k ekki fyrir mér á hlaupabretti eða öðrum tækjum í svona dressi. Ég yrði fljót að fljúga á hausinn eða hvað það nú verra. En ég er nú kannski frekar slæm. Ég má nú ekki einu sinni líta til hliðar á meðan ég er á brettinu þvi þá fæ ég svo mikinn svima.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Þetta er lífið.

Sól og blíða alla daga. Svona á lífið að vera :)
Ég fór og hitti sjúkraþjálfarann í fyrsta sinn í dag og gékk það vel. Við erum svo vel tryggð þannig að ég get bara farið eins oft og ég vil án þess að borga krónu :)
Við Malín hjóluðum svo niður í bæ og spókuðum okkur á markaðnum. Þar er nú allt hægt að finna. Keypti mér 2 svona plastdúka á borð en þá hef ég ekki fundið í búðum hér. Keypti einnig fullt af æðislega flottum ávöxtum og sjávarfangi sem ég ætla að nota í salat annaðkvöld. Malín varð svo hálf fúl með það að þurfa að fara heim aftur enda svaka stuð í bænum og allt fullt af fólki.
Nú er Malín að fá sér blund og ég ætti því að drattast í það að taka til, ryksuga og skúra þar sem það er allt í skít hér hjá okkur en mér er drullusama. Ætla frekar að leggjast út á bekk með bók.
Njótið dagsins. Það ætla ég sko að gera.

Nokkrar nyjar myndir inn a barnalandinu :)

þriðjudagur, maí 09, 2006

Helgin

Þræl fín helgi að baki. Veðrið var alveg frábært, sól nánast allan tímann og hiti á bilinu 26-30 gráður :) Mér var nú samt oft hálf svona kalt, alveg merkilegt.
Hjóluðum mikið og borðuðum úti í gardi voða næs. Setti inn nokkrar myndir frá helginni.
Ofnæmið er ekki eins slæmt en alls ekki nógu gott. Fór til læknis áðan og vildi hann að ég prófaði eitthvað nefsprey. Á að taka það 2 - 3 á dag en svo má ég taka eina töflu með líka ef ég er hrikalega slæm. Hún sagði nú samt að ég ætti bara að reyna alveg að sleppa því að taka töflur út af óléttunni. Vonandi að þessi tími fari bara að verða búinn. Hún sagði að þetta væri einmitt versti tíminn núna og það væru mjög margir að fá ofnæmi núna enda tíðin óvenju slæm.

myndarleg vid gardstorfin. thad veitir ekki af tvi ad vera duglegur ad vokva eftir 30 gradur dag eftir dag.

gott ad fa ser kaldan vatnssopa i hitanum

krutta ad vokva fyrir mommu

adeins slakad a i gardinum

algjor toffari

skotta litla ad gefa ondunum.

krutta i hjoltur

Hjolad i skoginum. Thad er alveg sama hvad vid forum oft ut ad hjola, vid sjaum alltaf eitthvad nytt og fallegt.

Hrikalega mikid af glaesilegum husum herna i skoginum hja okkur, eda thetta eru kannski frekar hallir :)


Eg veit, thad sest ekki mikid i thetta hus, en thad er samt flott :)

sumar myndirnar eru kannski pinu skakkar. Eg var nefnilega a ferd thegar eg tok thaer :) :)

glaesilegt hus

sma sopi


smjattad a svinarifi

bordad uti i blidunni

Euro euró

Jæja þá er ég búin að sjá norrænu þættina sem sýna þau lög sem keppa í undanúrslitum :)
Rúv voru nú eitthvað seinir a því. Ég var farin að halda það að þeir ætluðu ekkert að sýna þetta á netinu þar sem ég fann þetta ekkert fyrst um sinn. Horfði því bara hjá sænska sjónvarpinu, en það var nú bara gaman :)
Ég verð nú að segja það að þarna er ansi mikið af rusli...ofboðslega leiðinleg mörg lögin. En að sjálfsögðu góð lög líka.
Þau lög sem hljota bara að komast áfram eru Belgía og Rússland. Þetta eru bara lang flottustu lögin. Svo er Svíþjóð líka með flott lag og þar á eftir koma allt í lagi lög eins og Makedonia og svo eru Finnarnir líka fínir :) er samt drullu hrædd við þessa gaura, ji minn eini þvílíki horrorinn.
Það verður gaman að sjá síðasta þáttinn og sjá hvaða lög eru pottþétt inni :)
Euro klikkar ekki.

laugardagur, maí 06, 2006

Ofnæmisfréttir og fleira skemmtilegt.

Ægir fór í apótek fyrir mig í gær og fékk eitthvað ofnæmislyf sem ég má taka. Ég er því orðin mun betri en ég var, en samt finn ég frekar mikið fyrir þessu ennþá :(
það rennur töluvert úr augunum á mér og ég er með stíflað nef en sem betur fer hefur kláðinn og pirringurinn minkað til muna. Það var jú það sem pirraði mig mest. Er samt hrikalega bólgin eitthvað og þrútin ennþá en vonandi lagast það þegar ég hætti að klóra mér og nudda augun svona mikið. Ég verð nú samt að vera alveg sammála systur minni með það að maður verður hálf sloj og slompaður af þessum töflum. Fann sérstaklega fyrir því í gær þegar ég tók fyrstu töfluna. Fékk töluverðan svima og varð voða þung í hausnum eitthvað. Linda var að tala um það að hún væri bara hætt að taka svona ofnæmistöflur þar sem hana langaði bara alltaf til að sofa en ég varð nú samt ekki alveg svo mikið slompuð af þeim :)

Annars er bara bongoblíða hjá okkur ennþá. Sól sól sól og um 25 gráður. Fórum í langan hjóltúr út um allar trissur í morgun. Ég er svo rosalega glöð með það að finna ekki til í grindinni eða bakinu þegar ég hjóla. Myndi bara deyja úr leiðindum ef ég gæti það ekki. Varð samt ansi aum og þreytt í rassinum, en það var nú Ægir líka :)
Við vorum að tala um það áðan hvað það yrði leiðinlegt að geta ekki haldið þessum hjóltúrum áfram þegar við flytjum aftur heim. Ekki séns að maður nenni að standa í því að hjóla fleiri kílómetra í roki og skít og með brekkur hægri vinstri.

Er í þessum skrifuðu orðum að hlusta á smáskífu safnið með Duran Duran (eins og ég gaf henni Lindu minni ) og ji dúdda dúdd hvað það er gaman. Frábært að heyra öll þessu gömlu góðu Duran lög sem maður hefur kannski ekki heyrt svo oft síðan maður var lítill. Þá er ég að tala um þessar B-hliðar sem voru kannski ekki svo mikið spilaðar. Svo er líka algjör snilld að hlusta á allar útgáfurnar af sumum lögunum sem eru í boði. Bara skemmtilegt.
En jæja best að klára að hlusta á The Chauffeur (blue silver) í hálfgerðum spænskum fílíngi og drattast svo út í sólina. Ég ætti að klára það kannski að gróðursetja síðustu sumarblómin mín :)

föstudagur, maí 05, 2006


Frabaert ad fa ad fara a STORA hjolid sem er nidri i bae.

Frábær dagur í gær.

Veðrið í gær var alveg frábært. 29 gráður og sól sól sól :)
Ef þetta ofnæmi mitt hefði ekki verið að plaga mig svona líka hrikalega mikið að þá hefði allt verið svooo dásamlegt.
Við Malín töltum niður í bæ um kl þrjú, kíktum á markaðinn þar sem við keyptum fullt af flottum ávöxtum, fórum í nokkrar búðir og svo var bara setið úti á kaffihúsi. Ég var svo hrikalega ánægð með skrokkinn á mér, fann ekki fyrir verkjum þrátt fyrir mikið labb. Það eru bara margir margir dagar síðan ég var svona góð :)
En...
þetta bölvaða ofnæmi mitt er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það versnar bara með hverjum deginum. Ég var það slæm í gær að á tímabili sá ég varla út úr augunum þar sem ég táraðist stanslaust. Ég held að sumir hafi haldið að ég væri hreinlega að grenja þar sem ég saug líka svo ótt og títt upp í nefið. Í gærkvöldi bólgnaði ég svo öll upp mig klæjaði svooooo. Ji minn eini hvað þetta er mikil kvöl og pína. Því miður gat ég ekki pantað tíma hjá lækninum mínum í gær þar sem þau hjónakorn virðast vera í fríi (alveg merkilegt með þetta lið, það er bara alltaf lokað á þessari læknastofu)
Ég skildi nú ekki nema brot af því sem var talað inn á símsvarann hjá þeim en ég held ég hafi nú samt náð því að þau koma ekki til baka fyrr en 8 mai. Ægir ætlar í apótekið fyrir mig á eftir til á tékka á því hvort ég geti fengið eitthvað án þess að vera með lyfseðil. Þetta ástand gengur a.m.k ekki svona lengur.
Það þýðir ekkert fyrir mig að vera með maskara á mér þar sem hann er nú fljótur að renna til og það er nú ekki eitthvað fyrir mig. Það gerist sko ekki oft að ég fari út úr húsi maskaralaus :)
En þrátt fyrir þetta vesen allt á mér var dagurinn fínn. Við grilluðum okkur fisk og rækjur í kvöldmatinn og sátum úti í blíðunni. Ljúft líf það.

fimmtudagur, maí 04, 2006


Toffari med nyju solgleraugun sin. Ekki veitir nu af theim i svona blidu.

alltaf ad posa

adeins verid a� stilla ser upp


stora stelpan min :)

Bordad uti i gardi i fyrsta skipti i sumar

Sól sól skín á mig.

Jæja nú er sko sumarið komið hérna hjá okkur.
Frábært veður í gær eða 26 stiga hiti og sól. Borðuðum í fyrsta skipti úti í garði og höfðum við skyr, ávexti og brauð í matinn. Ferlega þægilegt og næs. En í kvöld ætlum við að grilla fisk. Það verður sko aldeilis hægt að spóka sig úti í dag. Það eru strax komnar um 25 gráður þannig að hitinn á sko eftir að fara upp í 30 gráður seinni partinn. Við Malín hjóluðum í ræktina í morgun, hún í kjól og ég í pylsi og hlýrabol :) Bara ljúft. Það er bara einn gallinn á þessu veðri eða bara sumrinu yfirleitt held ég þar sem ég er nánast alveg viss um að ég sé komin með bölvað gróðurofnæmi. Eða a.m.k eitthvað ofnæmi. Ég hef ekki verið normal síðustu daga og þetta fer nú bara versnandi held ég. Þetta lýsir sér þannig að mig klæjar non stop í augun og svíður. Það er svona eins og það sé alltaf eitthvað upp í þeim eins og t.d sandur eða flísar og ég er ekki frá því að þetta sé líka pínu svona eins og þegar maður er nýbúinn að skera niður chilli og fer svo að nudda á sér augun. (ekki mjög gáfulegt en það hefur samt komið fyrir besta fólki) Mig klæjaði svo hrikalega í gærkvöldi að ég var orðin öll elddrauð og þrútin í öðru auganu. Svo tárast ég oft og títt, það lekur úr nefinu á mér og það stíflast ótt og títt og svo hnerra ég alveg hrikalega oft á dag.
Er þetta ekki bara dæmigert ofnæmi?
Finnst frekar hallærislegt að vera að fá svona á gamalsaldri. Hef aldrei fundið fyrir svona löguðu áður.

miðvikudagur, maí 03, 2006


Komin 16 vikur i gaer. Vid fundum fyrsta sparkid fyrir viku sidan. Thad var nu frekar fyndid. Lagum upp i rummi og eg segi vid AEgi ad eg se viss um ad thad se mjog stutt i ad eg finni fyrir froskinum. Og viti menn. AEgir setti hendina a bumbuna og thad kom thetta thvilika ofluga sparkid beint i lofan a honum :) Skemmtilegt. Thetta var einmitt lika svona med Malin. Tha fann AEgir fyrsta sparkid um leid og eg en thad var a nyjarsnott, en tha var eg komin 16 viku.

Snuðferð

Skruppum seinnipartinn í gær í bæ sem er hérna hálftíma í burtu. Ætluðum að skoða matarstell, potta og hnífa og kaupa okkur eitthvað fyrir brúðkaupspeningana ef við sæjum eitthvað fallegt.
En....
Því miður var bara búið að loka búllunni :(
Við erum nýbúin að fá sendan miða hingað heim og á honum stóð að það væri opið alla virka daga til klukkan 20:00 og til kl 17:00 um helgar. Það var greinilega ekki lengur þannig :( þetta hefur sennilega verið bara í örfáa daga.
Frekar súrt.
Ætlum kannski að renna þangað á laugardaginn eftir rúma viku aftur. Tímum ekki næsta laugardegi í búðarráp þar sem veðurspáin er svo frábær. Ætlum að skreppa bara í leiðinni í miðbæinn í Breda en það er borg sem er hérna rétt hjá. Höfum aldrei kíkt í miðbæinn þar en hann á víst að vera rosa flottur.

þriðjudagur, maí 02, 2006


flott a nyja hjolinu sinu

Gáfaða litla stelpan mín :)

Mér finnst hún Malín Marta vera alveg ótrúlega duglegt barn. Ég verð nú bara að segja það.
Hún er ekki orðin tveggja ára en er samt farin að þekkja næstum því alla liti og getur sagt nöfnin á þeim líka eins og t.d. gulur, rauður, grænn, blár, svartur, hvítur, appelsínugulur, bleikur og brúnn :)
Það er alveg ótrúlega fyndið að fylgjast með henni þessa dagana þar sem hún lærir svona 10 ný orð á dag. Frekar mikið gaman að hlusta á hana tala svona mikið.

mánudagur, maí 01, 2006

Kuldaboli að drapa mann.

Það er búið að vera alveg merkilegt ástand á mér eftir að ég varð ófrísk. Mér er hreinlega alltaf kalt og þá meina ég stanslaust. Það eru rétt rúmar 20 gráður hérna inni hjá okkur en ég þarf samt að vera klædd ullarsokkum, í bol og 2 peysum og svo sleppi í helst aldrei teppinu.
Vona að ástandið skáni með betri tíð. Spáin framundan er góð, sól og blíða og hátt í 30 stig :)
Það er nú bara eitthvað mikið að mér ef mér verður áfram kalt í því veðri.

Nýjar myndir inn á Barnalandi.

Setti fullt af nýjum myndum inn í albúm merkt apríl og brúðkaup :)